Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 82
M erce-des-Benz
hefur sent frá
sér alveg nýja
útgáfu af A-
Class týpunni sem var meðal
annars valin bíll ársins 2013 hér
á Íslandi fyrir skömmu. Þetta er
nettur fólksbíll, gullfallegur og
glæsilegur eins og Benz á kyn til.
Ég reynsluók bæði bensín- og
dísilbíl og kunni mjög vel við
báða. Eins og við er að búast er
bensínbíllinn allur kraftmeiri
og öflugri, minnir lítið eitt á
sportbíl. Dísilbíllinn er hins
vegar talsvert sparneytnari og
því skynsamlegri valkostur fyrir
fjölskyldur sem þurfa að skutla
börnum um allan bæ. Bensínbíll-
inn er þó tiltölulega sparneytinn.
Báðir eru ríkulega búnir alls
kyns aukabúnaði, svo sem bakk-
myndavél, sætishitara, regn-
skynjara, Bluetooth símabúnaði
og ýmsu fleiru, svo tilfinningin
við að keyra hann er miklu meira
eins og bíllinn sé alvörulúxus-
bíll en lítill fólksbíll. Því auðvitað
getur Benz aldrei verið annað
en lúxusbíll, sama hversu lítill
hann er.
Það er eitt-
hvað við Benz.
Kannski er
það hversu
hljóðlátur
hann er og vel
hljóðeinangraður? Maður líður
áfram í kyrrð – í nokkurs konar
dýrð í dauðaþögn, svo ég vitni nú
í vinsælasta poppara þjóðarinnar
um þessar mundir. Innrétting-
arnar eru sérstaklega vand-
aðar og klassískar, í Benz-staðli,
leðurklætt stýri með alla takka
innan seilingar, fallega hönnuð
sæti, mikið af ljósum um allan bíl,
öllum farþegum til þægindaauka.
Ytra útlitið er ekki lakara.
Grillið er Benz-legt og húddið
langt og fallegt þannig að þegar
horft er framan á bílinn lítur
hann alls ekki út eins og smábíll.
Vel fór um alla fjölskyldumeð-
limi í bílnum, börn sem full-
orðna. A-Classinn er lítill fólks-
bíll og því var ekki alveg nógu
rúmt um tvo barnastóla og ung-
ling í aftursæti og af þeim sökum
heldur erfitt að spenna börnin í
stólunum í bílbeltið. Best leið þó
eiginmanninum – sérstaklega
þegar hann fékk að sitja undir
stýri.
76 bílar Helgin 7.-9. desember 2012
ReynsluakstuR MeRcedes-Benz a-class
Dýrð í dauðaþögn
Reykjavík
Grjóthálsi 10
Sími 590 6940
Reykjavík
Skeifunni 5
Sími 590 6930
Hafnarfjörður
Hjallahrauni 4
(við Helluhraun)
Sími 590 6900
Kópavogur
Skemmuvegi 6
(bleik gata)
Sími 590 6935
Reykjanesbær
Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Sími 590 6970
www.adalskodun.is
Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu
og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn
taka á móti þér á þeim öllum. HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!
Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 18 ár
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-1
9
6
2
HJÁ AÐALSKOÐUN ER BÍLLINN
Í GÓÐUM HÖNDUM
HVAR HENTAR ÞÉR AÐ LÁTA SKOÐA?
...heitir pottar frá Lay-Z-Spa
Aðeins örfá stykki
tilboðsverð til jóla
99.000 kr.
Borgartún 36
105 Reykjavík
588 9747
www.vdo.is
Jólatilboð
Brautarholti 16 S.562 2104 www.kistufell.is
GOTT VERÐ GÆÐI Í 60 ÁR
Tímagír í
bílinn þinn
Vantar þig jólagjöf fyrir unglinginn ?
Hjá Ökuskólanum í Mjódd getur þú
fengið gjafabréf fyrir fræðilegt nám á :
bifreið, bifhjól og létt bifhjól
Góð þekking á umferðarmálum getur skipt sköpum um
velferð unglingsins.
Þarabakka 3 S. 567 0300
www.bilprof.is
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
„Innrétt-
ingarnar
eru sér-
staklega
vandaðar
og klass-
ískar.“
Plúsar
+ Sparneytinn
+ Fallegur
+ Vandaður
+ Veglegur aukabúnaður fáanlegur
Mínusar
÷ Erfitt að spenna börn í bílstólum
Helstu upplýsingar
Verð: Frá 4.640.000 kr.
Eyðsla: 3,8*
Afl: 109-211 hestöfl
Breidd: 178 cm
*lítrar/100km í blönduðum akstri
Maður líður áfram í dýrð í dauðaþögn undir stýri á nýjum
Mercedes-Benz A-Class því eins og aðrir Benzar er hann vand-
aður og hljóðlátur.