Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 76

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 76
70 heilsa Helgin 7.-9. desember 2012  ASÓ litArefni getA hAft áhrif á hegðun bArnA Litarefnin fá að njóta vafans umfram börnin Vantar þig jólagjöf? Lágmúla - Laugavegi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Sauðárkróki Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 19 54 1 1/ 12 Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju GEYMDU BLAÐIÐ! SáraSmyrSl Fæst í heilsubúðum og apótekum www.annarosa.is Ég var með slæmt sár í 5 mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkubletti. Lena Lenharðsdóttir Merkingar Kötlu á rauðum piparkökuglassúr hafa vakið athygli. Merkingarnar eru samkvæmt nýrri reglugerð sem innleidd var á árinu. Ingibjörg Gunn- arsdóttir, prófessor í næringarfræðum, segir að notkunin ætti ekki að hafa teljandi áhrif á börn sé hún bundin við neyslu á piparkökum, einu sinni á ári, en bendir á að slík efni sé einnig að finna í sælgæti og margvíslegum orkudrykkjum. É g held að lykilspurningin í þessu öllu sam-an sé hvort rauður litur á piparkökum hafi svona ofboðslega sterkt tilfinningalegt gildi eða hvort að hvítt sé ekki bara alveg jafn fallegt,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði. Hún segir rauðan matarlit ónauðsynlegan, en segir jafnframt að fyrir þau sem ekki geti sleppt honum sé það eflaust í lagi, „svona til að gleðja augað einu sinni á ári á nokkrum piparkökum.“ Í vikunni vöktu athygli varúðarmerkingar á rauð- um piparkökuglassúr frá Kötlu. Á umbúðunum stend- ur nú: „Getur haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftir- tekt barna“. Í tilkynningu til fjölmiðla segir Katla að verið sé að uppfylla kröfur á gildandi reglugerðum sem til eru varðandi merkingar á matvælum. Reglugerðirnar hafa verið til um nokkurt skeið en lítið hefur borið á merkingum á borð við þær frá Kötlu. Svokölluð asó-litarefni hafa lengi verið umdeild en samkvæmt upplýsingum Frétta- tímans voru einhver þeirra bönnuð á Íslandi til ársins 1997 þar sem þau geta valdið ofnæmis- viðbrögðum. Grunur liggur á um að efnin hafi einnig óæskileg áhrif á börn. „Það var gerð rannsókn á breskum börnum þar sem hópi barna var gefinn skammtur sem samsvaraði allajafna neysluskammti breskra barna. Þetta var nokkuð vel útfærð íhlutun og í ljós kom að börnin sem neyttu litarefnanna áttu erfiðara með einbeitingu.“ Samkvæmt niðurstöðum bresku rannsóknar- innar sem framkvæmd var árið 2007 var sýnt fram á tengsl á milli neyslu litarefnanna og ofvirkni hjá börnum. Í kjölfar rannsóknarinnar var unnið að reglugerðum innan Evrópusam- bandsins og þar er nú er skylt að merkja matvæli sem innihalda litarefnin, með varúðarorðum. Slíkar reglur voru innleiddar hér á landi fyrr á þessu ári. „Ég held að margir hafi vonað að efnunum yrði kippt úr umferð, en ákvörðun virðist hafa verið tekin um að leyfa litnum að njóta vafans umfram börnin. Það er svolítið skrítið,“ segir Ingibjörg. Hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi rauður litur kjötáleggsins malakoff verið fjarlægður. „Einu sinni var boðið upp á rautt malakoff og mörgum þótti það hræðilega vont í smá tíma eftir að liturinn hvarf,“ segir Ingibjörg og hlær. Hún segir notkun litarins sé því frekar bundin við venjur og hefðir. „Það er líka mjög fallegt að skreyta með hvítu, bara alls ekkert síðra.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Ingibjörg Gunn- arsdóttir segir það undarlegt að litarefnin séu látin njóta vafans um- fram börnin. Það ætti þó að vera nokkuð hættulaust að nota efnin einu sinni á ári. Asó-litarefnin má sjá hér að neðan Efnin sem skylt er að merkja með varúðarmerkingu eru feitletruð. • Tartrasín (E102) • Kínólíngult (E 104) • Sólsetursgult (E110) • Ponceau 4R (E124) • Allúrarautt (E129) • Asórúbín (E122) • Amarant (E123)* • Rautt 2G (E128)* • Briljant svart PN (E151) • Brúnt FK (E154) • Brúnt HT (E155) • Litólrúbín BK (E180)* *einungis leyfilegt í takmörkuðum mæli í fáum tegundum matvæla. Rauður matarlit- ur er talinn hafa neikvæð áhrif á hegðun barna. Nú er skylt að merkja vörur sem innihalda efnin með varúðarorðum. „Það er líka mjög fallegt að skreyta með hvítu.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.