Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Page 34

Fréttatíminn - 27.01.2012, Page 34
Á Árni Páll Árnason, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, felldi athyglis- verðan dóm í góðu viðtali sem Kolbeinn Óttarsson Proppé átti við hann í Frétta- blaðinu fyrir viku. Árni Páll sagði þar að hið harkalega meirihlutaræði, sem hefur einkennt störf Alþingis um langt árabil, hefði síst minnkað með nýjum valdhöfum. „Menn lögðu mikið upp úr því að keyra ákvarðanir í gegn með stuðningi meirihluta og í stríði við minnihluta. Við höf- um ekki snúið baki við þeim vinnubrögðum. Þvert á móti gætir þess að það sé meiri hug- myndafræðileg réttlæting fyrir meirihlutaræði, vegna þess að þeir sem eru í minnihluta séu með einhverjum hætti vont fólk eða eitthvað slíkt. Það er búið að búa til hugmyndafræðilega flokkun,” sagði Árni Páll. Í ákveðnum kreðsum voru þessi orð Árna Páls túlkuð á þann veg að meiri- hlutaræðið hefði aukist frá því sem var, en þó kemur það ekki fram í orðum hans. Enda ómögulegt að toppa það þegar tveir menn ákváðu svo til upp á sitt einsdæmi hverjir skyldu fá að eignast ríkisbankana og skráðu auk þess Ísland á lista hinna viljugu innrásarþjóða í Írak án samráðs við aðra en sig sjálfa. Punktur Árna Páls snýst um þá hug- myndafræðilegu réttlætingu sem virðist vera ríkjandi að baki núverandi meirihlut- aræði, fremur en þann valdhroka, sem á það til að heltaka menn þegar þeir hafa verið of lengi við stjórn. Og þær hugleiðingar Árna Páls er meira virði en svo að þær séu notaðar til að met- ast um hvor hafi verið verri Davíð og Hall- dór, eða Jóhanna og Steingrímur. Alþingiskosningarnar 2009 voru á margan hátt sögulegar. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum voru tveir flokkar vinstra megin við miðju, Samfylking og VG, í þeirri stöðu að geta myndað tveggja flokka meirihlutaríkisstjórn. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk einhverja verstu útreið frá stofnun flokksins og nýtt framboð, Borg- arahreyfingin, fékk fjóra fulltrúa kjörna. Það leit sem sagt út fyrir að landslag stjórnmálanna hefði fengið nýjan svip. Sú reyndist þó ekki raunin eins og kom í ljós grátlega hratt. Strax á sumarþinginu 2009 sprakk sá meinti umbótaflokkur Borgara- hreyfingin vegna gamaldags flokkadrátta og almennt virtust nýliðar allra flokka á þingi ekki hafa sjálfstraust til að setja sinn eigin svip á þingmennskuna heldur fóru að haga sér eins og þeir sem fyrir voru á fleti með málfundastælum í ræðustól. Landslag stjórnmálanna reyndist sem sagt óbreytt þrátt fyrir allt sem hafði gengið á. Gagnrýni Árna Páls á meirihlutaræðið hlýtur að skoðast í þessu ljósi. „Okkur hefur ekki tekist að innleiða ný vinnu- brögð. Við vinnum algjörlega eftir hinni gömlu formúlu að meirihlutinn upplifir sig sem meirihluta og ekki sé lagt upp með þverpólitíska samvinnu, líkt og á Norðurlöndunum,“ sagði Árni Páll í við- talinu og beinir réttilega sjónum inn á við í starf stjórnarflokkanna, enda er hann þar í aðstöðu til að stuðla að breyttu viðhorfi. Auðvitað stendur það fyrst og síðast upp á ríkisstjórnina að innleiða bætt vinnu- lag. Meirihlutinn hefur valdið og ræð- ur hversu miklu af því hann deilir með minnihlutanum. Hitt er svo annað mál að stærstum hluta stjórnarandstöðunn- ar virðist því miður líða alltof vel í gömlu slagsmálastellingunum og því lítil von um breytingar – að minnsta kosti með þeim mannskap sem nú situr á Alþingi. Gamalkunnugt landslag. Meirihlutaræðið Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Gagn og gaman Mikilvægi orðaforða í enskri málnotkun H ve mikinn orðaforða þarf til að geta lesið texta sér til gagns og gamans á ensku? Áður en ég svara þeirri spurningu þarf að huga