Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 74
Sígild og nýgild nútímatónliSt
Upphaf og endir nútímans
Bein útsending frá Metropo-
litan á óperunni Nefið og
framlag Sinfóníuhljómsveitar
Íslands til Airways gefur tilefni
til að velta fyrir sér nútím-
anum í tónlist – tímabili sem
virðist æði teygjanlegt.
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P I S
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
ÓKEYPIS
ÓKEYPI
S
Jólablað Fréttatímans
Jólablað Fréttatímans kemur út
mmtudaginn 28. nóvember
Jólablað Fréttatímans er góður staður til þess að kynna
jólavörunar. Blaðið verður stútfullt af spennandi, jólatengdu
efni sem er skrifað af reyndum blaðamönnum.
Ekki missa af glæsilegu blaði til þess að koma skilaboðum til
viðskiptavina þinna. Auglýsingin mun án efa lifa lengi í jólab-
laðinu, enda er efnið þannig uppbyggt að fólk geymir blaðið og
gluggar ítrekað í það við jólaundirbúninginn.
Við bjóðum gæði, gott verð og um 109.000 lesendur
Hafðu samband við auglýsingadeild Fréttatímans
í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is
Tímar eftir Helenu Jónsdóttur kann að vera
mesta leikhúsið í bænum; sannkallað Gesam-
tkunstwerk. Mögnuð sýning sem fléttar saman
margar listgreinar; dans, leik, myndlist, bíó
og tónlist; og sem mætti allt eins setja upp í
listasafni eins og á leiksviði. Sýningin er sett
saman af mikilli þekkingu, djúpri alvöru, hæfni
og smekkvísi. Sýning á sunnudagskvöldið
klukkan átta í Borgarleikhúsinu.
rauTT eftir John Logan er snyrtilega
skrifað verk, fantavel leikið af þeim Jóhanni
Sigurðarsyni og Hilmari Guðjónssyni og fallega
leikstýrt af Kristínu Jóhannesdóttur. Sýningar
á föstudags- og sunnudagskvöld klukkan átta í
Borgarleikhúsinu.
Bein útsending frá sýningu Metropolitan
óperunni í New York á NefiNu eftir Dmitríj
Sjostakovitsj. Marglofuð uppfærsla á spenn-
andi æskuverki þessa höfuðsnillings. Sýning
í Kringlubíói á laugardaginn klukkan 16.55.
Endursýning á miðvikudaginn klukkan sex.
Brúðusýningin aladdíN er fínlegur og
lágstemmdur galdur. Fallegasta barnasýn-
ingin. Sýningar á brúðulofti Þjóðleikhússins á
laugardaginn klukkan 13.30 og 16.30.
eNglar alheimsiNs er róttæk uppfærsla á
ástsælli sögu og gengur fullkomlega upp; spenn-
andi og ágengt leikhús. Sýningar í Þjóðleikhús-
inu á föstudag og laugardag klukkan 19.30.
Á morgun verður uppfærsla Metropolitan á 85 ára gam-alli óperu Sjostakovitsj um
nefið á majór Kovalyov sýnd beint
í Kringlubíói og á fimmtudaginn í
næstu viku leikur Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands splunkuný tónverk
Ólafs Arnalds og Max Richter á
Airways. Það skrítna er að hvort
tveggja fellur þetta eiginlega undir
nútímatónlist. Bæði óperan og
tónleikarnir eru að sjálfsögðu full-
boðlegir réttir einir og sér; en það
er ekki síður áhugavert að fara á
báða þessa ólíku viðburði og velta
fyrir sér hvert þessi eilífi nútími
okkar í listinni er að fara.
Öll músík í heiminum
Dmitríj Sjostakovitsj samdi óper-
una um Nefið rétt rúmlega tvítug-
ur á árunum 1927-28. Hann setti
tónlist við texta úr smásögu eftir
Nikolai Gogol, sem Gogol hafði
samið hálfþrítugur árin 1835-36.
Þetta er grótesk en samt raunsæ
saga af fráleitum atburðum í lífi
venjulegs fólks; þess tíma töfra-
raunsæi.
