Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 07.12.2012, Blaðsíða 52
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Farðu varlega í hálkunni Fjölbreytt úrval af vönduðum broddum Running – fyrir hlaupara. Öflug festing Verð: 4.970 kr. Walking – fyrir göngufólk Verð: 2.970 kr. Easy – einstaklega auðvelt að festa á skóna Verð: 4.970 kr. A lgengast var að menn sæju hinn látna, eða í tveimur þriðju tilvika. Næstalgengast var að menn heyrðu til látins, eða í 28% tilvika. Í 13% tilvika höfðu menn orðið fyrir snertingu sem þeir röktu til látins. Í 5% til- vikanna fundu menn lykt sem ein- kenndi hina látnu og í 11% tilvika var aðeins sterk skyndileg tilfinn- ing fyrir návist látins. Í nær helm- ingi tilvika var hinn látni skynjaður á fleiri en einn hátt. Hér kemur dæmi þar sem hin látna er séð. Stundum eru dæmi um að látinn geri vart við sig í tengslum við tímamót. Ég var 15 til 16 ára gamall og vann í stóru fyrirtæki. Ég sá mann ganga frá fjarri enda vélar sem ég vann við og út að vegg og sömu leið til baka. Hann var ljóshærður og í brúnum fötum. Ég fór að athuga hver væri þarna á ferð en sá engan. Þegar ég sagði vinnufélögum mín- um frá þessu þá töldu þeir víst að þarna hefði verið á ferðinni svipur sem fleiri áttu að hafa séð, svipur eins af fyrrverandi forstjórum fyrir- tækisins, sem að sögn hafði stytt sér aldur. Mér fannst þetta spennandi, vildi kynnast þessu betur, langaði að vita meira ... Næst algengust var reynsla þar sem menn heyrðu til látins, ýmist heyrðu rödd tala eða heyrðu hljóð sem voru einkennandi fyrir hinn látna. Siglfirskur sjómaður segir frá: Þetta bar fyrir mig þegar ég var unglingur. Ég var á litlum bát á veiðum. Skyndilega heyri ég rödd sem segir mér að sleppa línunni og róa í land. Ég heyrði þetta sagt skip- andi rómi. Ég geri þetta, ég veit ekki af hverju en mér fannst þetta skrítið. Og ég er rétt að koma inn undir Ríkisbryggjuna, sem við köllum svo, þegar hann skellur á með þessu ofsalega roki, bara fárviðri, og það var rétt svo að ég komst þarna inn á milli bryggjanna. Ég þekkti ekki röddina en ég setti þetta seinna meir afar mikið í samband við bróður minn, sem var nýdrukknaður, að hann hafi verið að hjálpa upp á mig, að einhvern veginn hafi þetta verið hann ... Næst kemur dæmi sem er aðallega um lykt sem einkennir manninn: Ég átti heima í Sandgerði. Ég var ein í húsinu, maðurinn minn var að vinna hjá Miðnesi. Allt í einu sá ég að það kom maður inn, þetta bar dálítið snöggt fyrir mig. Svo fann ég að það var mikil áfengislykt í húsinu. Ég var ein og nota aldrei áfengi. Þegar maðurinn minn kom heim spurði hann strax hver hefði komið, það væri svo mikil áfengis- lykt í húsinu. Ég sagði honum hvers ég hafði orðið vör og við reiknuðum með að það mundi einhver koma um kvöldið en það varð ekki. Svo daginn eftir kemur maðurinn minn heim í mat og segir: „Mig skal ekk- ert furða þótt það hafi verið áfengis- lykt hérna í gær.“ Hann Erlingur, sem við keyptum húsið af fyrir tveimur mánuðum, hefði drukknað á Siglufirði í gær og víst verið „vel uppi“. Ég hafði aldrei séð hann. Maðurinn minn gekk frá húsakaup- unum. Maðurinn minn er nú dáinn en ég varð vör við ýmislegt meðan við vorum saman en svo hvarf það þegar hann dó ... Þarna voru tvö vitni að atburð- inum en því miður var eiginmaður konunnar látinn þegar hún sagði frá þessu tilviki svo að ekki var hægt að sannprófa það hjá öðru vitni. Það styrkir slíkar frásagnir þegar einhver verður var látinnar manneskju en veit ekki að hún er látin. Um það voru nokkur dæmi í rannsókninni. Annað dæmi er hér um það að látinn maður birtist án þess að við- komandi viti að hann sé látinn: Ég sat á þingi í 18 ár og kynntist auðvitað ýmsum mönnum og varð úr því kunningsskapur við flesta. Einn af þeim var Karl Kristjáns- son, þingmaður Þingeyinga. Hann bjó á Húsavík, þekktur maður á sinni tíð og hagyrðingur góður. Nú, við höfðum svona kunningsskap, ég heimsótti hann þegar hann var átt- ræður o.s.frv., það fóru orð á milli okkar og þvíumlíkt. Svo líður og bíð- ur og veturinn sem hann andast þá er það einn góðan veðurdag að ég fer út eins og ég átti vanda til eftir matinn og moka hesthús, ég hafði það svona til þess að hressa mig á. Þegar ég er búinn að moka nokkrar skóflur þá finnst mér allt í einu að Karl Kristjánsson standi beint fyrir framan mig uppi í bás í hesthúsinu og segi svona dálítið sérkennilega við mig: „Þú varst heppinn, þér gekk vel.