Fréttatíminn - 27.01.2012, Page 29
Helgin 27.-29. janúar 2012 vetrarfjör 5
B rynjar Jökull Guðmundsson er án efa einn af sterkustu skíðamönnum landsins.
Hann hefur æft skíðaíþróttina
síðan hann var 9 ára, var í unglinga-
landsliði SKÍ frá 17-19 ára og hefur
undanfarin ár verið að skipa sér
sess meðal þeirra bestu. Í janúar
2010 vann hann sitt fyrsta bikar-
mót á Akureyri og sama ár var
hann valinn í karlalandslið Íslands
í alpagreinum. Brynjar Jökull fékk
einnig viðurkenningu frá Reykja-
víkurborg og ÍBR fyrir árangur á
skíðum 2010 og var valinn íþrótta-
maður ársins hjá Víkingi, en það er
í fyrsta sinn sem skíðaíþróttamaður
fær þann titil í sögu Víkings.
„Þegar ég var yngri var ég ekk-
ert sérstakur skíðamaður en ég
hélt alltaf áfram því að ég hafði svo
gaman af þessu,“ segir Brynjar
Jökull. „Þegar ég varð 15 þurfti ég
að ákveða mig hvort ég ætlaði að
leggja þetta fyrir mig eða hætta
því að þetta er ekki ódýrt sport.
Ég ákvað að halda áfram og fór úr
því að vera einn af þeim slökustu
í að vera einn af þeim bestu.
Þetta gerði ég með þrotlausum
æfingum. Þegar hinir æfðu í einn
klukkutíma þá æfði ég í tvo og það
skilaði árangri. Þetta er æðislegt
sport og lang besta fjölskyldu-
sportið. Það er svo mikið félags-
starf á bak við skíðaíþróttina og
foreldrarnir eru alltaf með krökk-
unum uppi í fjalli. Maður kynnist
líka fullt af fólki og fær að ferðast
mikið. Hér á landi er mjög þéttur
hópur sem er að æfa.“
Brynjar Jökull hefur æft og
keppt mikið erlendis að undan-
förnu og þá helst í Svíþjóð þar sem
honum bauðst að æfa með háskóla
í Östersund. Skólinn er einn besti
skíðaháskólinn í Skandinavíu, að
sögn Brynjars Jökuls, og hefur
honum boðist námsdvöl þar eftir að
hann lýkur stúdentsprófi frá Fjöl-
braut í Ármúla.
Framundan eru viðburðarík ár
hjá Brynjari Jökli því hann stefnir
bæði á Heimsmeistaramótið í
Austurríki og á Ólympíuleikana í
Rússlandi árið 2014.
Stefnir á toppinn
Brynjar Jökull Guðmundsson, landsliðsmaður í alpagreinum
FLUGFELAG.IS
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.IS
/F
LU
5
31
16
1
2/
11
SKEMMTUM
OKKUR
INNANLANDS
Með rjóðar kinnar og rjúkandi kakó bíða þín fannhvítar
hæðir og fjöll. Taktu flugið í næstu skíðabrekku og lyftu
þér upp milli þess sem þú rennir þér niður.
Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði.