Fréttatíminn - 27.01.2012, Síða 4
Skýrari svör, takk
Borgarfulltrúar Vinstri grænna og Sjálf-
stæðisflokksins eru ósáttir við skýringar
meirihlutans sem segir að lóðastækkun
við Perluna um átta þúsund fermetra
tengist ekki sölu Orkuveitu Reykjavíkur á
henni. Rekja megi stækkunina allt aftur
til síðla árs 2006 þegar deiliskipulaginu
var breytt og vegur að bílastæði austur að
götunni Varmahlíð verið skilgreindur innan
lóðarmarka. Breytingin hafi verið auglýst
í Stjórnartíðindum en lóðaleigusamningi
hafi ekki verið breytt. Borgarfulltrúarnir
vilja skýrari svör þar sem eignaskipta-
yfirlýsing hafi tekið til fasteignarinnar
og aðskilnaðar tanka frá öðrum hlutum
fasteignarinnar, svo sem veitingastaðar, en
ekki lóðarinnar. - gag
Sundlaug í Fossvogsdal
Það hillir undir sundlaug í Fossvogs-
dal. Drög að yfirlýsingu um samvinnu
Kópavogs og Reykjavíkurborgar var lögð
fyrir síðasta borgarráðsfund þar sem
fram kom að bæjarfélögin séu tilbúin að
skoða hugmyndina raski hún ekki gildi
Fossvogsdals sem útivistarsvæðis og sem
náttúruperlu; þau ætla bæði að gera ráð
fyrir henni í deiliskipulagi. „Sundlaugin
yrði byggð í samvinnu Reykjavíkurborgar
og Kópavogsbæjar. Ekki er gert ráð fyrir
fjármögnun á byggingu laugarinnar í fyrir-
liggjandi áætlunum og hefur hún ekki verið
tímasett,“ segir í fundargerð. - gag
Vodafone með hæsta og lægsta verðið
7%
MunuR á hæSta
Og lægSta VERði
Þjónusta við þá sem
nota GSM mikið
Póst- og
fjarskiptastofnun
Einungis sjö prósenta munur er á hæsta og lægsta verði sím-
fyrirtækja fyrir þá sem nota gsm-síma mikið. Vodafone er bæði
ódýrast og dýrast og fer það eftir þjónustuleiðum fyrir þann
sem hringir 235 símtöl, talar í 367 mínútur, sendir 52 sms og eitt
mms; 990 króna risafrelsi Vodafone kostar 6.864 en fyrir 2.990
króna risafrelsið eru 7.354 krónur greiddar. Þetta má lesa út úr
reiknivél Pósts- og fjarskiptastofnunar á vefsíðu fyrirtækisins
pfs.is. Verðmunurinn er mun meiri fyrir þá sem nota gsm-sím-
ann sinn lítið. Sá sem hringir átján símtöl, talar í tuttugu mínútur,
sendir fimmtán sms og eitt mms er best settur í frelsi nova
og greiðir 588 krónur. hann er hins vegar verst settur í frelsi
Vodafone og greiðir þar 773 krónur fyrir sömu notkun. Munurinn
er um þrjátíu prósent. Forsendur útreikninganna eru gefnar
upp á vef stofnunarinnar sem notast við aðferðafræði evrópska
rannsóknarfyrirtækisins teligen. - gag
Michelsen_255x50_B_0511.indd 1 05.05.11 14:25
Inniheldurplöntustanólester
sem lækkar kólesteról
MEÐ
PLÖNTUSTANÓLESTER
Í NÆRINGU
EIN
AF
10
STÆ
RSTU UPPGÖTVUNUM
Kólesteról er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma
2 fylgja fríttmeð ms.is/benecol
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Veðurvaktin ehf
Ráðgjafafyrirtæki í eigu
Einars Sveinbjörnssonar
veðurfræðings. Veður-
vaktin býður upp á veður-
þjónustu fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og opinbera
aðila í ráðgjöf og úrvinnslu
flestu því sem viðkemur
veðri og veðurfari.
