Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 50

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 50
9.000 Fjöldi gesta á Eldborgarhátíðinni um verslunarmannahelgina 2001. Þrátt fyrir mikla öryggisgæslu og eftirlit fór hátíðin úr böndunum. Tíu stúlkur leituðu til Stíga- móta sem voru með aðstöðu á svæðinu vegna nauðgana eða nauðgunartilrauna. Orðið smjörsýra komst á hvers manns varir í kjölfar hátíðarinnar, en nokkurt magn af þessu bragðlausa svæfingarlyfi sem veldur minnisleysi var í umferð á Eldborg. 47.000.000 Upphæð sektar sem Hæstiréttur dæmdi Sölufélag garðyrkjumanna og fyrirtækin Ágæti/Bananar og Mata til að greiða í hinu svokallaða grænmetissamráðsmáli, sem upp kom árið 2001. 5 Fjöldi manndrápa árið 2002, jafn mörg og árið 2000. Aldrei höfðu jafn mörg manndráp verið framin á einu ári hér á landi á síðari tímum. 6 Fjöldi mánaða sem Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var dæmdur til að afplána fyrir bókhaldsbrot og kvótasvindl. Þar af voru þrír óskilorðsbundnir. Málið komst upp árið 2000, áður en Gunnar Örn var kjörinn á þing, þegar hann upplýsti sjálfur um brot sín í fjölmiðlum. Kvaðst hann hafa landað fiski framhjá vigt til að benda á brotalamir í fiskveiðistjórnarkerfinu. Dómur féll í mál- inu árið 2002. Gunnar komst á þing vorið 2003 og sat inni þegar Alþingi kom saman um haustið – en slíkt var einsdæmi. 120 Fjöldi brota sem Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor var stefnt fyrir að hafa drýgt í fyrsta bindi ævisögu hans um Halldór Laxness, með því að aðgreina ekki eigin texta frá texta Nóbelsskáldsins. Hannes varði í fyrstu vinnubrögð sín en játaði síðar á sig mistök. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að í tveimur þriðju tilfella hefði Hannes brotið á gegn höfundarrétti á verkum Halldórs og dæmdi hann til að greiða Auði Sveinsdóttur, ekkju skáldsins, 1,5 milljónir króna í bætur. 300.000.000 Upphæðin sem Davíð Oddsson sagði að Hreinn Loftsson hefði látið að því liggja að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, væri reiðubúinn til að borga Davíð fyrir að láta af andstöðu sinni við Baug. Frá þessu sagði Davíð í morgunþætti Ríkisútvarps- ins 3. mars 2003 og varð þetta einn af vendipunktunum í Baugsmálinu. 30.000 Fjöldi undirskrifta á skjali þar sem skorað var á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís- lands, að synja frumvarpi ríkisstjórnar- innar um ný fjölmiðlalög staðfestingar, sumarið 2004. Sem kunnugt er varð forsetinn við þeirri bón og breytti þar með eðli embættisins og ásýnd þess til frambúðar. 11,9 m Lengd heimsins lengstu pylsu í brauði, sem Sláturfélag Suðurlands og Myllan settu upp í Kringlunni í nóvember 2004. Pylsan var búin til í tilefni af 50 ára afmælisút- gáfu Heimsmetabókar Guinness. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók fyrsta bitann og hvatti börn til að borða pylsur, því þá yrðu þau sterk. 150.000 Fjöldi atkvæða sem greidd voru í símakosningu í fyrsta úrslitaþætti Idol- stjörnuleitar Stöðvar 2 í janúar 2004. Karl Bjarni Guðmundsson, 28 ára sjómaður úr Grindavík, sigraði með yfirburðum og fékk um 49 prósent atkvæða. 20.204 Fjöldi áhorfenda á Laugardalsvelli 18. ágúst 2004 þegar karlalandslið Íslands í fótbolta mætti Ítalíu í vináttulandsleik. 36 ára gamalt aðsóknarmet var þar með bætt um liðlega 2.000 manns. Ísland sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson skoruðu. 700.000 Fjöldi einstaklinga sem skráðir voru í gagnagrunninn Íslendingabók, sem settur var á netið árið 2003. Þetta var fyrsti ætt- fræðigrunnurinn í öllum heiminum sem náði til heillar þjóðar. 1797 Fjöldi hjónavígslna á Íslandi árið 2007. Aldrei áður höfðu jafn mörg pör látið pússa sig saman á einu ári. 31.000 Seld eintök af plötum Páls Óskars Hjálm- týssonar, Allt fyrir ástina og Silfursafnið 2007 og 2008. 2000 Fjöldi undirskrifta á lista á netinu þar sem brottrekstri Randvers Þorlákssonar úr Spaugstofunni síðla sumars 2007 var mótmælt. 10Fjöldi daga sem það tók kærustu sonar Jónínu Bjartmarz, þingmanns Framsóknarflokksins og umhverfisráðherra, að fá íslenskan ríkis- borgararétt í mars 2007. 