Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 21
20.–27. OKTÓBER Krakkar á öllum aldri eru hvair til að vera með og lesa skemmtilegar bækur og skólaefni. 100 vinningshafar verða dregnir út að Lestrarviku lokinni og hljóta veglega vinninga. Auk þess munum við daglega draga út nöfn heppinna þátakenda og senda þeim skemmtilega bókavinninga. Lestrarhestur Arion banka verður svo valinn í lok vikunnar og hlýtur hann iPad spjaldtölvu í verðlaun. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is/lestrarvika GÓÐA SKEMMTUN! LESUM SAMAN ÞAÐ ER ENN HÆGT AÐ SKRÁ SIG ildarmyndinni Who the Fuck Is Jackson Pollock? Þar kemur fram að þessi kona sé búin að ...“ „Ekki segja of mikið! Þetta má eiginlega ekki koma fram,“ grípur Ólafía Hrönn skyndilega fram í. „Jæja. List getur samt ekki fundist eða þrifist við aðstæður þar sem elítan á að ákveða hvað sé list,“ heldur Pálmi áfram eftir nýjum brautum. „Þetta er ekki merkt. Það getur vel gerst að ein- hver finni eitthvert Pollock-verk á skransölu, sem einhver kona í hjólhýsi kaupir fyrir þrjá dollara. Ómerkt. Það er bara eins og það sé óyfirstíganlegur þröskuldur fyrir elítuna að viðurkenna að það sé list. Að það sé ekta.“ „En ég er pínulítið sammála þessu vegna þess að það er líka verið að selja nafn þegar maður er að kaupa myndlist,“ segir Ólafía Hrönn. „Þetta snýst í rauninni ekki bara um málverkið. Ég meina, myndlistarmaður sem deyr hann hækkar í verði. Það er ekki bara verið að horfa á sjálfa myndlistina. Í öllu stóra samheng- inu snýst þetta um nafnið og hvað búið er að ákveða á markaðnum.“ „Já, það eru dálítið peningarnir sem ákveða þetta,“ tekur Pálmi undir og nefnir sem dæmi að auð- ugur listaverkasafnari þurfi ekki annað en byrja að sanka að sér verkum ákveðins listamanns til þess að hann snarhækki í verði. „Tökum til dæmis bara Stórval,“ grípur Ólafía Hrönn inn í. „Ég meina þetta varð allt í einu trendí stöff og þegar hann dó þá urðu myndirnar hans bara fokdýrar. Og mjög eftirsóttar. Ég gæti kannski alveg málað svona mynd en það er ekki málið. Þetta verður að vera hann. Nafnið. Það er bara þannig.“ Bannað að segja frá! En aftur að leikritinu sjálfu. Ólafía Hrönn leikur semsagt konu sem telur sig eiga ósvikið en ómerkt verk eftir Pollock í fórum sínum. „Og til hennar er sendur virtur listfræðingur frá Metropo- litan Museum of Art. Hann er hátt skrifaður hjá elítunni og mikill fræðimaður og á að meta þetta verk...“ „Ekki meta það, heldur segja til um hvort þetta sé ...“ Skýtur Ólafía Hrönn inn í. „Jájá, meta hvort það sé Pol- lock.“ heldur Pálmi áfram. „En eins og Pálmi var að segja þá er það svo yndislegt við verkið að þarna koma saman mann- eskjur sem geta varla verið ólíkari. Þessar manneskjur verða að hittast og samskipti þeirra eru náttúrlega mjög skemmtileg út af því.“ „Já. Hann kemur svona og þykist sjá það strax að...,“ byrjar Pálmi en Ólafía Hrönn stoppar hann enn og aftur. „Ekki segja það! Mér finnst þurfa að passa ofsalega að gefa ekki upp...“ „Jájá. Þetta er dálítið spennandi söguþráður...“ Bakkar Pálmi. „Og fólk má til dæmis ekki vita þetta. Veistu það, þetta er nefnilega eins og að fylgjast með réttarhöld- um, þetta leikrit. Það má koma fram. Þú ert alltaf að skipta um skoðun og sveiflast á milli þeirra. Það er það sem er svo skemmti- legt,“ segir Ólafía Hrönn. „Já. Við sjáum svo fyrir rest að þetta eru hvort tveggja náttúrlega bara manneskjur sem eru þegar upp er staðið ekkert svo ólíkar. Ég veit eiginlega ekki hvað má segja,“ segir Pálmi og hlær. „Ég er svo mikið að tala af mér hérna.“ Og Ólafía Hrönn hlær með. Einþáttungur um rjúpu Spjallið berst um víðan völl eftir að ljóst þykir að fátt megi segja um innihald verksins og þá kemur með- al annars á daginn að þau Pálmi og Ólafía þrá bæði að komast á rjúpu í haust. Pálmi: „Þessi vinna er nú þannig að maður kemst ekkert á þessar Framhald á næstu opnu Ólafía Hrönn og Pálmi Gestsson sitja vel í hlutverkum ólíkra manneskja sem takast á um gildi listarinnar og lífsins í hjólhýsi sem persóna Ólafíu Hrannar býr í. Hér máta þau sig við leikmyndina, að vísu ekki komin í búninga sína og gervi. Ljósmynd/Hari viðtal 21 Helgin 25.-27. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.