Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 26

Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 26
L eikkonan og leikstjórinn Edda Heiðrún Backman greindist með hreyfitaugungahrörnunarsjúk- dóminn MND upp úr aldamótum og hefur verið bundin við hjólastól um árabil. Hún leikstýrði Hjónabandsglæpum, eftir Eric-Emmanuel Schmitt, í Þjóðleikhús- inu árið 2007 en hefur ekki getað starfað við leikhús síðan. Veikindin hafa þó ekki kæft lífs- þrótt og sköpunargleði leikkonunnar þótt hún hafi neyðst til þess að stíga af sviðinu sem var hennar heimavöllur í rúm tuttugu ár. Nú nærir hún andann með því að mála með munninum en Edda Heiðrún hefur á aðeins þremur árum náð mikilli leikni með pensilinn milli tann- anna. Munnur í stað handa „Það er ekkert svo erfitt að mála með munnin- um,“ segir Edda Heiðrún. „Þetta er bara svona. Okkur er tamara að nota munninn til annars og eðlilegt að nota hendurnar til að mála en þegar þær eru frá þá grípur maður bara það næsta. Auðvitað er erfitt að gera fín strik en maður verður bara að vera ákveðinn og ein- beittur. Maður krotar ekkert ofan í eða breytir vatnslitum sem komnir eru á strigann.“ Þórarinn grípur hér orðið og viðrar kenn- ingu sína um að ef til vill falli pensilstrokur með munninum betur að vatnslitum en ein- beittar handahreyfingar. „Er það kannski þannig að ef maður hefur hendurnar þá vandi maður sig um of? Ef ég, til dæmis, myndi reyna að fara að vatnslita þá myndi mér örugg- lega hætta til að gera eitthvað allt of njörvað á meðan þessi aðferð passar kannski betur fyrir þessa snöggu hreyfingu sem er í vatns- litamyndum.“ Edda Heiðrún tekur undir þessa hugmynd og bætir við: „Það hefur líka komið fyrir að ég hef gert mistök sem verða svo bara flott. Þannig er leiklistin líka og oft er það einmitt í mistökunum sem maður áttar sig á að einmitt þannig gæti manneskjan líka brugðist við í til- teknum aðstæðum.“ Beit í pensilinn fyrir þremur árum Þrjú ár eru liðin síðan Edda Heiðrún byrjaði að mála með munninum en hún kynntist þeirri kúnst í gegnum Ólöfu Pétursdóttur dómstjóra sem lamaðist frá hálsi í alvarlegu slysi 2006. Ólöf lést árið 2008 en á meðan hún lifði lét hún fötlun sína ekki aftra sér. Hún hafði lært mynd- list og málað í frístundum og hélt því áfram á Grensási þar sem hún náði fljótt mikilli færni í að mála með munninum. „Mér lánaðist að ná síðasta tímanum hennar Ólafar og fékk að fylgjast með eins og fluga á vegg,“ segir Edda sem byrjaði í olíulitum en byrjaði að nota vatnsliti fyrir tveimur árum. Kunningsskapur varð að hlýrri og traustri vináttu Edda Heiðrún Backman hefur málað vatnslitamyndir með munninum í tvö ár og hefur náð mikilli leikni með pensilinn milli tannanna. Hún fékk vin sinn, Þórarin Eldjárn, til þess að ljóð- skreyta vatnslitamyndir sínar sem eru nú komnar út í tveimur barnabókum. Allur ágóði af sölu bókanna rennur til Hollvina Grensásdeildar en Edda Heiðrún og Þórarinn bera bæði taugar til staðarins. Edda Heiðrún nýtur þar góðs atlætis og fatlaður sonur Þórarins dvaldi þar á meðan hann lifði. 24 viðtal Helgin 7.-9. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.