Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.10.2013, Side 10

Fréttatíminn - 18.10.2013, Side 10
NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 24 93 Kia cee’d Sportswagon EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 19 þús. km, dísil, 128 hö., 6 gíra, eyðsla 4,3 l/100 km*. Verð 3.890.000 kr. Kia Sorento EX Classic 4wd Árg. 2012, ekinn 43 þús. km, 197 hö., dísil, sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km*. Verð: 6.090.000 kr. Kia Sportage EX 4wd Árg. 2012, ekinn 32 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100 km*. Verð: 5.650.000 kr. Kia cee’d Sportswagon EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 30 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 5,6 l/100 km*. Verð 3.190.000 kr. Kia cee‘d LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 41 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km*. Verð 2.850.000 kr. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kia cee’d EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 4 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km*. Verð: 3.890.0 00 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Greiðsla á mánuði 28.311 kr. M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,49%. Kia cee’d Sportswagon LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 37 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, eyðsla 4,6 l/100 km*. Verð: 2.990.000 kr. 6 ár eftir af ábyrgð N ýjar norrænar næringarráðleggingar gera ráð fyrir meiri fitu og minna af kol­vetni í mataræðinu en áður. Aðaláhersl­ an er þó á mataræðið í heild sinni og mikilvægi þess að næring og orka komi úr góðu hráefni og samkvæmt ráðleggingunum er hvatt til neyslu á grænmeti, ávöxtum, berjum, baunum, fiski, jurtaolíum, heilhveiti, fitulitlum mjólkurvörum og kjöti. Mælt er með því að takmarka neyslu á rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sykri, salti og áfengi. Nýju ráðleggingarnar voru kynntar formlega í októberbyrjun, þetta er í fimmta skipti sem þær eru gefnar út en ráðleggingarn­ ar eru endurskoðaðar á átta ára fresti. „Helstu breytingarnar er áherslan á matar­ æðið í heild sinni,“ segir Ingibjörg Gunnars­ dóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, sem er í hópi þeirra íslensku vísinda­ manna sem tóku þátt í að móta ráðleggingarn­ ar. Nýja útgáfan er niðurstaða norrænar sam­ vinnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en yfir hundrað sérfræðingar hafa tekið þátt í endurskoðuninni. Ingibjörg leggur áherslu á að allir sem komu að vinnunni þurftu að skila inn upplýsingum um hagsmunatengsl til að tryggja hlutlausa aðkomu. „Ekkert okkar er að selja neitt,“ segir hún. Ráðlagt er 45­60% af heildarorkunni komi úr kolvetni, 25­40 % úr fitu og 10­20% úr próteini. Samkvæmt fyrri ráðleggingum var hlutfall kolvetnis 50­60% og hlutfall fitu 25­35%. Áfram stendur að minna en 10% orkunnar komi úr mettaðri fitu, 5­10% úr fjölómettuðum fitusýrum og minnst 1% úr omega 3­fitusýrum. Ráðlagt hlutfall einómettaðra fitusýra er meira í nýju viðmiðunum og hækkar úr 10­15% í 10­20%. Trefjaneysla er tiltekin í ráðleggingunum og mælt er með að daglega fái fólk 25­35 grömm af trefjum úr fæðunni, svo sem úr heilkorni, ávöxtum, berjum og baunum. Mælt er með aukinni neyslu á D­vítamíni, 10 mcg á dag fyrir börn yfir 2ja ára og fullorðna, í stað 7,5 mcg áður. Eldri borgurum er ráðlagt að neyta 20 mcg á dag. Tekið skal fram að skipting á orkugjöfunum kolvetni, próteini og fitu, sem og ráðlagðir dag­ skammtar af vítamínum og steinefnum, eins og birtist í norrænu ráðleggingunum á við heilbrigða einstaklinga. Þær eru meðal annars hugsaðar fyrir skipulag matseðla fyrir hópa fólks, svo sem á leikskólum, grunnskólum eða vinnustöðum. Framundan er nú vinna undir stjórn Embætt­ is landlæknis þar sem íslensku ráðleggingarnar verða teknar til endurskoðunar. Ingibjörg, sem einnig er deildarstjóri í næringarfræði við Há­ skóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknar­ stofu í Næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítalans, segir að við mótun íslenskra ráð­ legginga sé mikilvægt að taka tillit til mataræð­ is Íslendinga eins og það er í dag. Til dæmis hafi mataræði Íslendinga undanfarna áratugi verið mjög próteinríkt og því ekki ástæða til að leggja áherslu á aukna próteinneyslu í aðgerðum sem ætlað er að auka lýðheilsu. Eins er breytilegt milli landa hvaða fæðutegundir eru helstu upp­ sprettur vítamína og steinefna. Hún segir að ef mið er tekið af niðurstöðum landskönnunar á mataræði þjóðarinnar frá 2010­2011 og nýjar niðurstöður Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og LSH um breytingar á mataræði sex ára barna megi ætla að áfram verði lögð áhersla á að hvetja Íslendinga til aukinnar grænmetis­ neyslu auk þess sem gæði kolvetna verði líklega eitt af helstu áhersluatriðunum. Þar skipti máli að takmarka fínunnin kolvetni og auka neyslu á heilkorni sem kolvetnisgjafa ásamt kolvetnum úr ávöxtum og grænmeti. Þá þurfi að finna leiðir til að auka neyslu D­vítamíns. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  Heilsa MiNNka þarf Neyslu á fíNuNNu kolvetNi og auka í staðiNN Neyslu á HeilkorNi og ávöxtuM Nýjar norrænar næringarráðleggingar Meiri áherla er á mataræðið í heild sinni í nýjum norrænum nær- ingarráðleggingum. Þær gera ráð fyrir meiri fitu, minna kolvetni og gæðahráefnum. Framundan er endurskoðun á íslensku ráðleggingunum þar sem reikna má með aukinni áherslu á neyslu grænmetis og gæði kolvetna. Íslenski hópurinn sem vann að nýju norrænu ráðleggingunum. Frá vinstri: Ingibjörg Gunnars- dóttir, Laufey Steingrímsdóttir, Alfons Ramel, Inga Þórsdóttir, Þórhallur Ingi Halldórsson, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir og Ása Guðrún Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir. Ekkert okkar er að selja neitt. 10 fréttir Helgin 18.-20. október 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.