að ýmsu. Hvernig teljum við orð? Eru orðin book og books eitt eða tvö orð? Algengast er að nota mælieininguna orðafjölskyldu þegar meta á fjölda orða. Ein orðafjöl- skylda er grunnmynd orðsins og afleidd- ar myndir þess. Þannig tilheyra orðin intelligent, intelligently, intelligence, unintelligent öll sömu orðafjölskyldunni og teljast því sem eitt og sama orðið sam- kvæmt því hugtaki. Sama er að segja um book og books. Í þessari grein mun orð merkja orðafjölskyldu. Einnig þurfum við að átta okkur á mikilvægi tíðni orða. Ef byrjandi í ensku ákveður að læra 3000 orð af handahófi, til dæmis 1.000 algeng orð, 1.000 miðlungi algeng og 1.000 sjaldgæf, nýtist of lítill hluti þeirra til dæmis í lestri því mörg þeirra munu ekki sjást í textanum. Ef hann hins vegar ákveður að læra 3.000 algeng- ustu orðin mun tíðni þeirra tryggja að flest þeirra munu sjást í textanum. Rannsóknir sýna nefnilega að 3000 algengustu orðin í ensku þekja um 90 prósent orða í texta ef sérnöfn (um það bil 5 prósent) eru talin með. 3.000 algengustu orðin teljast til grunnorða- forða og dugar í hversdagslegum samræðum og til lágmarks lesskilnings á einföldum textum til dæmis þeim sem finna má í léttlestrarbókum. Athugið að ef einstaklingur þekkir 90 prósent orða í texta jafngildir það því að hann þekki ekki 10 prósent þeirra svo að búast má við að í hverri línu sé eitt óþekkt orð (30 til 40 orð á blaðsíðu). Ljóst er að slíkur fjöldi nýrra orða hamlar skilningi á efninu. Rannsóknir sýna að til að komast þokkalega áfram í lestri á fjölbreyttum, óeinfölduðum text- um á ensku þarf að þekkja að lágmarki 5.000 algengustu orðin sem þekja um 95 prósent af hverjum meðaltexta (sérnöfn meðtalin). 95 prósent af texta þýðir að 5 prósent orðanna eru ný, sem aftur þýðir að nýtt orð kemur fyrir í annarri hvorri línu að meðaltali og hefur því verulega truflandi áhrif á lesturinn þótt unnt sé að skilja meginhugmyndir textans. Slíkur orðaforði dugar hins vegar tæplega til magnlesturs eða yndislestrar nema valdir séu tiltölulega einfaldir textar, til dæmis ástarsögur. En hvað þarf þá að kunna mörg orð í ensku til að geta lesið óhindrað texta um alls kyns efni (til dæmis Newsweek) og jafnframt tjáð sig skilmerkilega um ýmis flókin mál (til dæmis Icesave)? Nýjustu rannsóknir sýna að til þess þurfi orðaforða uppá um 9.000 orð. Slíkur orðaforði þekur að meðaltali um 98 til 99 af texta. Til samanburðar kann ungur maður sem hefur ensku að móðurmáli og hefur háskóla- menntun að jafnaði 20.000 orð. Ætla má að Íslending- ur með svipaðan bakgrunn kunni um 4.000 til 7.000 orð að meðaltali svo að talsvert marga vantar enn þó nokkuð upp á að ná 9.000 orða markinu. Þeir sem hafa náð því eru yfirleitt miklir lestrarhestar sem jafnframt hafa mikinn áhuga á ensku. Því er ljóst að leggja þarf mikla áherslu á kennslu orðaforða í skólakerfinu. Einnig þarf að tryggja að nemendur læri gagnlegar aðferðir við að læra orð af sjálfsdáðum auk ýmis konar minnistækni til að muna orðin til langframa. Mikilvægast er þó að lestur á ensku verði reglubundinn hluti af daglegu lífi svo að fleiri ný orð lærist en ekki síður að orðin festist betur í sessi við þá endurtekningu sem af magnlestri hlýst svo að þau verði manni töm. Guðmundur Edgarsson, málmenntafræðingur og kennari við Frumgreina- mennt HR. Veitingahús Krúska ehf Karma Keflavík ehf Grófinni 8 Suðurlandsbraut 12 6 ummæli 18 ummæli 9 ummæli 12 ummæli 12 ummæli Saffran SuZushii Stjörnutorgi Kringlunni 4-12 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 4 Topplistinn Sjávargrillið ehf Skólavörðustíg 14 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 26 viðhorf Helgin 27.-29. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.