Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 46

Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 46
B leik og blá föt á fæðinga-deild: Helst ber að nefna deilurnar frá 2007 um bleiku og bláu fötin á fæðinga- deildum og má segja að þær hafi markað upphaf þeirrar opinberu umræðu sem átt hefur sér stað um kynjaða markaðssetningu. Kol- brún Halldórsdóttir, þá þingkona, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um bleiku og bláu fötin á spítölunum. Hún sagði litina mótandi og slíka kynjaskiptingu við fæðingu úrelta og til þess eins fallna að ýta undir frekara mis- rétti kynjanna seinna meir. Hún studdist við margvíslegar rann- sóknir um kyngervi við flutning tillögunnar. Kolbrún var harðlega gagnrýnd inni á þinginu og einnig í samfélaginu öllu og töldu margir að það væri fásinna ef alþingi ætlaði sér að miðstýra hvernig fólk klæddi börn sín á fæðingar- deildum. Tillagan var felld á sínum tíma. Í dag er hins vegar boðið upp á bleik, blá og hvít föt fyrir hvítvoðunga á spítalanum. Bleikir og bláir hjálmar: Eim- skip, í samvinnu við Kiwanis á Ís- landi, gáfu öllum sex ára börn- um á landinu reiðhjólahjálma. Hjálmarnir komu í tveimur litum, bleikum og bláum. Skipaðir voru rýnihópar með börnum. Þar kom í ljós að flestar stúlkurnar vildu bleika en drengirnir bláa hjálma. Litavalið var harðlega gagnrýnt af femínistum með sömu rökum og Kolbrún hafði forðum. Að slík kynjamótun væri takmarkandi og tengd gamaldags viðhorfum til kynjanna. Stelpu og strákaís: Guðný Þor- steinsdóttir forritari vakti fyrst athygli á ísunum á facebook-síðu sinni. „Ætlaði að kaupa ís fyrir krakkana og komst að því að nú mega stelpur og strákar ekki lengur borða sama ís. Strákar eiga að borða vanillu en stelpur jarðar- berja! Ó já, þannig er sko Ísland í dag,“ sagði Guðný og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Myndinni var deilt víða á samskiptamiðlum og mikil umræða fór í gang í fjöl- miðlum. Þótti markaðssetningin í besta falli óheppileg. Margir skildu þó ekki hvernig fólk nennti á annað borð að æsa sig yfir markaðssetn- ingu á ís. Margt þarfara baráttu- efnið væri til í heiminum. Skemmst er frá því að segja að ísarnir voru teknir úr sölu. Polla og pæju sleikjó: Önnur mynd sem náði flugi á samskipta- miðlum var einnig frá áhyggjufullri móður sem þótti sælgætisfram- leiðendurnir takmarka val barna sinna. Líkt og áður stóð umræðan um það hvort réttlætanlegt væri að takmarka val barna og snúa þeim frá því sem þau raunverulega vildu. Aðrir vildu meina að kynin væru í grunninn ólík og því rétt- lætanlegt að markaðssetja þau sem slík. Sleikibrjóstsykurinn er ennþá hægt að nálgast í verslunum. Bleika og Bláa bókin: Nýjasta dæmið er líklega bækurnar sem teknar voru úr sölu í Svíþjóð en standa kaupendum á Íslandi ennþá til boða. Í bókunum, sem eru einskonar þrautabækur, er að margra mati mjög gróf kynjuð framsetning. Í yfirlýsingu útgefendans, Set- bergs, kemur fram að bókunum sé vissulega ætlað að höfða til sitt hvors kynsins og þær að efni til mismunandi og ekki full sambæri- legar. Í Bleiku bókinni minni séu kaflar um orð, tölur og leiki, dýr, liti og form, leikföng og loks um að heima sé best. Í Bláu bókinni minni eru kaflar um sveitina, villt dýr, bíla, stór farartæki, risaeðlur og geiminn. Bókunum er ætlað að þjálfa börn í einbeitingu og athygli, samkvæmt útgefanda. Partí og co. Stelpur: Spilið inni- heldur fjóra spurninga- og þrauta- flokka: Fegurð, Tíska, Tómstundir og Menning. Í leiklýsingu stendur „Leikurinn er miðaður að stelpum á aldrinum 8-14 ára og öll leik- peðin eru stelpur. Krakkar sem hafa áhuga á tísku og útliti ættu að skemmta sér vel í spilinu og hlæja mikið yfir því sem þau þurfa að gera til að komast áfram á næsta reit. Þú gætir þurft að leika hvern- ig þú verður þegar þú færð sms frá stráknum sem þú ert skotin í, gera fasta fléttu í vinkonu þína eða telja upp þrjár ilmvatnstegundir.“ Ljóst þykir að framsetningin er ekki boðleg þeim drengjum sem hafa áhuga á tísku og menningu. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is RúmGott · Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) · Kópavogi · Sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 · www.rumgott.is Löggiltir dýnuframleiðendur, starfandi í 60 ár FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komdu í heimsókn, prófaðu legugreininguna, og fáðu faglega ráðgjöf um val á heilsudýnum, án skuldbindinga! RúmG ott býður öllum viðskiptavinum upp á fría legugreiningu með hinum byltingarkennda Xsensor Medical Pro búnaði. HVENÆR ER ÞÖRF Á LEGUGREININGU? Finnurðu fyrir eymslum í mjóbaki? Vaknarðu oft með verki í mjöðm? Finnurðu fyrir eymslum eða dofa í öxlunum? Sefurðu illa vegna annara óþæginda? · hryggskekkju · brjósklos · samföllnum hryggjaliðum · spengdum hryggjaliðum · gigt, til dæmis: · slitgigt, veagigt eða liðagigt. FREMSTIR Í FRAMLEIÐS LU Á HEI LSUDÝNUM Vertu öru gg/ur. Komdu í greiningu 20- 50% AFS LÁT TUR AF ÖLL UM HEIL SUR ÚM UM ROYAL OG CLASSIC rafmagnsrúm á 30 - 40% afslætti. 6-12 mánaða vaxtalaus VISA / EURO greiðsludreifing Smíðum rafmagn srúm í öllum s tærðum! DRAUMARÚM V IÐ FRAM LEIÐUM ÞITT RÚM EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM S ÉRSMÍÐUM RÚM OG DÝNUR Í Ö LLUM STÆRÐUM RDAGA TÖKUM GAMLA RÚMIÐ UPPÍ NÝTT! JÓLATILBOÐ TÖKU AMLA RÚMIÐ UPP Í NÝTT Bleika og bláa stríðið Í vikunni bárust fréttir um ólíka leikfangabæklinga verslunarinnar Toys ‘r us. Annars vegar í Svíþjóð og hins vegar í nágrannalöndum. Fram hefur komið að foreldrar í Svíþjóð hafi, vegna háværra óánægjuradda, knúið fram breytingar á svokallaðri kynjaðri framsetningu blaðanna. Íslendingar eru alls ekki ókunnugir slíkri umræðu og Fréttatíminn ákvað að taka saman nokkur dæmi sem valdið hafa úlfúð undanfarin misseri eða allt frá árinu 2007 þegar Kolbrún Halldórs- dóttir mælti fyrir um breytingar á fatnaði ungbarna á fæðingadeildum. 44 úttekt Helgin 7.-9. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.