Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 70

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 70
 Strætóbið rokktónleikar og tímaSkekkjugluggi 64 jól Helgin 7.-9. desember 2012  Úrval af íSlenSku handverki S É R F R Æ Ð I N G A R Í D E M Ö N T U M , H Ö N N U N O G S É R S M Í Ð I S K A R T G R I P A . Þ Ú Þ E K K I R O K K U R Á H A N D B R A G Ð I N U , L Á T T U Þ A Ð E F T I R Þ É R . . . Skartgripaverslun og vinnustofa Laugavegi 52, Reykjavík, sími 552-0620, www.gullogsilfur.is, facebook.com/gullogsilfur, og þjónustan er persónuleg! j ólamarkaðurinn verður haldinn við Elliðavatnsbæ-inn allar helgar fram að jólum. Þar selur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólatré, tröpputré og eldivið. Fjöldi handverksfólks og hönnuða kynnir og selur vörur sínar á markaðnum. Í jólahúsunum á hlaðinu er fjöldi söluborða með miklu úrvali af íslensku handverki. Gústaf Jarl Viðarsson jólamark- aðsstjóri segir markaðinn vera orðinn hluta af jólaundirbúningi margra Reykvíkinga og nágranna. „Það er mikill fjöldi sem kemur hingað á hverju ári. Það er mjög margt í boði. Við erum með kaffi- stofu þar sem við seljum kaffi, kakó og vöfflur. Á bænum erum við með sal sem er hlaðinn sem er í framhaldi af kaffihúsinu. Þar erum við með söluborð og líka á planinu fyrir framan bæinn. Þar er mjög mikið í boði svo sem jóla- skreytingar, húfur, vettlingar, hun- angssultur og svo framvegis. Fólk getur leigt sér söluborð í einn dag eða alla dagana og raunar allt þar á milli. Við höfum líka fengið til okk- ar rithöfunda sem lesa fyrir okkur stutta kafla úr bókum sínum sem koma út fyrir jólin. Markaðurinn er opinn laugardaga og sunnudaga til jóla frá klukkan 11-16.“ Gústaf segir markaðinn vera orðinn hluta af jólaundirbúningi margra. Það er því tilvalið að kíkja við á markaðnum um leið og jólatréð er valið. „Skógræktarfélag Reykjavíkur ætlar að opna jóla- skóginn um helgina. Þá bjóðum við fólki að koma til okkar upp í Heiðmörk og ná sér í jólatré út í skóg. Við ætlum að vera á svip- uðum slóðum og við höfum verið síðustu ár, í Grýludal. Við verðum á svæðinu og aðstoðum fólk við að velja tré. Jólasveinarnir kíkja líka í heimsókn og reyna kannski að aðstoða okkur. Dagskrána okkar er hægt að nálgast á heimasíðunni okkar heid- mork.is og svo erum við líka með facebook síðu.“ Jólamarkaður við Elliðavatn Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar jólaskóginn í Heiðmörk um helgina. Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæinn er orðinn hluti af jólaundirbúningi margra. Jólahangs á Hlemmi Á hverjum laugardegi til jóla verður boðið upp á tónleikaröðina, Hangið á Hlemmi. Guðmundur Birgir Halldórsson, viðburðastjóri hjá Höfuðborgarstofu, segir ætlunina vera að gera borgina ögn líflegri í aðdraganda jólanna. „Við ætlum að slá upp rokktónleikum á Hlemmi á hverjum laugardegi klukkan þrjú. Það er búið að skreyta Hlemm í anda kvikmyndarinnar Christmas Vacation frá árinu 1989 þar sem lögð er áhersla á magn umfram gæði í jólaskrauti. Hljómsveitin Tilbury byrjaði á síðasta laugardag og Agent Fresco spila um helgina. Svo er komið að Retro Stefson þann 14. desember og þeir félagar, Jónas Sig og Ómar Guðjóns syngja okkur inn í jólin þann 21. desemb- er.“ Rokktónleikar verða ekki það eina sem verður í boði á Hlemmi í desember. Hildur Gunnlaugsdótt- ir, arktitekt hjá Reykjavíkurborg, er ein af þeim sem hefur tekið þátt í að setja upp sýningarglugga við Hlemm í anda 9. áratugarins. Hildur segir gluggann vera tíma- skekkjuglugga inn í jól þess tíma. „Í glugganum er að finna jólatré með skrauti frá þessum tíma sem Árbæjarsafn lánaði okkur. Tvær framakonur eru þar að halda upp á jólin saman. Þær eru klæddar í sitt fínasta púss, sötra á soda- stream gosi og opna gjafir frá hvor annarri. Önnur þeirra er nýbúin að opna pakka sem inniheldur fótanuddtæki.“ Hildur segir jólaskrautið sem ekki fær að verma jólatréð hjá fólki í ár geti fengið gott heimili á Hlemmi. „Við munum bæta í skrautið alveg til jóla en við leitum í geymslur Orkuveitunnar og aðrar geymslur að skrauti sem ekki lengur þykir ástæða til þess að nota. Allt aukalegt jólaskraut er þó mjög vel þegið. Tekið verður á móti jólaskrautinu á hverjum laugardegi þegar tónleikarnir eru haldnir. Það myndaðist alveg ótrúlega skemmtileg stemning núna síðast þar sem bæði þeir sem biðu eftir strætó og aðrir gestir nutu þess að hlusta á Tilbury. Það kom greini- lega mörgum á óvart að þarna væru tónleikar og margir frestuðu aðeins strætóferðinni.“ Rokktónleikum á Hlemmi á laugardögum til jóla er ætlað að gera borgina líflegri. Sýningargluggi í anda 9. áratugarins. Á R N A S Y N IR util if. is CASALL MAGAHJÓL 3.790 kr. MIKIÐ ÚRVAL SPORTAUKAHLUTA. 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frábær jólagjöf! Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims. Gefðu gjöf sem gefur Jaques í Aneho. Nóvember 2012 Eitt gjafabréf kostar 3000 kr. Hafðu samband solitogo@solitogo.org eða síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf. Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3.000 kr. Farðu á http://solitogo.org/ og fáðu nánari upplýsing r. Þú getur líka sent póst á olitogo@solitogo.org eða hringt í síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf. 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.