Veðurvaktin ehf
Eikarási 8, 210 Garðabæ
Sími: 857 1799
www.vedurvaktin.is
Skil fara yfir landið með hVaSSViðri og
Snjókomu, en Síðar Slyddu og rigningu
Sunnan- og SuðVeStanlandS.
höfuðborgarSVæðið: SnóKOMa uM tíMa
FyRiR háDEgi, En Síðan hlánaR MEð SlyDDu
Og Rigningu.
leySing um land allt, úrkomulítið
framan af degi, en Síðan Vaxandi
rigning.
höfuðborgarSVæðið: lítilSháttaR
Rigning uM MORguninn, En Slag-
VEðuRSRigning unDiR KVölD.
hægari S-átt og hlýtt framan af degi og
rigning, en kólnar með éljum VeStantil
um miðjan dag.
höfuðborgarSVæðið: KólnaR MiKið uM lEið
Og SnýSt til SV-áttaR MEð éljuM uM Og FyRiR
háDEgi.
Skarpur bloti um helgina
Enn verða hálfgerð læti og miklar sviptingar í
veðrinu um helgina. Skil fara hratt norðaustur
yfir landið í dag með hvassviðri og hríðarveðri,
en sunnan- og suðvestanlands hlýnar strax
í kvöld. annars hlýnar ákveðið í nótt og
fyrramálið um land allt. Má gera ráð fyrir
að það hláni upp á hæstu fjallvegi. talsverð mikil
rigning sunnanlands- og vestan seint á
laugardag og aðfararnótt sunnudags.
Klárlega asahláka, en hún varir ekki
lengi því þá kólnar aftur um miðjan
sunnudaginn og él á nýjan leik um
landið vestanvert.
0
-1 -2
-4
2 5
5 4
4
6
1
0 3
5
2
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Þ egar Ásta Dís Óladóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar af Hlyni Sig-
urðarsyni ákvað kjararáð að lækka
launin um 85.986 krónur á mán-
uði. Hún sendi beiðni um úrskurð
til kærunefndar jafnréttismála
sem óskaði eftir skýringum ráðs-
ins. Daginn sem þær áttu að ber-
ast ákvað kjararáð að greiða henni
sömu laun og Hlynur hafði fengið
og endurgreiða Ástu mismuninn
aftur í tímann.
„Í ráðningarferlinu var mér sagt
að ákvörðun launa væri í höndum
kjararáðs. Ég væri hins vegar með
meiri menntun en forveri minn í
starfi og myndi því væntanlega frek-
ar hækka en lækka í launum miðað
við hans. Ég sá hvað kjararáð hafði
úrskurðað honum og ákvað því að
taka starfinu. Þá lækkaði kjararáð
heildarlaunin,“ segir hún og sér
enga skýringu á því. „Ég, ásamt
fleiri konum í minni stöðu höfum
velt því fyrir okkur þegar við skoð-
um úrskurði kjararáðs hvers vegna
konur fá nær undantekningalaust
færri yfirvinnutíma en karlmenn.“
Hún harmar að kærunefndin hafi
látið málið niður falla í stað þess að
úrskurða um hvort jafnréttislög hafi
verið brotin. „Þeir hefðu mátt taka
afstöðu, ekki vísa málinu frá.“
Magnús Guðmundsson, formaður
Félags forstöðumanna ríkisstofn-
ana, segir félagið hafa áhyggjur af
stöðu kvenna innan félagsins. „Við
höfum rætt þetta en okkur vantar
tölfræðina. Það er erfitt að átta sig á
því hvers vegna þær eru launalægri.
Það vantar alla mælikvarða til þess.
Þegar matið er handahófskennt er
hætta á ógegnsæju keri sem við vilj-
um sporna gegn.“
Þegar kjararáð úrskurðaði um
laun Hlyns fékk hann 25 einingar,
sem greiddar eru fyrir yfirvinnu.
