Fréttatíminn - 25.10.2013, Síða 50
50 matur & vín Helgin 25.-27. október 2013
vín vikunnar
– fyrst og fre
mst
ódýr!
589
Verð áður 849 kr. kg
Goða súpukjöt í poka
kr.
kg
30%afsláttur
Kjötsúpu-daGar!
Íslendingar voru lengi að upp-
götva hversu mikið sælgæti
þorskur getur verið. Sér í lagi
ef rétt er með hann farið. Við
fengum Hrafnkel Sigríðarson,
matreiðslumann á Vox og
meðlim í Kokkalandsliðinu, til
að deila með okkur spennandi
uppskrift.
Bakaðir laukar;
1 skalottulaukur á mann
Gróft salt
Skalottulaukar skornir í
tvennt þvert eftir miðju og
lagðir ofan á gróft salt í ofn-
skúffu og bakaðir við 180°C í
u.þ.b 15 mín eða þar til að þeir
eru alveg lausir úr hýðinu.
kartöflur;
Rauðar íslenskar kartöflur,
c.a. 4 á mann
Salt og pipar eftir smekk
Olía
Kartöflurnar
skornar í
tvennt og
velt upp úr
olíu, salti og
pipar. Lagðar
á ofnabakka
þannig að
sárið snúi upp
og bakaðar
við 180°C í
20 mín eða
þar til að eru
klárar.
Gulrófu- og grænkáls-
salat;
1 haus af gulrófu
1 búnt af góðu grænkáli, t.d.
Sólheima
Eplaedik
Ólívuolía
Salt
Gulrófan afhýdd og rifin á
grófasta hlutanum á rifjárni.
Grænkálið rifið niður í
höndunum í smá bita og
skolað í ísköldu vatni. Rétt
áður en að sest er til borðs er
grænmetinu blandað saman
og smakkað til með eplaediki,
olíu og salti.
Lauksósa;
1 stór laukur
1 hvítlauksgeiri
1/2 l grænmetissoð eða 1/2 l
vatn og grænmetiskraftur
100g smjör, skorið í teninga
Salt og pipar
Olía
Smjör
Laukurinn og hvítlaukurinn
saxaður smátt. Steikt í
potti þar til það er byrjað
að létt brúnast þá er
soðinu/grænmetis krafti
og vatni bætt við og hitað
upp að suðu. Látið malla
í u.þ.b. 1 klukkutíma eða
þar til að laukurinn er
maukeldaður. Síðan er allt
í pottinum maukað saman
með töfrasprota (eða öllu
helt í mat-
vinnsluvél),
bætið við köldu
smjöri í teningum
út á meðan sósan
er maukuð og að lokum
smökkuð til með salti og
pipar.
Hunangs gljáður þorskur
200g ferskur þorskur í hvern
skammt
fljótandi hunang
Olía
Salt
Þorskurinn skorinn í skammta
og saltaður vel, látið þorskinn
standa við stofu hita í u.þ.b.
10 mín á meðan. Hunangi og
olíu blandað saman í hlutföll-
unum 1 á móti einum. Smyrjið
þorskinn með hunangs og
olíu blöndunni. Hitið pönnu,
passið að hún sé vel heit,
og þurrsteikið (engin olía í
pönnuna) þorskinn á einni
hlið í u.þ.b. 1-2 mín, passið að
brenna ekki hunangið. Snúið
þorskinum við og færið á
ofnabakka og klárið að elda
hann inn í ofni u.þ.b. 4 mín en
fer eftir þykkt bitanna.
Með þessu mæli ég með
að drukkið sé Matua Valley
Pinot Noir.
Jacob's Creek
Semillon
Chardonnay
Gerð: Hvítvín.
Þrúgur: Semillon
og Chardonnay.
Uppruni:
Ástralía, 2011.
Styrkleiki: 10,9%.
Verð í Vínbúð-
unum: 1.899 kr.
Umsögn: Frískur
Chardonnay í
léttari kantinum.
Ástralirnir eru
góðir í að
fjöldaframleiða
þessi vín. Þetta
stendur fyllilega
fyrir sínu.
Paul Jaboulet
Les Jalets Cro-
zes Hermitage
Gerð: Rauðvín.
Þrúga: Syrah.
Uppruni: Frakk-
land, 2010.
Styrkleiki: 13%.
Verð í Vínbúð-
unum: 3.199 kr.
Umsögn:
Kryddað og
skemmtilegt vín.
Passar vel með
helgarsteikinni
og vel þrosk-
uðum ostum.
House of
Morandé
Gerð: Rauðvín.
Þrúgur: Caber-
net Sauvignon
69%, Cabernet
Franc 19%,
Carignan 11%,
Carmenere 1%.
Uppruni: Chile,
2008.
Styrkleiki: 14,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 5.490 kr.
Umsögn:
Gríðarlega gott
vín. Virkilega
vel heppnuð
blanda, flókið
og skemmtilegt
bragð. Gott að
eiga í skápnum
þegar þú vilt
heilla yfir-
manninn þegar
hann kemur í
heimsókn.
Lífrænt og ljúft
Framleiðsla á lífrænum vínum færist sífellt í vöxt. Við fram-
leiðslu á þeim er ekki notast við skordýraeitur og sitt-
hvað fleira sem hefðbundnir
framleiðendur nota.
Þetta spænska Rioja-vín
er flottur sendiherra
lífrænu byltingarinnar.
Þú þarft ekki að vera latté
lepjandi lopatrefill til að njóta þess en ef þú vilt ganga
treflunum á hönd er ágætt fyrsta skref að prófa þetta vín.
Ecco Marques de Vitoria
Gerð: Rauðvín.
Þrúga: Tempranillo.
Uppruni: Spánn, 2012.
Styrkleiki: 13,5%.
Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr.
Undir 2.000 kr. 2.000-4.000 kr. Yfir 4.000 kr.
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Réttur vikunnar
Hunangsgljáður þorskur, bakaðir laukar og kartöflu-
smælki, gulrófu- og grænkálssalat með lauksósu
Matua Valley Pinot Noir
Gerð: Rauðvín
Þrúga: Pinot Noir
Uppruni: Nýja Sjáland
Styrkleiki: 13%
Verð í Vínbúðunum: 2.499 kr.
SÁRAEINFALT
OG UNAÐSLEGA GOTT
Fréttatíminn mælir með