Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 4
LÉTT OG
LAKTÓSAFRÍ
SÚRMJÓLK
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Hurðaskellir og Stúfur undirbúa jólin
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
N-átt og él verða Na-laNdS,
eN léttSkýjað Syðra.
HöfuðborgarSvæðið: Léttskýjað og N kuL.
Hiti að degiNum, eN Næturfrost.
ÚrkomulauSt að Heita má um meSt allt
laNd og víða StjörNubjart.
HöfuðborgarSvæðið: Bjartviðri
og stiLLa eða a goLa.
geNgur í allHvaSSa N-átt með
SNjómuggu eða éljum NorðaNlaNdS.
HöfuðborgarSvæðið: strekkiNgsviNdur
af N og þurrt.
aðgerðarlítið,
en N-átt á sunnudag
það er ekki víst að allir átti sig á hvað
tíðin hefur verið sérstök að undanförnu.
október er einn úrkomusamasti mánuður
ársins, en nú stefnir í það að rigningar-
leysi suðvestanlands reykjavík
slái öll met og áfram verður
þurrt um helgina. Bjart um mest
allt land á morgun laugardag
og sums staðar smá strekk-
ingur. snýst í allhvassa N-átt
á sunnudag og þá má gera ráð
fyrir snjókomu eða éljum á
Norðurlandi og vestfjörðum.
3
1 0
1
4
1
0 -1 -2
2
1
-1 0 -1
2
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
þótt tveir mánuðir séu til jóla eru
Hurðaskellir og stúfur farnir að undir-
búa komu sína í bæinn.
færri alvarleg
hraðakstursbrot
alvarleg hraðakstursbrot eru færri í ár en
í fyrra. þetta má lesa úr bráðabirgðatölum
um hraðakstur frá ríkislögreglustjóra.
Árið 2012 voru alvarleg hraðakstursbrot,
sem geta varðað sviptingu ökuréttinda,
296 talsins en á þessu ári er fjöldi brota
kominn upp í 224. Hraðakstur getur leitt til
sviptingar ökuréttinda ökumanns ef hann
hefur orðið sekur um mjög vítaverðan
akstur ökutækis. flest brot sem varða
sviptingu eiga sér stað á þjóðvegum lands-
ins þar sem hámarkshraðinn er víðast hvar
90 kílómetrar á klukkustund. ef ökumaður
ekur á 141 kílómetra hraða eða meira
er hann sviptur ökuréttindum. flest slík
brot áttu sér stað í umdæmi lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, þar á eftir lög-
reglunnar á suðurnesjum, svo Hvolsvelli,
snæfellsnesi, selfossi og akureyri.
„You are in Control“ í
sjötta sinn
alþjóðlega ráðstefnan „You are in Control“
verður haldin í reykjavík í sjötta sinn
dagana 28.-30 október í Bíó Paradís.
Breiður hópur fagfólks heldur fyrirlestra
og vinnusmiðjur um hönnun, tónlist, bók-
menntir, tölvutækni, kvikmyndagerð og
myndlist. einn lykilfyrirlesara ráðstefnunn-
ar er oliver Luckett sem rekur fyrirtækið
„the audience“ og stýrir efni á samfélags-
miðlum fyrir rúmlega 300 einstaklinga
og fyrirtæki. dæmi um fyrirlesara eru
teemu suviala, grafískur hönnuður og
stofnandi eins fremsta hönnunarfyrirtækis
í finnlandi, kokoromoi, timo santala, sem
skipuleggur fjölbreytta viðburði sem hafa
það að markmiði að lífvæða og hressa
almenningsrými í Helsinki. Íslensku fyrir-
lesararnir á ráðstefnunni eru kristín maría
hönnuður sem hefur verið að ryðja sér
til rúms í matar- og upplifunarhönnun og
ingi rafn sigurðsson, stofnandi karolina
fund, sem er fyrsta og eina hópfjár-
mögnunarsíðan sem stofnuð hefur verið
hér á landi. Nánari upplýsingar má finna á
youareincontrol.is.
konur meirihluti stjórnar-
manna sa í lífeyrissjóðum
samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum
misserum unnið markvisst að því að jafna
kynjahlutföll fulltrúa sa í stjórnum lífeyris-
sjóða. af 27 aðalmönnum sem sa skipa
í stjórnir níu sjóða eru nú 15 konur en 12
karlar. að loknum aðalfundum sjóðanna
vorið 2012 skipuðu konur 46% sæta sem
sa skipuðu í en nú er hlutfallið orðið 56%
eftir að nýir stjórnarmenn voru skipaðir,
að því er fram kemur á síðu sa. verkalýðs-
hreyfingin tilnefnir einnig 27 aðalmenn
í stjórnir sjóðanna. þann 1. september
síðastliðinn tóku gildi lög sem kveða á um
að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en
40% í stjórnum lífeyrissjóða. - jh
jólin nálgast óð-
fluga og jólasvein-
arnir Hurðaskellir
og stúfur eru að
undirbúa komu
sína í bæinn til að
gleðja alla með
söng, gríni og gleði.
þeir bræður eru
með harmonikkuna
sína með sér og
syngja og tralla
fyrir þá sem vilja fá
þá í heimsókn. þó að þeir séu að verða
700 ára gamlir láta þeir ekki deigan síga
og hlakka mikið til
jólanna, eins og allir
landsmenn.
það er magnús Ólafs-
son leikari sem mun
taka á móti þeim og
leiðbeina þeim við
komuna í bæinn – en
stúfur ku tengjast
hinum góðkunna
útvarpsmanni þor-
geiri Ástvaldssyni
fjölskylduböndum.
