Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 92

Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 92
86 skák Helgin 7.-9. desember 2012  Skákakademían Carlsen er kóngurinn – en hvar er drottningin? m á kynna fyrir ykkur nýjan heimsmeistara kvenna í skák: Anna Us- henina heitir hún, 27 ára, og er frá Úkraínu. Jafnvel gallharðir skák- áhugamenn þurftu að gúgla nýja heimsmeistarann, enda er hún aðeins 38. stigahæsta skákkona heims! En Anna Ushenina sigraði sem sagt í útsláttarkeppni, þar sem 64 skákkonur hófu leikinn, þeirra á meðal Íslandsvinkonan Hue Yifan heimsmeistari og stjörnur á borð við Katrínu Lahno frá Úkraínu og Humpy Koneru frá Indlandi og rússnesku systurnar Nadeshdu og Tatiönu Kosintseva. Heimsmeistaramótið einkennd- ist af mjög óvæntum úrslitum og stigahæstu skákkonurnar strá- féllu úr leik í fyrstu umferðunum, uns þær Ushenina og Antoaneta Stefanova frá Búlgaríu stóðu einar eftir á sviðinu. Stefanova var talin sigurstranglegri, enda hefur hún borið heimsmeistartitil kvenna, þótt hún hafi sigið niður stigalist- ann. Þær tefldu fjögurra skáka einvígi sem lauk 2-2, en Ushenina hafði betur í atskákum og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Í bili – því á næsta ári þarf hún að mæta Hue Yifan í einvígi og þar getur okkar kínverska vinkona endur- heimt titilinn. Judit Polgar er vita- skuld drottning skákheimsins, en hún hefur aldrei tekið þátt í heims- meistarakeppni kvenna. Undraverður árangur Rimaskóla Um síðustu helgi fór fram hið árlega Jólaskákmót Skóla- og frí- stundasviðs og Taflfélags Reykja- víkur, og þar bættist enn einn bikarinn við í safn Rimaskóla sem sigraði af öryggi. Mótið var ætlað börnum í 1.-7. bekk og sigursveit Rimaskóla var skipuð þeim Nansý Davíðsdóttur, Jóhanni Arnari Finnssyni, Kristófer Halldóri Kjartanssyni og Joshua Davíðs- syni. Melaskóli varð í 2. sæti og Kelduskóli hreppti bronsið. Árangur Rimaskólakrakkanna á síðustu árum er ekkert minna en undraverður. Sveitir skólans hafa unnið nánast óteljandi Ís- lands- og Norðurlandameistara- titla, og hver árgangurinn öðrum sterkari kemur fram. Maðurinn á bak við kraftaverkið í Grafarvogi er Helgi Árnason skólastjóri, sem af óþrjótandi elju, metnaði og krafti hefur virkjað mörg hundruð börn til þátttöku í þessu ævintýri. Helgi hefur notið aðstoðar margra snjallra skákþjálfara, auk þess að virkja foreldra og aðra velunnara skákíþróttarinnar. Skákin skipar veigamikinn sess í Rimaskóla og hefur sannað gildi sitt. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á samhengi milli skákkunn- áttu og námsárangurs, auk þess sem skákiðkun eykur félagslega færni barna og ungmenna. Víst er um að þeir skólastjórnendur, sem hafa hug á að byggja upp skáklíf í sínum skólum, geta margt sótt í smiðju til Helga Árnasonar og samstarfsmanna hans í Rima- skóla. skákþRaUtin Nú er það sjálfur Humphrey Bogart (1899-1957) einhver mesti töffari kvik- myndasögunnar sem er í aðalhlutverki. Bogart var ástríðu- fullur skákmaður, eins og allir alvöru töffarar. Hann hefur hvítt og á leik. Hvítur leikur og vinnur. 1.Hxg6+ hxg6 2.Dh8+ Kf7 3.Hh7 mát! anna Ushenina er heimsmeistari en hún er ekki drottningin... Carlsen er ekki heimsmeistari en hann er samt kóngurinn... Risar glíma í London Hið bráðskemmtilega ofur- skákmót London Chess Classic stendur nú yfir, og áhugamenn um allan heim fylgjast spenntir með. Magnus Carlsen, sem varð 22 ára hinn 30. nóvember, fékk fljúgandi start og eftir sigra í tveimur fyrstu hafði hann náð því takmarki, sem margir töldu óhugsandi: Að slá skákstigamet Kasparovs, sem náði mest 2851 stigi. Með sigrum gegn McShane og Aronian var Carlsen kominn upp í 2856 stig en næsti form- legi listi verður gefinn út um áramótin. Af öðrum keppendum í London má nefna Vishy Anand heims- meistara, sem kominn er niður í 7. sæti heimslistans þegar þetta er skrifað, Hikaru Nakamura frá Bandaríkjunum, Vladimir Kram- nik frá Rússlandi og goðsögnin Judit Polgar. Hægt er að fylgjast með fréttum af þessu stórkost- lega móti á www.skak.is og fylgj- ast með beinum útsendingum á www.chessbomb.is. Humphrey Bogart. Mesti skáktöffari allra tíma? Lausn á þrautum síðustu viku Vinningshafi síðustu viku er Ingibjörg Ás- geirsdóttir, Fálkagötu 15, 107 Reykjavík, og fær hún sendar KenKen talnaþrautabækurnar frá Hólum.  Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv.  Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu.  Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf.  Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar.  Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2- þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling. svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatím- ans, sætúni 8, 105 Reykja- vík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is Reglurnar eru einfaldar:  verðlaunaþrautir talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatím- inn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör við gátunum og í hverri viku verður dreginn út heppinn þátttakandi sem fær KenKen- bækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum. Nafn Heimili Sími Netfang
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.