Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 50
50 matur & vín Helgin 25.-27. október 2013  vín vikunnar – fyrst og fre mst ódýr! 589 Verð áður 849 kr. kg Goða súpukjöt í poka kr. kg 30%afsláttur Kjötsúpu-daGar! Íslendingar voru lengi að upp- götva hversu mikið sælgæti þorskur getur verið. Sér í lagi ef rétt er með hann farið. Við fengum Hrafnkel Sigríðarson, matreiðslumann á Vox og meðlim í Kokkalandsliðinu, til að deila með okkur spennandi uppskrift. Bakaðir laukar; 1 skalottulaukur á mann Gróft salt Skalottulaukar skornir í tvennt þvert eftir miðju og lagðir ofan á gróft salt í ofn- skúffu og bakaðir við 180°C í u.þ.b 15 mín eða þar til að þeir eru alveg lausir úr hýðinu. kartöflur; Rauðar íslenskar kartöflur, c.a. 4 á mann Salt og pipar eftir smekk Olía Kartöflurnar skornar í tvennt og velt upp úr olíu, salti og pipar. Lagðar á ofnabakka þannig að sárið snúi upp og bakaðar við 180°C í 20 mín eða þar til að eru klárar. Gulrófu- og grænkáls- salat; 1 haus af gulrófu 1 búnt af góðu grænkáli, t.d. Sólheima Eplaedik Ólívuolía Salt Gulrófan afhýdd og rifin á grófasta hlutanum á rifjárni. Grænkálið rifið niður í höndunum í smá bita og skolað í ísköldu vatni. Rétt áður en að sest er til borðs er grænmetinu blandað saman og smakkað til með eplaediki, olíu og salti. Lauksósa; 1 stór laukur 1 hvítlauksgeiri 1/2 l grænmetissoð eða 1/2 l vatn og grænmetiskraftur 100g smjör, skorið í teninga Salt og pipar Olía Smjör Laukurinn og hvítlaukurinn saxaður smátt. Steikt í potti þar til það er byrjað að létt brúnast þá er soðinu/grænmetis krafti og vatni bætt við og hitað upp að suðu. Látið malla í u.þ.b. 1 klukkutíma eða þar til að laukurinn er maukeldaður. Síðan er allt í pottinum maukað saman með töfrasprota (eða öllu helt í mat- vinnsluvél), bætið við köldu smjöri í teningum út á meðan sósan er maukuð og að lokum smökkuð til með salti og pipar. Hunangs gljáður þorskur 200g ferskur þorskur í hvern skammt fljótandi hunang Olía Salt Þorskurinn skorinn í skammta og saltaður vel, látið þorskinn standa við stofu hita í u.þ.b. 10 mín á meðan. Hunangi og olíu blandað saman í hlutföll- unum 1 á móti einum. Smyrjið þorskinn með hunangs og olíu blöndunni. Hitið pönnu, passið að hún sé vel heit, og þurrsteikið (engin olía í pönnuna) þorskinn á einni hlið í u.þ.b. 1-2 mín, passið að brenna ekki hunangið. Snúið þorskinum við og færið á ofnabakka og klárið að elda hann inn í ofni u.þ.b. 4 mín en fer eftir þykkt bitanna. Með þessu mæli ég með að drukkið sé Matua Valley Pinot Noir.  Jacob's Creek Semillon Chardonnay Gerð: Hvítvín. Þrúgur: Semillon og Chardonnay. Uppruni: Ástralía, 2011. Styrkleiki: 10,9%. Verð í Vínbúð- unum: 1.899 kr. Umsögn: Frískur Chardonnay í léttari kantinum. Ástralirnir eru góðir í að fjöldaframleiða þessi vín. Þetta stendur fyllilega fyrir sínu.  Paul Jaboulet Les Jalets Cro- zes Hermitage Gerð: Rauðvín. Þrúga: Syrah. Uppruni: Frakk- land, 2010. Styrkleiki: 13%. Verð í Vínbúð- unum: 3.199 kr. Umsögn: Kryddað og skemmtilegt vín. Passar vel með helgarsteikinni og vel þrosk- uðum ostum.  House of Morandé Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Caber- net Sauvignon 69%, Cabernet Franc 19%, Carignan 11%, Carmenere 1%. Uppruni: Chile, 2008. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúð- unum: 5.490 kr. Umsögn: Gríðarlega gott vín. Virkilega vel heppnuð blanda, flókið og skemmtilegt bragð. Gott að eiga í skápnum þegar þú vilt heilla yfir- manninn þegar hann kemur í heimsókn. Lífrænt og ljúft Framleiðsla á lífrænum vínum færist sífellt í vöxt. Við fram- leiðslu á þeim er ekki notast við skordýraeitur og sitt- hvað fleira sem hefðbundnir framleiðendur nota. Þetta spænska Rioja-vín er flottur sendiherra lífrænu byltingarinnar. Þú þarft ekki að vera latté lepjandi lopatrefill til að njóta þess en ef þú vilt ganga treflunum á hönd er ágætt fyrsta skref að prófa þetta vín. Ecco Marques de Vitoria Gerð: Rauðvín. Þrúga: Tempranillo. Uppruni: Spánn, 2012. Styrkleiki: 13,5%. Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. Undir 2.000 kr. 2.000-4.000 kr. Yfir 4.000 kr.    Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Réttur vikunnar Hunangsgljáður þorskur, bakaðir laukar og kartöflu- smælki, gulrófu- og grænkálssalat með lauksósu Matua Valley Pinot Noir Gerð: Rauðvín Þrúga: Pinot Noir Uppruni: Nýja Sjáland Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 2.499 kr. SÁRAEINFALT OG UNAÐSLEGA GOTT Fréttatíminn mælir með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.