119.000 Fjöldi bíógesta sem sáu kvikmyndina Mama Mia! árið 2008. Enginn mynd hefur fengið meiri aðsókn hér á landi fyrir utan Titanic. Sérstakar söngsýningar, þar sem áhorfendum var boðið að syngja með, nutu mikilla vinsælda. 40 Fjöldi starfs- manna Impregilo sem veiktust heiftarlega af völdum matareitrunar í vinnu við aðrennslisgöng á Kárahnjúkum í apríl 2007. Heilbrigðis- fulltrúar töldu eitrunina mega rekja til óvistlegra aðstæðna. Verkamenn sögðust búa við ómanneskjulegar aðstæður; dag- inn fyrir veikindin hefðu þeir verið djúpt niðri í jörðu í tólf tíma án þess að fá vott né þurrt og þurft að sleikja hellisveggina til að svala sárasta þorstanum. 75.000 Fjöldi Íslendinga sem skráðir voru á sam- skiptavefinn Facebook í nóvember 2008. 10.000 Fjöldi hamborgara sem McDonalds seldi á hverjum degi síðustu dagana fyrir lokun staðarins í nóvember 2009. Eins og nærri getur var ástæðan lokunarinnar ekki lítil eftirspurn heldur gengishrun, sem gerði innkaup á erlendu hráefni óhagstæð. 150.000 Fjöldi þeirra sem höfðu látið bólusetja sig gegn svínaflensu í mars 2010. Talið er að 17 prósent Íslendinga hafi smitast af flensunni frá því að fyrstu tilfellin greindust hér á landi í maí 2009. Um 180 manns þurftu að leggjast inn á spítala vegna hennar og að minnsta kosti tveir létust. 8 Fjöldi vikna sem lagið Jungle Drum með Emilíönu Torrini tróndi í efsta sæti vinsældalistans í Þýskalandi sumarið 2009. 190 kíló Magn af hassi sem tollgæslan á Seyðis- firði fann í húsbíl sem kom hingað til lands með ferjunni Norrænu í júní 2008. Þetta var langstærsti fíkniefnafundur hér á landi fyrr og síðar. Tveir menn hlutu dóm fyrir. Árið eftir voru sex manns handteknir í Papeyjarmálinu svo- nefnda, þar sem þeir reyndu að smygla 110 kílóum af fíkniefnum, þar af um 55 kílóum af amfetamíni, til landsins með skútu. 5 Fjöldi mánaða sem liðu frá því að Borgarahreyf- ingin fékk fjóra þingmenn kjörna í Alþingis- kosningunum 2009, þar til flokkurinn stóð uppi þingmannalaus. 140.000.000 m3 Gjóskumagn sem talið var að fallið hefði úr Eyjafjallajökli í gosinu 2010. Inn í þeirri tölu var ekki gjóska sem fallið hafði í hafið eða í öðrum löndum. Leita þurfti aftur til Kötlugoss 1918 eða Heklugoss 1947 eftir viðlíka gjóskumagni. 600.000 Fjöldi skipta sem landkynningarmyndbandi í tengslum við markaðsátakið Inspired by Iceland var hlaðið niður 7. júní 2010. 250 Fjöldi land-námshænsna sem drápust í eldsvoða í úti- húsi á bænum Tjörn á Vaðnesi í mars 2010. Fjórir kettir urðu líka eldinum að bráð. 15% Hlutfall reyk-ingamanna á aldrinum 15 til 89 ára, samkvæmt könnun Capacent fyrir Lýðheilsustöð árið 2010. Reykingamenn á Íslandi höfðu samkvæmt þessi aldrei verið færri og fækkað hlutfallslega um helming síðan 1991. 10.000.000.000.000 (10.000 milljarðar) Beint fjárhagstjón vegna bankahrunsins að mati Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, sem hélt erindi á fundi Félags viðskipta og hagfræðinga í júní 2010. Það var að tæplega sjöföld þjóðarframleiðsla ársins 2008 og svaraði til 43 ára útflutningsverðmætis sjávarút- vegsins. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar er rakinn í máli og myndum í bókinni Ísland í aldanna rás 2001- 2010 sem kom út fyrir skemmstu. Óhætt er að segja að bókin sé skemmtileg lesning enda var þetta tímabil í meira lagi viðburðaríkt. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Bergsteinn Sigurðsson og Björn Þór Sigbjörnsson. Fréttatíminn fékk góðfúslegt leyfi þeirra og Forlagsins til að stikla á stóru í þeim atburðum sem raktir eru í bókinni. Fyrsti áratugurinn í tölum Gos í Eyjafjallajökli árið 2010. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Svokallaðar söngsýningar á kvikmynd- inni Mamma Mia! nutu mikilla vinsælda árið 2008. Mynd: Morgunblaðið/Guðmundur Rúnar Guðmundsson Eldborgarhátíðin 2001. Mynd: Morgun- blaðið/Ragnar Axelsson Guðni Ágústsson landbúnarráðherra tók fyrsta bitann af lengstu pylsu heims í brauði. Mynd: Morgun- blaðið/Árni Torfason 48 úttekt Helgin 7.-9. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.