Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 92
86 skák Helgin 7.-9. desember 2012
Skákakademían
Carlsen er kóngurinn – en hvar er drottningin?
m á kynna fyrir ykkur nýjan heimsmeistara kvenna í skák: Anna Us-
henina heitir hún, 27 ára, og er frá
Úkraínu. Jafnvel gallharðir skák-
áhugamenn þurftu að gúgla nýja
heimsmeistarann, enda er hún
aðeins 38. stigahæsta skákkona
heims! En Anna Ushenina sigraði
sem sagt í útsláttarkeppni, þar
sem 64 skákkonur hófu leikinn,
þeirra á meðal Íslandsvinkonan
Hue Yifan heimsmeistari og
stjörnur á borð við Katrínu Lahno
frá Úkraínu og Humpy Koneru frá
Indlandi og rússnesku systurnar
Nadeshdu og Tatiönu Kosintseva.
Heimsmeistaramótið einkennd-
ist af mjög óvæntum úrslitum og
stigahæstu skákkonurnar strá-
féllu úr leik í fyrstu umferðunum,
uns þær Ushenina og Antoaneta
Stefanova frá Búlgaríu stóðu einar
eftir á sviðinu. Stefanova var talin
sigurstranglegri, enda hefur hún
borið heimsmeistartitil kvenna,
þótt hún hafi sigið niður stigalist-
ann. Þær tefldu fjögurra skáka
einvígi sem lauk 2-2, en Ushenina
hafði betur í atskákum og tryggði
sér heimsmeistaratitilinn. Í bili –
því á næsta ári þarf hún að mæta
Hue Yifan í einvígi og þar getur
okkar kínverska vinkona endur-
heimt titilinn. Judit Polgar er vita-
skuld drottning skákheimsins, en
hún hefur aldrei tekið þátt í heims-
meistarakeppni kvenna.
Undraverður árangur
Rimaskóla
Um síðustu helgi fór fram hið
árlega Jólaskákmót Skóla- og frí-
stundasviðs og Taflfélags Reykja-
víkur, og þar bættist enn einn
bikarinn við í safn Rimaskóla sem
sigraði af öryggi. Mótið var ætlað
börnum í 1.-7. bekk og sigursveit
Rimaskóla var skipuð þeim Nansý
Davíðsdóttur, Jóhanni Arnari
Finnssyni, Kristófer Halldóri
Kjartanssyni og Joshua Davíðs-
syni. Melaskóli varð í 2. sæti og
Kelduskóli hreppti bronsið.
Árangur Rimaskólakrakkanna
á síðustu árum er ekkert minna
en undraverður. Sveitir skólans
hafa unnið nánast óteljandi Ís-
lands- og Norðurlandameistara-
titla, og hver árgangurinn öðrum
sterkari kemur fram. Maðurinn á
bak við kraftaverkið í Grafarvogi
er Helgi Árnason skólastjóri, sem
af óþrjótandi elju, metnaði og
krafti hefur virkjað mörg hundruð
börn til þátttöku í þessu ævintýri.
Helgi hefur notið aðstoðar margra
snjallra skákþjálfara, auk þess að
virkja foreldra og aðra velunnara
skákíþróttarinnar. Skákin skipar
veigamikinn sess í Rimaskóla og
hefur sannað gildi sitt. Fjölmargar
erlendar rannsóknir hafa sýnt
fram á samhengi milli skákkunn-
áttu og námsárangurs, auk þess
sem skákiðkun eykur félagslega
færni barna og ungmenna. Víst er
um að þeir skólastjórnendur, sem
hafa hug á að byggja upp skáklíf
í sínum skólum, geta margt sótt
í smiðju til Helga Árnasonar og
samstarfsmanna hans í Rima-
skóla.
skákþRaUtin
Nú er það sjálfur
Humphrey Bogart
(1899-1957) einhver
mesti töffari kvik-
myndasögunnar sem
er í aðalhlutverki.
Bogart var ástríðu-
fullur skákmaður,
eins og allir alvöru
töffarar. Hann hefur
hvítt og á leik.
Hvítur leikur
og vinnur.
1.Hxg6+ hxg6 2.Dh8+ Kf7
3.Hh7 mát!
anna Ushenina er heimsmeistari en hún
er ekki drottningin...
Carlsen er ekki heimsmeistari en hann er
samt kóngurinn...
Risar glíma í London
Hið bráðskemmtilega ofur-
skákmót London Chess Classic
stendur nú yfir, og áhugamenn
um allan heim fylgjast spenntir
með. Magnus Carlsen, sem varð
22 ára hinn 30. nóvember, fékk
fljúgandi start og eftir sigra í
tveimur fyrstu hafði hann náð
því takmarki, sem margir töldu
óhugsandi: Að slá skákstigamet
Kasparovs, sem náði mest 2851
stigi. Með sigrum gegn McShane
og Aronian var Carlsen kominn
upp í 2856 stig en næsti form-
legi listi verður gefinn út um
áramótin.
Af öðrum keppendum í London
má nefna Vishy Anand heims-
meistara, sem kominn er niður í
7. sæti heimslistans þegar þetta
er skrifað, Hikaru Nakamura frá
Bandaríkjunum, Vladimir Kram-
nik frá Rússlandi og goðsögnin
Judit Polgar. Hægt er að fylgjast
með fréttum af þessu stórkost-
lega móti á www.skak.is og fylgj-
ast með beinum útsendingum á
www.chessbomb.is.
Humphrey Bogart. Mesti skáktöffari
allra tíma?
Lausn á þrautum síðustu viku
Vinningshafi síðustu
viku er Ingibjörg Ás-
geirsdóttir, Fálkagötu
15, 107 Reykjavík, og
fær hún sendar KenKen
talnaþrautabækurnar
frá Hólum.
Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til
3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4
o.s.frv.
Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í
hverjum dálki og hverri línu.
Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum,
kallast hólf.
Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er
augljóst hvaða tala á að koma þar.
Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá
fylgir þeim tala og eitthvert
stærðfræðitákn, þ.e. +, –,
x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 +
þá á summa talnanna í því
hólfi að vera samtals 5. Ef
talan er 2- þá á mismunur
talnanna að vera 2. Í erfiðari
þrautunum er svo einnig
margföldun og deiling.
svör við talnaþrautunum
má senda í hefðbundnum
pósti á ritstjórn Fréttatím-
ans, sætúni 8, 105 Reykja-
vík. Lesendur geta líka tekið
mynd af lausnunum með
símanum eða myndavél og
sent á netfangið
leikur@frettatiminn.is
Reglurnar eru einfaldar:
verðlaunaþrautir
talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatím-
inn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör
við gátunum og í hverri viku verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær KenKen-
bækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum.
Nafn
Heimili
Sími Netfang