Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 32
LEIKSTÝRT AF
MAGNUS MARTENSEN
SEM LEIKSTÝRÐI NORSKU ÚTGÁFUNNI AF
NÆTURVAKTINNI
HÖFUNDUR METSÖLUBÓKARINNAR
HAUSAVEIÐARARNIR
BYGGÐ Á SÖGU EFTIR
JO NESBØ
"Skemmtilega
blóðug og yndislega
svartur húmor!"
- SCREEN
"Coen bræður
væru stoltir af
þessum stíl!"
- TOTAL FILM
FRUMSÝND Í DAG Í HÁSKÓLABÍÓI
Þ eir Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðins-son eru feður núverandi ríkisstjórnar. Þeir fundu lausnina á ESB málinu sem átti að duga báðum
flokkunum. Samfylkingin fengi að sækja um aðild en
VG yrði á móti aðild í þjóðaratkvæða-
greiðslu. „Mér leist ekkert á þessa aðferð
og sagði Ögmundi það.“ Þetta kemur fram
í bók Svavars Gestssonar Hreint út sagt,
sjálfsævisaga, sem kemur út hjá JPV og
er reyndar eina ævisagan sem birtist fyr-
ir þessi jól. Svavar skrifar bókina sjálfur
og það er einnig nýlunda í ein fjörutíu ár.
Ævisögur stjórnmálamanna undanfar-
inna ára hafa verið skrifaðar af öðrum.
En um ESB og myndun ríkisstjórnarinnar
segir í bókinni:
„Ögmundur Jónasson var reyndar einn
aðalhöfundur nýrrar vinstristjórnar. Þeir
Össur Skarphéðinsson höfðu haft forystu
um að koma stjórninni saman. Þeir höfðu
saman fundið þá lausn sem dygði fyrir
Vinstrihreyfinguna – grænt framboð til að komast inn
í stjórnina en sækja samt um aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu: Þjóðaratkvæði, lýðræði, var svarið. Það
átti að sækja um aðild og kjósa svo um niðurstöðuna.
Þannig gæti VG haldið sinni áru hreinni: Verið með
umsókn en fellt hana svo. Og Samfylk-
ingin líka: Sótt um aðild í bandalagi við
flokk sem var á móti aðild að Evrópusam-
bandinu.
Allt gekk þetta eftir. Mér leist ekkert á
þessa aðferð og sagði Ögmundi það. Ég
játa að ég skildi aldrei hvernig VG ætl-
aði að láta það ganga upp að eiga aðild að
stjórn sem sækti um aðild að Evrópusam-
bandinu. Ekki vegna þess að ég sé með
eða á móti aðild að Evrópusambandinu –
það kemur málinu ekki við. Heldur vegna
þess að það yrði einfaldlega erfitt fyrir VG
að láta pólitíkina í málinu ganga upp. En
það tókst að koma nýrri ríkisstjórn sam-
an. Fyrst hafði tekist að koma ríkisstjórn
Geirs Haarde frá. Það var ekki einfalt því
að Geir var snjall að finna samstarfsleiðir sem dugðu
Samfylkingunni. Stjórn Geirs hefði reyndar lifað langt
fram á árið 2009 að minnsta kosti ef honum hefði tekist
að skipta um seðlabankastjóra. Það var stórmál fyrir
Samfylkinguna að losna við Davíð Oddsson úr Seðla-
bankanum og margir forystumenn Sjálfstæðisflokksins
vildu það líka.
Stjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð, unnu stóran kosningasigur og
þeir settu saman stjórnarsáttmála í byrjun maí 2009.“
Mér leist ekkert
á þessa aðferð
Segir Svavar Gestsson í bók sinni Hreint út sagt um aðferðina
við að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra. Í sjálfsævisögu
hans, Hreint út, er greint frá löngum og litríkum stjórnmálaferli.
Össur Skarphéð-
insson utanríkis-
ráðherra.
Ögmundur
Jónasson innan-
ríkisráðherra.
Helgin 7.-9. desember 2012