Sagan gerist í Pétursborg og
byrjar á því að rakarinn Ivan
Yakovlevitsj finnur einn morgun
nefið af majór Kovalyov í brauðinu
sínu, en hann hafði einmitt rakað
majórinn deginum áður. Yakovle-
vitsj reynir að henda nefinu í ána
Nevu en er gripinn af lögreglu-
þjóni. Á sama tíma vaknar Kova-
lyov upp neflaus, fer að leita að nefi
sínu og finnur það í Kazan dóm-
kirkjunni við Nevsky Prosspekt en
þá vill nefið ekki kannast við maj-
órinn; telur sig geta náð lengra í
lífinu en vera fast við fésið á manni
með svona aumar framtíðarhorfur.
Sagan fylgir svo sjálfstæðistilburð-
um nefsins og tilraunum Kovalyov
til að skilja hvað hafi hent hann og
hvers vegna.
Þessi saga á vel við tónlist hins
unga Sjostakovitsj. Hann var (ekki
síður en Gogol með orðum) snill-
ingur í að flétta og hrista saman
ólíka tónlist og skapa úr henni
nýja og ágenga heild. Hjá honum
ægir saman alþýðustefjum, hvellri
skemmtitónlist, tilraunakenndri
nútímamúsík, umhverfishljóðum
og nánast hverju sem er. Og oft
verður þessi bræðingur Sjostako-
vitsj gróteskur; það er eins og hann hæðist
af lítt dulbúnum ljótleika mannlífsins. Á
sínum yngri árum er eins og hann skríki
af stríðni yfir ófullkomleika okkar; þegar
hann eltist risti hann okkur stundum á hol
með miskunnarlausum yfirgangi heimsk-
unnar.
Nefið var frumsýnt í konsertuppfærslu
1929 og ári síðar í óperuuppfærslu. Sú sýn-
ing gekk í fáein skipti en óperan var ekki
sett upp aftur fyrr en að Íslandsvinurinn
og heiðursgestastjórnandi sinfóníunnar
okkar, Gennady Rozhdestvensky, setti
hana upp í Pétursborg 1974. Á síðustu árum
hefur þessi ópera verið að skríða inn á
verkefnaskrár helstu óperuhúsa. Uppfærsla
Metropolitan, sem sýnd verður í Kringlu-
bíói á morgun, er frá 2010 og hún vakti þá
mikla athygli og hrifningu; var af mörgum
sögð vera eitt af því besta sem Metropolitan
hefur gert á undanförnum árum.
Bein útsending frá þessari uppfærslu á
Nefinu er frábær sending inn í okkar litla
bæ.
Vivaldi í spandex
Það sama á við um Iceland Airways. Þessi
tónlistarhátíð setur okkar litla bæ nánast
á annan endann þá daga sem hún stendur
yfir. Og eins og undanfarin ár dregur há-
tíðin Sinfóníuhljómsveit Íslands út úr þæg-
indaramma sínum og fær hana til að fást við
yngri tónlist en vanalega; tónlist sem á að
höfða til yngri áheyrenda en sú þýska klass-
ík og rómantík sem (því miður) er hryggj-
arsúlan í verkefnavali hljómsveitarinnar.
Í ár spilar hljómsveitin tvö verk. Annars
vegar fjórar árstíðir Vívaldis endursamdar
af breska tónskáldinu Max Richter og hins
vegar sinfónískt indiepoppverk Ólafs Arn-
alds For Now I Am Winter. Verk Ólafs kom
út á plötu fyrr á þessu ári (þegar hann var
26 ára) og verk Richter var frumflutt fyrir
ári síðan (þegar hann var 46 ára).
Max Richter endursemur árstíðir Vívaldi
með því að svipta þær úr barokkbúningi
sínum og klæða þess í stað í þröngan og
minimalískan spandexgalla. Hann sækir
innblástur í gamalt listaverk eins og Sjos-
takovitsj; en nýtir það á annan hátt. Á
meðan Sjostakovitsj tryllir upp sögu Gogol
og lætur hana trylla sig; þá má segja að
Richter leiðrétti Vivaldi, sníði af honum
prjál og skrúðmælgi; geri hann húsum
hæfan í koksgrárri og tómlegri helgi mini-
malismans.
