Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 64
Stúfur birtist óvænt, eftir enga bið
– á mettíma úr móðurkvið.
Grýla hafði gengið um á gömlum serk
– möglað yfir magaverk.
Lúði tók hann léttvægan í loðinn hramm
– varla meir en milligramm.
Hanteraði hikandi í hrömmum sér:
– „Þetta’ er ekki undan mér!“
Frændur birtust, forynjur og flennitröll
– knúsa vildu krílið öll.
Sneru heim með heillaskeytin, heldur svekkt
– sáu ekkert, sögðust blekkt.
En Stúfur óx, þá aðallega upp í loft
– þó hann týndist ansi oft.
Fyrr en varði frækinn náði fullri smæð
– mældist einn og átta’ á hæð.
Hann vildi gera velflest til að verða stór
– drakk því bæði blek og klór.
En ekkert gekk og áfram var hann algert peð
– risavaxnar vonir með.
Í andliti hans agnarlítið alskegg spratt
– ítrekað hann um það datt.
Lítið var hann liðtækur við leik og störf
– almennt var hans ekki þörf.
Bræður hans til byggða þurftu’ að bera Stúf
– það var skylda létt og ljúf.
Hann rúmaðist í rennilæstum rúgmjölssekk
– sem við þrúgur þeirra hékk.
Vígreifur og vaskur mætti vinnu til
– krökkum færði kerti og spil.
En tróðst þá undir tindilfættum trítlaher
– fljótur mátti forða sér.
Svo langaði hann ljúfmeti að læða’ í skó
– en upp í gluggann ekki dró.
Í bríaríi bræður hans þá birtust tveir
– barni gottið báru þeir.
Eftir þetta óhapp varð hann ósköp smár
– lítill í sér; leiður, sár.
Að lokum fann hann leið sem í sér lausnir fól
– hann setti’ á laggir Litlu-jól!
Stúfur er í eðli sínu eins og við
– og raunar mestallt mannkynið.
Hvar sem þörf á hugrekki að höndum ber
– stækkar hann í hjarta sér.
S T Ú F U R
ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD
Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA
Stúfur í túlkun
Braga Valdimars Skúlasonar og Þórunnar Árnadóttur
fæst hjá okkur 5.- 19. desember.
Casa - Skeifunni og Kringlunni
Epal - Skeifunni, Leifsstöð og Hörpu
Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi
Kokka - Laugavegi · Líf og list - Smáralind
Módern - Hlíðarsmára
Þjóðminjasafnið - Suðurgötu
Blómaval - um allt l nd
Hafnarborg - Hafnarfirði
Blóma - og gjafabúðin - Sauðárkróki
Póley - Vestmannaeyjum
Valrós - Akureyri
Netverslun – www. jolaoroinn.is
Styrkt félag lamaðra og fatlaðra
skapurinn fyrirferðarmikil persóna í Undantekning-
unni. Auði er það líka hugleikið að sjálft minni mann-
eskjunnar og skáldagáfan eru á sama stað í heilanum.
Þannig að hún spyr sig hvernig minningar við mann-
fólkið eigum?
Aðalskáldið í Undantekningunni býr í kjallaranum
hjá aðalsöguhetjunni. Hún er líka hjónabandsráð-
gjafi og dvergur. „Svo er hún leigupenni hjá þekktum
glæpasagnahöfundi en er að reyna að stíga skrefið sjálf
inn í heim fagurbókmennta,“ segir Auður og bætir við
að morð í bókmenntum þurfi helst að vera með þeim
hætti að morðingi „ýti höfundinum sjálfum fram af
hengiflugi.“
Og það er alltaf hægt að kafa dýpra þegar kemur að
bók eftir Auði. Ein meginhugmyndin í Undantekning-
unni er líka að í bókinni teflir Auður fram óreiðu lífsins
og þeim ramma sem skáldskapurinn er: „Það má segja
að þetta séu tvær megin andstæðurnar í bókinni.“
Þegar Auður talar um bókina eru engin hikorð
heldur hljómar hún næstum eins og vel skrifuð bók-
menntaritgerð sem höfundur hefur legið yfir svo vik-
um skiptir: „Sagan hefst á gamlárskvöld þegar Flóki,
eiginmaður söguhetjunnar, kemur út úr skápnum.
Hann er stærðfræðingur og sérfræðingur í óreiðu-
kenningunni og flytur til annars Flóka sem er líka
sérfræðingur í óreiðukenningunni. Þannig að þetta
eru tveir óreiðuflókar en óreiðukenningin gengur í
stuttu máli út á það að það sé ekkert skipulag og ekkert
kerfi og engin regla í lífinu. Þegar fiðrildi blakar væng
í Singapúr rignir í Stykkishólmi. Það er samhengi
óreiðukenningarinnar og ég reyni að flétta þetta allt
inn í byggingu bókarinnar.“
„Mér finnst samt oft eins og því meira sem ég tala
um bók, því meir fjarlægist ég hana,” bætir hún við.
Flókið að vera manneskja
Auður Ava gaf út fyrstu skáldsöguna sína 1998. Hún
segist hafa verið seinþroska höfundur að því leyti að
hún var frekar sein til að byrja að skrifa. „Ég hafði nóg
að gera,“ segir hún en sjö ára gömul sagði hún kennar-
anum sínum í grunnskóla að hún ætlaði sér að verða
rithöfundur. Þannig að það fór aldrei á milli mála hvert
hennar hugur stemmdi.
En það er ekki bara dýpt í nýrri bók Auðar heldur
líka hlýja og frábær persónusköpun. Undantekningin
er ástarsaga. Saga um vináttu og hvað það er flókið
að vera manneskja. „Það er mjög flókið að vera kona,“
segir Auður: „Og það er mjög flókið að vera karlmaður.
Og samskipti elskenda eru sérlega viðkvæmt mál.“
Mikael Torfason
mikaeltorfason@frettatiminn.is
Auður Ava að árita í ráðhúsinu í Cherbourg eftir að
hafa setið fyrir svörum í 1 1/2 klukkustund. Franskir
lesendur kunna að spyrja höfunda sína út úr.
Myndir frá nýlegri upplestrarferð Auðar til Frakklands
Áritað í Caen. Samtals áritaði Auður 138 bækur á tveimur klukku-
tímum. Það eru rétt rúmar 52 sekúndur á bók!
Á bókmenntahátíðinni Les Boréales í Caen í Normandí laugardaginn 24. nóvember. Það er Guillaume Patard-Legendre,
framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sem heldur á mikrófóninum og kynnir þau Auði Övu og Gérard til leiks.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Auður reynir ávallt að smygla inn djúpri merkingu í bækur sínar.
58 viðtal Helgin 7.-9. desember 2012