Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 8
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
9
2
0
3
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
SPARNEYTNIR
OG VANDAÐIR
www.nissan.is
100% RAFKNÚINN
NISSAN LEAF
NISSAN QASHQAI
4x4, DÍSIL
NISSAN JUKE
ACENTA, DÍSIL
Komdu og kynntu þér kosti LEAF
Verð: 4.990 þús. kr.
Verð: 3.690 þús. kr.
GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070
IB ehf. / Selfossi / 480 8080
NÝR DÍSIL
5,1
l/100 km
4,2
l/100 km
0,0
l/100 km
500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI
FYLGIR NÝJUM QASHQAI
KAUPAUKI: Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB
Fjárhagsáætlun gert ráð Fyrir 642 milljóna króna aFgangi
Fasteignaskattar lækkaðir í Kópavogi
Gert er ráð fyrir að rekstrarafgang-
ur Kópavogsbæjar verði um 642
milljónir króna á næsta ári. Þetta
kemur fram í tillögu að fjárhags-
áætlun ársins 2014 sem meirihlut-
inn lagði fram til fyrri umræðu á
fundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni.
Þar er lagt til að fasteignaskattur
á íbúðarhúsnæði verði lækkaður
annað árið í röð og að skuldir verði
áfram lækkaðar um rúma tvo millj-
arða að teknu tilliti til verðbóta, að
því er fram kemur í tilkynningu
bæjarins.
„Í áætluninni er gert ráð fyrir,“
segir enn fremur, „að fasteigna-
skattur á íbúðarhúsnæði lækki úr
0,29% í 0,27% eða um tæp 7%. Þessi
sami skattur var lækkaður um
9,4% á þessu ári. Einnig er lagt til
að vatnsskattur lækki, sömuleiðis
annað árið í röð, og nú úr 0,12% af
fasteignamati í 0,10%. Áður lækk-
aði hann um 11,1%. Þetta þýðir, svo
dæmi sé tekið, að fasteignagjöld á
134 fermetra íbúð lækka í krónum
talið um rúmlega 30 þúsund krón-
ur frá álagningarárinu 2012, miðað
við fasteignamat ársins 2014. Aðrir
skattar og gjöld verða óbreytt á milli
ára eða hækka í samræmi við vísi-
tölu fjárhagsáætlunarinnar.“ -jh
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í
Kópavogi, með ungum bæjarbúum.
Mynd/Kópavogur.is
Í slandsstofa, ásamt Grænlensk-ís-lenska viðskiptaráðinu og Flug-félagi Íslands, skipulagði þátttöku
íslenskra fyrirtækja í kaupstefnu í
Nuuk á Grænlandi sem nú stendur yfir
en kaupstefnan hófst í gær, fimmtudag
og stendur fram á laugardag, 26. októ-
ber. Fyrirtækjum gefst á kaupstefn-
unni kostur á að taka þátt í sýningu í
menningarhúsinu Katuaq og jafnframt
að eiga fundi með grænlenskum fyrir-
tækjum.
Markmið kaupstefnunar er að auka
viðskiptaleg tengsl milli landanna en
einnig að kynna grænlenskum almenn-
ingi það vöru- og þjónustuframboð sem
íslensk fyrirtæki hafa upp á að bjóða.
„Þetta er því,“ að því er fram kemur hjá
Íslandsstofu, „einstakt tækifæri fyrir
fyrirtæki sem hafa áhuga á grænlenska
markaðnum til að hitta heimamenn og
stofna til viðskiptasambanda þar.“
Undirbúningshópur vann náið með
aðalræðismanni Íslands í Nuuk en
aðalræðisskrifstofa var opnuð þar
fyrr á árinu. Meginhlutverk hennar
er einmitt að efla viðskiptasamvinnu
landanna, vinna að auknum menn-
ingarsamskiptum og verkefnum sem
tengjast norðurslóðasamstarfi.
Pétur Ásgeirsson tók við sem aðal-
ræðismaður Íslands í Nuuk í júlí síðast-
liðnum. Starfsfólk Flugfélags Íslands
óskaði Pétri sérstaklega til hamingju
með nýja starfið og fagnaði því, að því
er fram kom á síðu félagsins, að utan-
ríkisráðuneytið opnaði útibú á Græn-
landi þar sem aukin tækifæri liggja í
samskiptum Íslands og Grænlands í
viðskiptum og menningu. Flugfélag Ís-
lands heldur uppi reglubundnu flugi til
Grænlands, til Kulusuk á austurströnd-
inni, höfuðstaðarins Nuuk, Narsar-
suaq, Ilulissat og Ittoqqortoormiit en
félagið flýgur tvisvar í viku til Mittarfik
Nerlerit Inaat eða Constable Point-flug-
vallar og reglulegar þyrluferðir eru
þaðan til Ittoqqortoormiit.
Þetta er fjórða árið í röð sem kaup-
stefnan er haldin og hefur þátttaka
íslenskra fyrirtækja aldrei verið meiri.
Eftirtalin fyrirtæki taka þátt í sýning-
unni í Nuuk í ár: Altak, Arctic Servi-
ces, Arion banki, Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar, Borgarplast, DB Schen-
ker Iceland, Eimskip, Faxaflóahafnir,
Flugfélag Íslands, Hafnarfjarðarhöfn,
Hafnarnes, Ikea, Ísmar, Jónar Tran-
sport, Landsvirkjun, Lindex, Mann-
vit, Mælibúnaður, Norðlenska, Oddi,
PricewaterhouseCoopers, Rafnar, Sam-
skip, Seigla ehf., Sláturfélag Suður-
lands, Thorice, TVG-Zimsen, Umbúðir
& Ráðgjöf, Verkís og Viðskiptaráð Ís-
lands.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Viðskipti tengsl aukin milli Íslands og grænlands
Mikill áhugi á við-
skipt um við Grænland
Kaupstefnan í
Nuuk á Græn-
landi, sem nú
stendur yfir er,
einstakt tækifæri
fyrir fyrirtæki
sem hafa áhuga
á grænlenska
markaðnum.
Markmið hennar
er að auka við-
skiptaleg tengsl
milli Grænlands
og Íslands. Aldrei
hafa fleiri íslensk
fyrirtæki tekið
þátt.
Pétur Ásgeirsson aðalræðismaður á flugvellinum í Nuuk. Nú stendur yfir kaupstefna en þátttöku íslenskra fyrirtækja
skipulagði Íslandsstofa, ásamt Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu og Flugfélagi Íslands. Kaupstefnan var undirbúin í náinni
samvinnu við aðalræðismanninn. Mynd/Síða Flugfélags Íslands
8 fréttir Helgin 25.-27. október 2013