Rökin voru þau að gæta yrði meðal-
hófssjónarmiða til þess að laun hans
lækkuðu ekki óhóflega frá því sem
var áður en starfið var fært undir
kjararáð árið 2010. Samkvæmt
skoðun Fréttatímans eru dæmi um
að laun annarra forstöðumanna, af
þeim fjörutíu sem færðir voru und-
ir ráðið, hafi lækkað hlutfallslega
meira en hans.
Með útreikningum má sjá að
grunnlaun kvenna sem stýra fyrir-
tækjum og stofnunum í meirihluta-
eigu ríksins eru að meðaltali með
654.092 fyrir dagvinnu en 698.355
hjá körlum. Meðalheildarlaun
kvenna séu svo 731.936 en karla
878.083 krónur.
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs-
maður skuldara, segir mál nöfnu
sinnar umhugsunarefni, „stór-
merkilegt og með ólíkindum.“ Sjálf
hafi hún beðið kjararáð að úrskurða
aftur um laun fyrir starf sitt. „Ég
vinn gífurlega yfirvinnu, um 40 til
fimmtíu tíma á mánuði. Þetta emb-
ætti er mjög ábyrgðarmikið. Ég er
með 80 manns í vinnu og risavaxið
verkefni,“ segir hún. Dagvinnulaun
hennar voru ákveðin 638.033 og
tíu einingar í yfirvinnu. Samtals:
688.613.
Ástráður Haraldsson, hæstarétt-
arlögmaður, skoðar launamál svip-
að máli kvennanna vegna úrskurða
kjararáðs. Hann vildi ekki þó ekki
tjá sig. „Það er á viðkvæmu stigi.“
Fríhöfnin sem Ásta Dís stýrir
er dótturfyrirtæki Isavia, rétt eins
og Tern Systm. Kjararáð ákvað
að framkvæmdastjóri Tern fengi
638.033 á mánuði auk 30 eininga,
sem eru sömu dagvinnulaun og
Ástu en fimmtíu þúsund krónum
hærri föst yfirvinnulaun. Fríhöfnin
er þó margfalt stærra fyrirtæki en
Tern System, bæði hvað varða veltu
og starfsmannafjölda.
Ekki náðist í formann kjararáðs.
gunnhildur arna gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Vandséð að karlinn hafi átt að fá meira en konan
Vandséð er hvers vegna
nýi framkvæmdastjóri
Fríhafnarinnar fékk svo
miklu færri einingar til
viðbótar grunnlaun-
unum en fyrri fram-
kvæmdastjóri hafði.
Þetta er mat ingibjargar
Elíasdóttur, lögmanns
jafnréttisstofu, eftir að
hafa kynnt sér þær upp-
lýsingar sem koma fram
í úrskurði kjararáðs.
„Einnig er hægt að gera
athugasemd við það af
hverju menntun var lítið
eða jafnvel ekki metin,
en menntun er almennt
eitt af þeim atriðum sem
máli skipta við ákvörðun
launa,“ segir hún.
„jafnréttislögin eru
skýr hvað það varðar
að greiða á konum
og körlum hjá sama
atvinnurekanda jöfn
laun og þau skulu
njóta sömu kjara fyrir
sömu eða jafnverðmæt
störf. hvers vegna fyrri
úrskurður kjararáðs,
það er um laun fyrri
framkvæmdastjórans,
gilti aðeins um hann er
einnig ekki ljóst.“ - gag
laun MisræMi á úrskurðuM kjararáðs á launuM eFtir kyni
Kjararáð vanmat konu
Kjararáð ákvað að laun konu sem tók við starfi framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar ættu að vera
85 þúsund krónum lægri en karlsins sem sinnti því áður. Þegar hún kærði til kærunefndar um
jafnréttismál hækkaði kjararáð launin og endurgreiddi mismuninn.
ásta Dís óladóttir var meðal 150 umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Fríhafn-
arinnar. hún hefði viljað sjá Kærunefnd jafnréttismála taka afstöðu til launanna.
4 fréttir helgin 27.-29. janúar 2012