Ekki skilja mig svo að þetta sé leiðinlegt;
þvert á móti er bæði frísklegt og gaman
að heyra hvað Vivaldi verður svalur og töff
eftir að hafa fengið nýtt útlit (ekki hjá Kalla
Berndsen heldur) hjá Max Ricther.
En til hvers? Kannski svarar Richter:
Af því Vivaldi var þarna. Og það er í sjálfu
sér gott og gilt. Ég hef hins vegar lesið
það sem haft var eftir honum að hann hafi
verið kominn með hálfgert ógeð á árstíðum
Vivaldi vegna linnulausrar þráspilunar
og viljað frelsa þessa fínu tónsmíð. Hans
útgáfa er því einskonar Vivaldi með nútíma
stafsetningu; tilraun til að færa Vivaldi nær
okkur í tíma; umorðuð gömul speki sem
enginn heyrir lengur vegna þess hversu oft
afi gamli hefur verið að þvæla um hana.
Max Richter hefur samið allskonar
tónlist; músík sem kallast á við upplesna
bókmenntatexta; ballettónlist, músik við
sjónvarpsefni og kvikmyndir (til dæmis
tónlist við þá ágætu teiknimynd Waltz with
Bashir eftir Ari Folman). Richter semur
fyrir sinfóníuhljómsveitir án þess þó að til-
heyra beint hinum klassíska tónlistarheimi.
Þverfaglegur arnalds á airways
Og það á enn frekar við um Ólaf Arnalds,
sem segja má að hafi komið bakdyra-
megin að sinfóníuhljómsveitinni. Ólafur
er krúttkynslóðar rokkari sem leiddist út í
að semja fyrir strengi og klassískar sveitir.
Hann hefur samið fyrir kvikmyndir, sjón-
varp, auglýsingar og allt mögulegt; ferðast
um heiminn sem upphitunarnúmer með
Sigurrós, gefið út nokkrar plötur og haldið
tónleika víða.
Tónlist hans væri kölluð þverfagleg í há-
skólanum; einskonar innhverfur og íhugull
blendingur milli gáfumannapopps og krútt-
legrar kvikmyndatónlistar í sinfónísku
dressi (svo maður grípi í fáti eftir merki-
miðum); að mörgu leyti eins og bakgrunn-
stónlist í leit í að hægstignum ballett eða
ljúfsárri kvikmynd – óralangt frá ærslum
og grótesku Sjostakovitsj.
Sjostakovitsj var ekki síður þverfaglegur
en þeir Ólafur og Richter; hann reyndi að
spanna ólíka strauma og braut veggi milli
ólíkra forma. Munurinn felst kannski helst
í því að Sjostakovitsj reyndi (og tókst) að
innbyrða allt í músík sína á meðan að þeir
Richter og Ólafur taka aðeins það sem er
sameiginlegt ólíkum heimum. Þeirra tón-
list hljómar oft eins og eitthvað sem berst
frá einskismannslandinu milli orrusta; á
meðan Sjostakovitsj nær að gleypa stríðið
allt.
Þverfaglegheit Sjostakovitsj snérust ekki
um að efna til samtals milli efnafræðings
og kynjafræðings um efni sem þeir þekkja
báðir; heldur miklu fremur að láta þá takast
á um guðfræði eða annað sem þeir vilja alls
ekki ræða.
gunnar smári
egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands spilar
verkið For Now I
Am Winter eftir Ólaf
Arnalds á tónleikum
á Iceland Airways;
ljúfsárt krúttkyn-
slóðarpopp í sinfón-
ískum búningi.
Dmitríj Sjostakovitsj
samdi óperu upp úr
sögu Gogol um nef
Kovalyov þegar hann
var rétt skriðinn
á þrítugsaldurinn;
magnaðan sam-
bræðing alls kyns
tónlistar.
Bæði óperan
og tónleik-
arnir eru að
sjálfsögðu
fullboðlegir
réttir einir og
sér; en það
er ekki síður
áhugavert að
fara á báða
þessa ólíku
viðburði og
velta fyrir sér
hvert þessi
eilífi nútími
okkar í
listinni er að
fara.
74 samtíminn Helgin 25.-27. október 2013