Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 70
Strætóbið rokktónleikar og tímaSkekkjugluggi
64 jól Helgin 7.-9. desember 2012
Úrval af íSlenSku handverki
S É R F R Æ Ð I N G A R Í D E M Ö N T U M , H Ö N N U N O G S É R S M Í Ð I S K A R T G R I P A . Þ Ú Þ E K K I R O K K U R Á H A N D B R A G Ð I N U , L Á T T U Þ A Ð E F T I R Þ É R . . .
Skartgripaverslun og vinnustofa Laugavegi 52, Reykjavík, sími 552-0620, www.gullogsilfur.is, facebook.com/gullogsilfur, og þjónustan er persónuleg!
j ólamarkaðurinn verður haldinn við Elliðavatnsbæ-inn allar helgar fram að
jólum. Þar selur Skógræktarfélag
Reykjavíkur jólatré, tröpputré og
eldivið. Fjöldi handverksfólks og
hönnuða kynnir og selur vörur
sínar á markaðnum. Í jólahúsunum
á hlaðinu er fjöldi söluborða með
miklu úrvali af íslensku handverki.
Gústaf Jarl Viðarsson jólamark-
aðsstjóri segir markaðinn vera
orðinn hluta af jólaundirbúningi
margra Reykvíkinga og nágranna.
„Það er mikill fjöldi sem kemur
hingað á hverju ári. Það er mjög
margt í boði. Við erum með kaffi-
stofu þar sem við seljum kaffi,
kakó og vöfflur. Á bænum erum
við með sal sem er hlaðinn sem
er í framhaldi af kaffihúsinu. Þar
erum við með söluborð og líka á
planinu fyrir framan bæinn. Þar
er mjög mikið í boði svo sem jóla-
skreytingar, húfur, vettlingar, hun-
angssultur og svo framvegis. Fólk
getur leigt sér söluborð í einn dag
eða alla dagana og raunar allt þar á
milli. Við höfum líka fengið til okk-
ar rithöfunda sem lesa fyrir okkur
stutta kafla úr bókum sínum sem
koma út fyrir jólin. Markaðurinn
er opinn laugardaga og sunnudaga
til jóla frá klukkan 11-16.“
Gústaf segir markaðinn vera
orðinn hluta af jólaundirbúningi
margra. Það er því tilvalið að
kíkja við á markaðnum um leið og
jólatréð er valið. „Skógræktarfélag
Reykjavíkur ætlar að opna jóla-
skóginn um helgina. Þá bjóðum
við fólki að koma til okkar upp í
Heiðmörk og ná sér í jólatré út í
skóg. Við ætlum að vera á svip-
uðum slóðum og við höfum verið
síðustu ár, í Grýludal. Við verðum
á svæðinu og aðstoðum fólk við að
velja tré. Jólasveinarnir kíkja líka
í heimsókn og reyna kannski að
aðstoða okkur.
Dagskrána okkar er hægt að
nálgast á heimasíðunni okkar heid-
mork.is og svo erum við líka með
facebook síðu.“
Jólamarkaður við Elliðavatn
Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar jólaskóginn í Heiðmörk um helgina.
Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæinn er orðinn hluti af jólaundirbúningi margra.
Jólahangs á Hlemmi
Á hverjum laugardegi til jóla verður boðið upp á tónleikaröðina, Hangið
á Hlemmi. Guðmundur Birgir
Halldórsson, viðburðastjóri hjá
Höfuðborgarstofu, segir ætlunina
vera að gera borgina ögn líflegri í
aðdraganda jólanna. „Við ætlum að
slá upp rokktónleikum á Hlemmi á
hverjum laugardegi klukkan þrjú.
Það er búið að skreyta Hlemm í
anda kvikmyndarinnar Christmas
Vacation frá árinu 1989 þar sem
lögð er áhersla á magn umfram
gæði í jólaskrauti. Hljómsveitin
Tilbury byrjaði á síðasta laugardag
og Agent Fresco spila um helgina.
Svo er komið að Retro Stefson
þann 14. desember og þeir félagar,
Jónas Sig og Ómar Guðjóns syngja
okkur inn í jólin þann 21. desemb-
er.“
Rokktónleikar verða ekki það
eina sem verður í boði á Hlemmi í
desember. Hildur Gunnlaugsdótt-
ir, arktitekt hjá Reykjavíkurborg,
er ein af þeim sem hefur tekið
þátt í að setja upp sýningarglugga
við Hlemm í anda 9. áratugarins.
Hildur segir gluggann vera tíma-
skekkjuglugga inn í jól þess tíma.
„Í glugganum er að finna jólatré
með skrauti frá þessum tíma sem
Árbæjarsafn lánaði okkur. Tvær
framakonur eru þar að halda upp
á jólin saman. Þær eru klæddar
í sitt fínasta púss, sötra á soda-
stream gosi og opna gjafir frá hvor
annarri. Önnur þeirra er nýbúin
að opna pakka sem inniheldur
fótanuddtæki.“
Hildur segir jólaskrautið sem
ekki fær að verma jólatréð hjá
fólki í ár geti fengið gott heimili
á Hlemmi. „Við munum bæta í
skrautið alveg til jóla en við leitum
í geymslur Orkuveitunnar og aðrar
geymslur að skrauti sem ekki
lengur þykir ástæða til þess að
nota. Allt aukalegt jólaskraut er þó
mjög vel þegið. Tekið verður á móti
jólaskrautinu á hverjum laugardegi
þegar tónleikarnir eru haldnir.
Það myndaðist alveg ótrúlega
skemmtileg stemning núna síðast
þar sem bæði þeir sem biðu eftir
strætó og aðrir gestir nutu þess að
hlusta á Tilbury. Það kom greini-
lega mörgum á óvart að þarna
væru tónleikar og margir frestuðu
aðeins strætóferðinni.“
Rokktónleikum á Hlemmi á laugardögum til jóla er ætlað að gera borgina líflegri.
Sýningargluggi í anda 9. áratugarins.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
util if. is
CASALL
MAGAHJÓL
3.790 kr.
MIKIÐ ÚRVAL
SPORTAUKAHLUTA.
00000
w w w. v e i d i k o r t i d . i s
Eitt kort
35 vötn
6.900 kr
Frábær jólagjöf!
Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa
þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa
gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til
heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er
eitt fátækasta ríki heims.
Gefðu gjöf sem gefur
Jaques í Aneho. Nóvember 2012
Eitt gjafabréf kostar 3000 kr. Hafðu samband solitogo@solitogo.org
eða síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf.
Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3.000 kr. Farðu á http://solitogo.org/
og fáðu nánari upplýsing r. Þú getur líka sent póst á olitogo@solitogo.org eða
hringt í síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf.
69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012