Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 108

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 108
 Viðskipti Noodle statioN færir út kVíarNar og opNar í HafNarfirði Uppskriftin kemur frá ömmu gömlu í Tælandi Veldið stækkar. Noodle Station hefur gengið vel á Skólavörðustíg síðustu þrjú ár. Eigandi staðarins er Charin Thaioprasert en hann er í útlöndum. Hér eru Nimit, Nok mamma hans og Jón yngri bróðir hans á nýja staðnum í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hari Þ etta hefur gengið mjög vel, alveg frábærlega,“ segir Nimit Thaipra-sert, einn aðstandenda veitinga- staðarins Noodle Station. Noodle Station var opnaður fyrir þrem- ur árum á Skólavörðustíg og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan. Svo mikilla að á dögunum var annar staður opnaður. Sá er að Bæjarhrauni 4 í Hafn- arfirði. Sami matseðill er á báðum stöð- unum; tælensk núðlusúpa með nautakjöti eða kjúklingi. „Svo vilja reyndar margir sleppa kjötinu, bæði grænmetisætur og aðrir. Og reyndar kemur líka fólk sem pantar auka kjöt eða auka núðlur,“ segir Nimit og hlær. Noodle Station er í eigu bróður Nimits, Charins Thaiprasert. Hann er í útlöndum og Nimit sér um sjoppuna á meðan. „Við mamma hjálpum honum að láta þetta ganga,“ segir hann. Mamma drengjanna, Nok, flutti með þá hingað til lands árið 1989. Hún hefur lengi starfað við veitingarekstur, síðast á tælenska veitingastaðnum Gullna hliðinu á Álftanesi. Ásamt henni réð þar ríkjum fósturfaðir drengjanna, Bogi Jónsson, sem á árum áður var kenndur við Bogarúllur. Bæði studdu þau duglega við bakið á Charin þegar hann opnaði staðinn. „Það var amma okkar sem átti upp- skriftina að núðlusúpunni,“ segir Nimit. „Amma kenndi mömmu uppskriftina og hún kenndi okkur svo að gera súp- una,“ segir hann ennfremur, en amma drengjanna rak súpusöluvagn í Tælandi og mamma þeirra aðstoðaði hana við rekstur hans. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Tælensku núðlusúpurnar á Noodle Station á Skólavörðustíg hafa slegið í gegn. Nú hefur nýr Noodle Station-staður verið opnaður að Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Uppskriftin að súpunni er áratugagömul frá ömmu eigandans í Tælandi. Michael Clayton, tvífari Robin Williams, plataði margan Íslend- inginn upp úr skónum. Á myndinni er „Robin Williams“ ásamt Jóhanni Jakobssyni veitingamanni. Ljósmynd: Jón Svavarsson.  ÁrNi sam eftirHerma bjó til fjölmiðlafÁr Flutti falskan Robin Williams til landsins „Þetta er góð saga og mér finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður en þetta var ekki ég.“ Bíókóngurinn Árni Samúelsson segir ýmsar skemmti- legar bransasögur í nýútkominni ævisögu sinni Árni Sam – Á fullu í 40 ár. Árni segir meðal annars frá því þegar hann bauð þekktri Robin Williams-eftirhermu til Íslands til þess að vekja athygli á frumsýningu gaman- myndarinnar Mrs. Doubtfire sem skartaði leikaranum vinsæla í aðalhlutverki. Hinn falski Robin Williams heitir Michael Clayton og þykir nauðalíkur hinum eina sanna. „Michael var svo nauðalíkur leikaranum að ómögulegt var að þekkja þá í sundur. Við létum út berast að stórstjarna væri að koma til Íslands,“ segir Árni í bókinni. „Fréttin flaug um allan bæ að stórleikari væri að koma á okkar vegum. Fréttastofurnar hlupu upp til handa og fóta. Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu hringdi í allt ættartréð, Magneu konu Alfreðs og fleiri, til að komast að því hver þetta væri. Enginn sagði neitt. Þegar við ókum suðureftir til að taka á móti honum sáum við að hjörð fjölmiðlamanna, þar á meðal Logi Bergmann, var líka á leiðinni.“ „Þetta er góð saga og mér finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður en þetta var ekki ég,“ segir Logi Bergmann fréttamaður og kannast ekki við að hafa rokið út á flug- völl í leit að Robin Williams. „Og ég er ekki einn af þeim sem myndu ekki þora að viðurkenna það.“ Sjálfsagt þætti mörgum það hafa komið vel á vondan ef Logi hefði fallið fyrir brellu bíókóngsins en Logi er al- ræmdur vinnustaðagrínari og hrekkjalómur. Hann býr yfir slíkri reynslu og þekkingu af gríni af þessu tagi að hann gaf á dögunum út Handbók hrekkjalómsins. -þþ Eiríkur í endurprentun Gagnrýnendur hafa keppst við að hlaða Eirík Örn Norðdahl lofi fyrir nýjustu bók hans, Illsku. Eiríkur hefur sjaldan eða aldrei fengið viðlíka viðtökur. Forlagið, útgefandi hans, veðjar á að bókaunnendur fari eftir leiðbeiningum gagnrýnenda og kaupi Illsku fyrir jólin. Af þeim sökum á að prenta annað upplag af bókinni. Bókin var í fyrstu prentuð í kilju en næsta upplag, um 1.500 eintök, verður innbundið. Jónas með í Höllinni Aðstandendur tónleikanna Hátt í Höllinni, sem verða í Laugardals- höll hinn 19. desember, kynntu tón- leikana á veitingastaðn- um Snaps í gær. Þar kom í ljós að Jónas Sigurðsson hefur bæst í hóp þess einvalaliðs sem treður upp. Áður hafði verið kynnt að þar koma fram Ásgeir Trausti, Hjálmar, Valdimar, Moses Hightower og Kiriyama Family. Uppselt er í stúku á Hátt í Höllinni en enn hægt að fá almenna miða. Á R N A S Y N IR util if. is SKÍÐAPAKKAR 20% AFSLÁTTUR ÞEGAR KEYPT ERU SKÍÐI, BINDINGAR OG SKÍÐASKÓR. 102 dægurmál Helgin 7.-9. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.