Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 75

Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 75
 KraKKajóga Börnin læra einBeitingu heilsa 69Helgin 7.-9. desember 2012 Opið í Fákafeni á sunnudögum www.lifandimarkadur.is Borgartúni Hæðasmára Fákafeni Heilsusprengja 25% afsláttur ekki gleyma heilsunni um jólin! 25% afsláttur af öllum NOW bætiefnum fimmtudag til sunnudags yfir 200 tegundir ! Ti lbo ð g ild ir fr á 6. - 9. d es em be r 2 01 2 Myndbandið var unnið á Þingvöllum í sumar, einn fallegan góðviðrisdag. Kennir börnum jóga á myndbandi K veikjan var sú að fyrir nokkr-um árum var ég með krakka-jóga í Stundinni okkar. Síðan hafa hrannast inn fyrirspurnir frá for- eldrum og leikskólakennurum sem voru ánægðir með framtakið á sínum tíma og fannst vanta eitthvað svipað,“ segir Auður Bjarnadóttir, jógakenn- ari og eigandi Jógasetursins. Hún, ásamt Sigrúnu Harðardóttur mynd- listarkonu, gefur út mynddiskinn Krakkajóga nú um helgina. Mynd- bandið er unnið á vegum Jógaset- ursins og Erumenn. Að sögn Auðar læra börnin af myndbandinu ýmsar jógastöður og æfingar sem styrkja jafnvægi, skerpa einbeitingu og hjálpa þeim við slökun. „Hugmyndin var að fá börnin til þess að standa upp frá sjónvarpinu og hreyfa sig. Það sem þetta gerir fyrir börn er að þau læra fyrst og fremst einbeitingu. Þau læra slökun og komast í betri tengingu við líkamann sinn.“ Hún segir að mörg dæmi séu um að börn sem finni fyrir óöryggi grípi til jógaæfinga. „Ég hef heyrt sögur þar sem jógað skilaði sér afar vel. Móðir lítillar stúlku hafði sam- band við mig og sagði mér hvernig dóttir hennar tókst á við ofsakvíða fyrir sprautu með æfingunum sem hún hafði lært í krakkajóganu.“ Hún segir að dýraríkið og nátt- úran séu áberandi í krakkajóga og þótt leikgleðin sé í fyrirrúmi er myndbandið í senn bæði fræðandi og örvandi fyrir ímyndunaraflið. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafa sýnt að börn læra best í gegnum hreyfingu og leik og að þeim þáttum sé hugað í myndbandinu. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Banani í stað eggja Þeir sem eru með eggjaofnæmi þurfa ekki að örvænta yfir því að missa af jólasmákökunum og sætabrauðinu sem fylgja jólahaldinu. Í stað þess að nota egg í bakstur, er hægt að nota banana. Banan- arnir hafa svipaða virkni í deiginu og gefa sætara bragð. Tónlistin í ræktinni Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að samkvæmt margra mati er tónlistin mikilvægasti þáttur í líkamsræktar- innar. Fréttatíminn fór í rannsóknar- leiðangur og spurði fólk úr öllum áttum hvað það væri sem helst yrði fyrir valinu við líkamsræktina. Við röðuðum niðurstöðunum saman í einn skotheldan líkamsræktar tón–lista. 1. Rocky Anthem: Það er fátt jafn hvetjandi og þemalag Rocky myndarinnar og það því vel til þess fallið að byrja á. Það getur líka verið fínt að hlusta á það í lok æfinga. Þá ertu ósigrandi. 2. Black Eyed Peas – I Gotta Felling: Að margra mati er Black Eyed Peas ómissandi félagi í ræktina. 3. Emininem – Loose your self: Ef að þú ert ennþá að ná þér í ræktargír- inn eftir hin tvö ætti þetta að gera útslagið. Yfir þessu ættir þú að vera orðin mátulega gírug/ur fyrir komandi átök. 4. Rammstein – Du hast: Þetta ættu flestir að þekkja. Lagið gefur góðan grunn og er kjörið til þess að fá útrás yfir. Komasvo. Pumpa! 5. Prodigy – Spitfire: Þetta ætti að halda þér við efnið. 6. Black Eyed Peas – Pump it: Titillinn einn og sér ætti að vera nóg til þess að hvetja örgustu sófakartöflur til þess að hreyfa sig. 7. Gísli Pálmi – Swagalegt: Það þurfa allir smá GP og í ræktinni er hann mjög fínn félagi. 8. Arcade Fire – Keep the car running: Það sem segir í titlinum. Ekki stoppa. 9. Aphex Twin - Vordhosbn: Þetta ætti að ná þér ágætlega niður. 10. Celine Dion – Think twice: Best er að ljúka æfingum með teygjum undir hádramatískum tónum. Við mælum með þessu. Tónlistin er að margra mati lykilatriði í líkamsræktinni og getur svo sannarlega virkað hvetjandi, sé hún rétt valin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.