Fréttatíminn - 07.12.2012, Page 100
Þ essi tegund af vinnustofu hefur alltaf verið til við skólann og hér höfum við verið að fást við
módernismann og þá helst Chekhov eða
Gorkí,“ segir Egill Heiðar. „Á þessu ári
ákváðum við bara að fara til Norðurlanda
og prufa Strindberg. Þennan geðveika
snilling sem er svo mikil ráðgáta.“
Vinnustofan er einnig nemendaleik-
hús og þegar vinnu Egils Heiðars og
útskriftarnemanna lýkur stendur til
að sýna samsuðu tveggja verka Strind-
bergs, Fröken Júlíu og Leikið að eldi.
„Það er svo gaman þegar maður er með
ungt fólk, sem er að læra þetta, að kynna
þau fyrir þessum mönnum sem mótuðu
þá tegund af leikhúsi sem við búum við í
dag. Og fara inn í þennan heim Strind-
bergs sem er svo magnaður.“
Fröken Júlía er eitt þekktasta verk
Strinbergs. Það gerist á Jónsmessunótt
og endar með skelfingu eftir að greifa-
dóttirinn Júlía táldregur vinnumann-
inn Jean. Egill Heiðar segir hitt verkið,
Leikið að eldi, oft talið til kómedíu en
sjálfur hafi Strindberg lýst því sem
tragikómedíu. Leikurinn gerst á einum
morgni sem endar með ósköpum þegar
spennan milli hjónanna Knúts og Krist-
ínar og Axels, sem er gestur á heimili
þeirra, nær hámarki.
„Þetta eru svo miklir umbrotatímar í
Evrópu og það blása svo miklir frelsis-
vindar um alla álfuna. Alls konar hug-
myndir um frelsi; stéttafrelsi, kvenfrelsi
og persónufrelsi og frelsi til sjálfssköp-
unar. Strinberg verður mjög fljótt gagn-
rýninn á þetta nýfengna frelsi. Ekki það
að hann vilji það ekki en hann bendir á
að þegar allir eigi að hafa algert pers-
ónufrelsi hljóti að verða árekstrar. Hann
er að benda samtímanum á komandi
vandamál.“
Egill Heiðar segir útskriftarárganginn
feikilega sterkan og áhugi krakkanna sé
brennandi. „Það er líka svo skemmtilegt
að leiða þetta unga fólk inn í það djöful-
lega helvíti sem mannleg samskipti eru í
verkum Strindbergs.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
LeikList sterkur útskriftarárgangur
Ungt fólk í samskiptavíti Strindbergs
Egill Heiðar Anton Pálsson leiðir
um þessar mundir útskriftarnema
í leiklist við LHÍ í gegnum þær
hremmingar sem sænska leikskáld-
ið August Strindberg setti pers-
ónur sínar í þegar bylgja frelsis
og kvenréttinda fór um Evrópu.
Egill Heiðar segir það tilviljun að
ákveðið hafi verið að takast á við
„þennan geðveika snilling“ núna,
þegar 100 ár eru liðin frá því að
hann lést.
Persónur og leikendur
Elma Stefanía - Kristín
„Hún er komin með
ógeð á jarðarberjum og
rjóma.“
Þorleifur - Knútur
„Lítill kall í stórum
jakkafötum.“
Þór - Jean
„Hann þjáist ef
minnimáttarkennd.“
Salóme - Júlía
„Greifadóttir sem er
alin upp sem strákur
vegna þess að mamma
hennar vildi sanna að
kynin væru jöfn. “
Thelma - Kristín
„Hún er rotin yfirstétt-
arfrú sem leitar að fyll-
ingu í hjartatómið.“
Arnar Dan - Axel
„Ástfanginn maður
sem gerir sér þó grein
fyrir því að hatrið er
ekki langt undan.“
Arnmundur - Jean
„Honum leiðist fólk
sem á hunda vegna
þess að það kann ekki
að bíta frá sér sjálft.“
Hafdís Helga - Júlía
„Af hverju vill enginn
leika við hana?“
Hildur Berglind - Júlía
„Hún er klikkuð.“
Oddur - Jean
„Útblásinn lítill
kall. Skemmtilegar
þversagnir í því.“
Danskur prestur í Norræna húsinu
Á sunnudag klukkan 20
í Norræna húsinu mun
danski presturinn, rithöf-
undurinn og fyrirlesarinn
Johannes Møllehave flytja
Íslendingum pistilinn „At
være eller ikke være“
sem er þá bein tilvitnun
í Hamlet Shakespeare.
Johannes hefur lengi verið
prestur í veldi Dana en er
fyrst og síðast þekktur
fyrir fyrirlestra sína sem spanna hin margvíslegustu efni, svo sem gleði og sorg, og
fjölda skálda, rithöfunda og heimspekinga, þ.m.t. Shakespeare, Søren Kirkegård,
Grundtvig, H.C. Andersen og Storm P.
Með Jóhannesi í Norræna húsinu verður enginn annar en Eysteinn Pétursson, vísna-
söngvari og gítarleikari, en hann hóf þá iðkun samhliða námi í eðlisfræði í Kaup-
mannahöfn á 7. áratug síðustu aldar. Þetta dútl hans hefur þó ekki farið hátt, uns hann
lét tilleiðast að gefa út plötu í lok síðasta árs. Plötunni hefur verið vel tekið af áhuga-
mönnum tónlistar og gagnrýnendum, og hefur Eysteinn komið fram nokkrum sinnum
á árinu, nú síðast á Restaurant Reykjavík á Airwaves hátíðinni („off venue“).
Dagskráin hefst sem fyrr segir klukkan 20 í Norræna húsinu á sunnudag og er á
vegum Dansk-íslenska félagsins.
Danskri prestur-
inn Johannes
Møllehave er
einn vinsælasti
fyrirlesari
Danmerkur.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Uppboð
á listaverkasafni
Gallerí Fold 1992–2012
sunnudaginn 9. desember kl. 16
og mánudaginn 10. desember kl. 18
Sérstakt uppboð á listaverkum úr búi
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldið
í Gallerí Fold.
Verkin verða sýnd föstudag 10–18,
laugardag 11–17, sunnudag 12–15 og mánudag 10–17.
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Silfur- og speglauppboð
1. – 12. desember
Myndlistaruppboð
8. – 17. desember
G
unnlaugur Blöndal
94 menning Helgin 7.-9. desember 2012