Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Page 35

Fréttatíminn - 27.01.2012, Page 35
viðhorf 27Helgin 27.-29. janúar 2012 Ömurlegt að heyra af ört fall- andi fólki á götum borgarinnar. Öm- urlegt að lesa um heimsóknir í tuga tali á slysadeild Landspítalans til að gipsa og spelka brotna fótleggi og handleggi. Fróð- legt væri að vita hversu margir falla án þess að brotna, hversu margir meiða sig við fallið en brotna ekki, hversu margir falla en meiða sig alls ekki neitt. Bættu LGG + við daglegan morgunverð fjölskyldunnar og styrktu ónæmiskerfið. Nú fylgja 2 frítt með Þú getur lesið meira um LGG+ á ms.is/lgg + stuðlar að vellíðan + styrkir varnir líkamans + bætir meltinguna og kemur jafnvægi á hana + eykur mótstöðuafl + hentar fólki á öllum aldri + er bragðgóð næring Fyrir fulla virkni Ein á dag Eiginleikar LGG+ H V ÍT A H Ú SI Ð /S ÍA - 1 2- 00 14 Ólympíufjölskyldan Samstarfsaðilar Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Skráðu þig Landskeppni í hreyfingu 5ÁRA LÍFSHLAUPIÐ Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum, hvort sem er í frítímanum, við heimilisstörfin, í vinnunni, skólanum eða við val á ferðamáta. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega. Lífshlaupið byrjar 1. febrúar! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 57 52 2 12 /1 1 Ö murlegt að heyra af ört fallandi fólki á götum borgarinnar. Ömurlegt að lesa um heimsóknir í tuga tali á slysadeild Landspítalans til að gipsa og spelka brotna fótleggi og handleggi. Fróðlegt væri að vita hversu margir falla án þess að brotna, hversu margir meiða sig við fallið en brotna ekki, hversu margir falla en meiða sig alls ekki neitt. Eina helgina í janúar fóru 100 slasaðir einstaklingar á slysa- deildina vegna falls í hálkunni. Ef 10 sinnum fleiri féllu þessa helgi, án þess að leita til slysadeilda, þá eru það 1.000 einstaklingar, en kannski voru það 2.000 eða 5.000 einstaklingar? Þá er ég bara að tala um þessa tvo daga, og bara á höfuðborgarsvæðinu. Krafturinn sem verður til við höggið á kalt og hart svellið er Fall í hálku Hvað um þá sem brotna ekki? töluverður. Krafturinn getur brotið bein en hvað gerist ef beinið brotnar ekki? Krafturinn víbrar þá eftir beininu og í næstu liðamót. Liðurinn getur tognað og beinin geta hliðrast. Við fall á mjöðm geta beinin gengið til, það er snúist fram á við eða aftur á við. Vöðvar í kring spennast þá upp og halda liðnum í rangri stöðu og álagið á bakið, mjöðmina, hnéð og ökkla verður rangt. Eftir tvær til þrjár vikur fara til dæmis að koma verkir í mjóbakið neðarlega, öðru megin, og oft ekki fyrr en viðkomandi fer að reyna meira á sig. Verkir fara að koma við hina og þessa hreyfinguna og bólgur myndast. Oft kemur í kjölfarið verkur í rasskinnina og niður í lær- ið. Viðkomandi tengir þetta ekki við fallið á svellinu, veit ekki af hverju verkurinn stafar, og lætur ekki sjúkraþjálfara lagfæra skekkj- una. Sjúkraþjálfari getur lagfært stöðuna á liðnum og minnkað vöðvaspennuna þannig að liðurinn starfi rétt. Sama gerist við fall á útrétta hönd eða ef viðkomandi ber olnbogann fyrir sig. Ef krafturinn við höggið brýtur ekki beinið þá víbrar krafturinn upp í axlarliðinn og tognun getur orðið þar. Truflun verður á starfsemi liðarins og verkir koma ekki fram fyrr en mikið seinna. Mikilvægt er að laga þessa truflun sem fyrst og fá rétta hreyfingu á axlarliðinn og styrkja vöðva sem hafa slaknað og mýkja upp þá sem hafa stífnað. Oft duga eitt til tvö skipti hjá sjúkra- þjálfara til að til að lagfæra skekkjuna en því lengur sem beðið er því stærra verður vandamálið og því lengri tíma tekur að fá aftur fram rétta starfsemi liðarins. Sveinn Sveinsson sjúkraþjálfari í Gáska.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.