F ramkvæmdir eru hafnar við gerð gjaldskyldra bílastæða í Guðrún-artúni, áður Sætúni, í Reykjavík. Á
næstu vikum og mánuðum fjölgar gjald-
skyldum stæðum á svæðinu um ríflega
200 vegna óska frá bæði íbúum og fyrir-
tækjum á svæðinu. Er þar ýmist um að
ræða gjaldsvæði 2 eða 3 eins og sést á
meðfylgjandi korti. Ódýrast er að leggja í
stæði á gjaldsvæði 3 þegar til lengri tíma
er litið.
„Ástæðan er mikil þörf fyrir bílastæði á
þessu svæði og mesta þörfin er fyrir við-
skiptavini sem eiga þarna leið um og fá
ekki stæði. Þarna hefur atvinnustarfsemi
aukist mikið, starfsmönnum fjölgar en
bílastæðum fækkar,“ segir Kolbrún Jónat-
ansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæða-
sjóðs Reykjavíkur. Tilgangurinn er einnig
að skapa aukið svigrúm fyrir bíla íbúa á
svæðinu. Íbúar með lögheimili við götu
þar sem bílastæði eru gjaldskyld eiga
þess kost að fá bílastæðakort íbúa. Þau
heimila ótakmörkuð not af bílastæðum
fyrir einn bíl innan viðkomandi íbúasvæð-
is fyrir 6 þúsund krónur á ári.
Kaffitár á Höfðatorgi við Borgartún
er eitt þeirra fyrirtækja sem stendur við
götu þar sem bílastæði verða brátt gjald-
skyld. „Þetta kemur sér ekki illa fyrir
starfsfólk okkar sem flest notar Strætó,“
segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri
Kaffitárs, en kaffihúsið er í göngufjar-
lægð frá Hlemmi. „Hins vegar óttast ég að
stæðin eigi ekki eftir að nýtast sem skyldi
ef margir eru með bílastæðakort og eru
í stæðinu allan daginn. Það er þó mjög
erfitt fyrir að fá stæði hér. Hugmynda-
fræðin á bak við þetta er fín. Við þurfum
að þétta byggð og nýta meira almennings-
samgöngur. Það kemur svo í bara í ljós
hvernig þetta gengur,“ segir hún.
Að sögn Kolbrúnar hafa forsvarsmenn
Höfðatorgs óskað eftir gjaldskyldu fyrir
utan bygginguna, en þegar er gjaldskylda
á hluta af einkareknum bílastæðakjall-
ara undir Höfðatorgi. Reykjavíkurborg
er meðal þeirra sem eru með skrifstofur
í byggingunni og verður gjaldskylda 2 í
stæðin þar fyrir utan. „Reykjavíkurborg
tekur á móti fjölda íbúa á degi hverjum
en stæðin eru yfirleitt full frá klukkan 8 á
morgnana til 4 síðdegis. Verslanir þarna
hafa einnig átt erfitt uppdráttar því við-
skiptavinir fundu ekki bílastæði,“ segir
Kolbrún. Ekki er ljóst hvenær umrætt
svæði verður að fullu gjaldskylt en gjald-
skyldan verður smátt og smátt tekin þar
upp á næstu vikum og mánuðum.
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Stæðin
eru yfir-
leitt
full frá
klukkan 8
á morgn-
ana til 4
síðdegis.
samgöngumál gjaldskylda viðbrögð við bílastæðavanda
Yfir 200 bílastæði gerð gjaldskyld
gjaldskylda verður tekin upp í áföngum á næstu vikum og mánuðum í nágrenni Höfðatorgs. um
er að ræða ríflega 200 bílastæði sem ýmist verða felld undir gjaldskyldu 2 eða 3. Fjöldi fyrir-
tækja er á svæðinu og mikill bílastæðavandi hefur verið þar um hríð. gjaldtökunni er ætlað að
koma bæði til móts við íbúa og fyrirtæki.
gjaldskrá
Ra
uð
ar
ár
st
íg
ur
Borgartún
Gu
ðrú
nar
tún
(Sæ
tún
)
Þ
ór
un
na
rtú
n
(S
kú
la
tú
n)
Bríetartún (Skúlagata)
Gjaldsvæði 1: 225 kr. klst.
miði keyptur á gjaldsvæði 1 gildir á gjaldsvæði 1, 2, 3 og 4.
Gjaldsvæði 2: 120 kr. klst.
miði keyptur á gjaldsvæði 2 gildir á gjaldsvæði 2, 3 og 4.
Gjaldsvæði 3: 80 kr. fyrsta og önnur klst. og 20 kr.
hver klst. eftir það. miði keyptur á gjaldsvæði 3 gildir
eingöngu á gjaldsvæði 3.
mánaðarlegur kostnaður við notkun bílastæðis á gjalds-
væði 3 er áætlaður um 4000 krónur á mánuði, allt eftir
því hve langan tíma notandinn kaupir í einu. Á gjaldsvæði
3 er dýrast að kaupa einn og einn dag í einu, en ódýrast
að kaupa til dæmis 2-3 vikur í senn.
Gjaldsvæði 4: 120 kr. klst.
miði keypur á gjaldsvæði 4 gildir eingöngu á gjaldsvæði 4
Heimild: Bílastæðasjóður.isÁ bláa svæðinu verður tekin upp gjaldskylda 2 en gjaldskylda 3 á því græna.
Bílastæði við guðrúnartún sem áður voru gjaldfrjáls tilheyra brátt gjaldsvæði 3. framkvæmdir við bílastæðin eru þegar hafnar.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
4 fréttir Helgin 25.-27. október 2013