“ Þar með var það búið. Þar með hvarf hann. Ég hélt áfram að moka hesthúsið og fór svo inn. En um kvöldið þá var sagt frá andláti hans í útvarpinu. Nú fór ég að spekúlera í þessu dálítið, hvernig gæti staðið á þessu og þá komst ég að því að hann hafði dáið þannig að hann fékk hjartaáfall og var fluttur á Borgar- spítalann og andaðist þar en þar hafði ég verið sjálfur eins og einu ári áður eða tæplega það með sams- konar áfall og það var hægt að bæta úr því og ég komst heim. Og ég set þetta svona í samband við það. Nokkur dæmi eru um það að látinn birtist til að vara einstakling inn við. Þegar ég var lítill strákur í Keflavík þá fékk gömul kona að búa í gömlu húsi sem foreldrar mínir höfðu búið í áður en þau byggðu nýtt hús þar. Hún var mikið í skjóli móður minnar og mamma var góð við hana, gaf henni mat og annað og hún var þarna án þess að borga fyrir þetta húsnæði, þannig að hún átti foreldrum mínum margt gott upp að unna. Þessi gamla kona hét Kolfinna og hún var þarna strax svolítið skrítin og ekki við allra hæfi. Við bróðir minn, sem var heldur eldri en ég, stríddum henni stundum og hún átti það til að slá fæti til jarðar og þykjast ætla að taka til okkar og fleira þess háttar. Ég var á togara, Tryggva gamla, og við vorum að fara til Englands. Þetta var að vetrarlagi, skömmu eft- ir heimsstyrjöldina, við vorum bún- ir að lenda í óskaplega slæmu veðri á leiðinni út og vorum komnir langt yfir áætlaðan tíma, héldum bara upp í norður af Orkneyjum. Þetta var það slæmt veður að kyndarar treystu sér ekki til þess að fara út og hífa upp ösku sem var þeirra verk í lok vaktar. Við, sem vorum á stím- vaktinni, gerðum það fyrir þá því að við vorum með sjóklæði hjá okkur í brúnni. Nú, ég var kominn út og farinn að hífa upp öskuna, þetta voru þungar fötur fullar af ösku og salla. Mér verður litið aftur eftir bátaþilfarinu og þá stendur gamla konan þar heldur gustmikil og er að strunsa fram bátadekkið í áttina til mín og segir: „Nú næ ég til þín!“ Það er ekkert annað en það að ég læt fötuna fara niður aftur og hleyp upp brúarvænginn bakborðsmegin. Þá var ekki haldið beint upp í held- ur var veðrið tekið á stjórnborðsbrú. Ég ríf upp hurðina að brúnni hvar stýrimaðurinn var á vakt og háseti við stýrið sem ég man nú ekki hvað heita og skipstjóri og 1. stýrimaður voru þarna líka, mig minnir að það hafi verið í þetta skipti, en allavega voru hinir tveir. En í sömu mund líður þessi óskaplegi sjór yfir skipið, það fylltist allt, brúarvængurinn fór á kaf og brúin hálffylltist af sjó. Annaðhvort í þessum sjó eða öðrum á eftir brotnaði gluggi og skarst þá skipstjórinn mikið í framan, stýri- maðurinn saumaði það snilldarlega saman en það er önnur saga. Hvað um það ... ef ég hefði verið þarna niðri þá væri ég náttúrlega ekki hér til þess að segja þessi orð því það fór allt lauslegt þarna út. ... Þannig að það að ég skyldi sjá hana þarna og verða þetta hræddur, það náttúrlega bjargaði lífi mínu. Sýnin hér er dæmi um greinilegan tilgang, þar sem hún bjargar við- komandi frá aðsteðjandi hættu. Oftar kom fyrir að viðmælendur töldu einhvern að handan vara sig við hættum. ... Þegar litið er á þær fjölmörgu frásagnir, sem við höfum safnað, og örfáar þeirra birtast hér, sýnist fjarri lagi að kasta allri þessari reynslu fyrir borð sem villu og blekkingum. Hér er oft eitthvað raunverulegt á ferðinni sem iðulega hefur mikil áhrif á líf fólks. Þeir megindrættir, sem raktir voru hér að ofan, eru frek- ari vísbending um slíkan veruleika. Einnig má benda á hitt að þessir megindrættir finnast jafnt hér á landi, í Kína, Bandaríkjunum, Bret- landi og öðrum Evrópulöndum. Og hvort sem tilvikin gerðust ýmist fyrir rúmri öld eða nú á dögum. Látnir meðal lifenda Í bókinni Á vit hins ókunna, endurminningar Erlendar Haraldssonar, fyrrum sálfræðiprófessors, sem hann og Hafliði Helgason skrifa, fjallar Erlendur um könnun sem hann, ásamt nokkrum nemendum sínum gerði á átt- unda áratugnum, af reynslu Íslendinga af dulrænum fyrirbærum. Í könnuninni kom fram að ríflega 30% af þeim 902 sem svöruðu töldu sig hafa orðið vara við látna manneskju. Grípum hér niður í frásögnina. Erlendur Haraldsson, fyrrum sálfræðiprófessor, hefur sent frá sér endurminningar sínar, Á vit hins ókunna. Ljósmynd/Hari 50 bækur Helgin 7.-9. desember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.