Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.01.2012, Side 60

Fréttatíminn - 27.01.2012, Side 60
 Plötudómar dr. gunna astrocat lullaby  Ragga Gröndal Ævintýrapopp Ragnheiður er frábær söng- kona og dugnaðarforkur. Þetta er þriðja sólóplata hennar með eigin efni, en í allt hefur hún gert sjö, meðal annars djassplötu og plötur þar sem þjóðlög fá nýmóðins yfirhalningu. Helstu hjálparkokkar Röggu á plötunni eru unnustinn Guðmundur Pétursson, sem grípur í ýmislegt auk gítarins og trommarinn Birgir Baldursson. Óhefð- bundnir taktar spila talsvert stóra rullu auk flúraðra og leiftrandi sönglína; þetta er klassa ævintýrapopp sem vekur óneitanlega upp hugrenningatengsl við Kate Bush. Það er þungur en notalega værukær undir- tónn á þessari fínu plötu, lögin koma til þín eins og mal þegar þú strýkur ketti. Í ábót eru svo tvö léttleikandi lög sem Ragga gerði með The Fancy Toys. Föstudagurinn langi  Úlfur úlfur Ungir menn fóta sig Þeir Andri Freyr og Helgi Sæmundur úr Bróðir Svartúlfs halda hér áfram uppteknum hætti með takt- smiðnum Þorbirni Einari í nýju rapp-poppkombói, Úlfur úlfur. Á Föstudeg- inum langa hræra þeir í tíu missterk lög, allt frá dúndurstöffi eins og Ég flýt, Á meðan ég er ungur (með Emmsjé Gauta) og Út (með Arnóri Dan úr Agent Fresco) yfir í kraftminna efni. Fílingurinn er oft í dökku litunum sem hæfir góðum textunum vel. Hér er sungið um það eilífðar verkefni ungra manna sem er að fóta sig í tilverunni, en minna er um djammþrugl og rassa- hjal. Úlfur úlfur hefur gert nokkuð spennandi plötu og þú gætir gert mjög margt vitlausara í dag en að ná þér í hana frítt á ulfurulfur.com. Áfram Ísland!  Baggalútur Safnhaugur Þeir eru frábærir hæfi- leikamenn í Baggalúti og heimasíðan er auðvitað algjör snilld. Þetta veit fólk og brosir í kampinn þegar nýjasta lagið heyrist. Skotheld Memphis-mafíu- gæði, smellinn texti Braga Valdimars sunginn af drynj- andi Karli og/eða hvínandi Guðmundi er margreynd uppskrift og engu síðri en íslenska brauðtertan. Þessi plata er safnhaugur með 16 tækifærislögum. Hér eru tvö gullfalleg lög um Vigdísi, útgáfan af Ást á pöbbnum, sem Leonice var ekkert ánægð með, bömmerlag um kreppuna, glysrokkari, eurovisionlumma og alls- konar tilfallandi smáræði. Eins og gengur er sumt betra en annað og hitt slappara en það, en yfir það heila er þetta glimrandi skemmtilegt. Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival. Ljósmynd/Hari  tÍska reykjavik Fashion Festival Tískuhátíð í Reykjavík Tugir gesta úr alþjóðlega tískuheiminum, einkum frá Bandaríkjunum, Skandinavíu og Evrópu, eru væntanlegir til að taka þátt í viðamikilli tískuhátíð sem haldin verður í lok mars. t ískan verður allsráðandi í miðborg Reykjavíkur frá fimmtudeginum 29. mars til og með sunnudagsins 1. apríl þegar Reykjavík Fashion Festival (RFF) fer fram. Sýningar verða bæði í Hörpu og Gamla bíói og efnt verður til „pop-up-markaðar“ með hönn- uðum sem taka þátt í RFF. Einn af hápunktum hátíðarinnar verður væntanlega sérstakt tískukvöld sem hefst í miðbænum á laugardeg- inum og stendur fram á kvöld með þátttöku verslunareigenda. Sam- bærilegt kvöld, Fashion Night Out, hefur verið haldið í Lundúnum und- anfarin þrjú ár og gert stormandi lukku. Ef þessar áætlanir ganga eftir bætist við enn einn litríkur þemadagurinn í viðburðadagatal miðborgarinnar en fyrir eru með- al annars Kjötsúpudagurinn, Gay Pride og Menningarnótt. Að sögn Þóreyjar Evu Einarsdótt- ur, framkvæmdastjóra RFF, er gert ráð fyrir um tvö þúsund gestum á aðra skipulagða viðburði hátíðar- innar, sem er tvöfalt fleiri en komust að í fyrra. Umfangsmikil sýning verður í Hörpu föstudaginn 30. mars þeg- ar þeir sex íslensku hönnuðir, sem fagráð RFF hefur valið sýna verk sín, láta ljós sitt skína – en greint verður frá hverjir það eru nú á laug- ardag. Laugardaginn 31. mars fær- ist fjörið svo yfir í Gamla bíó með fyrirlestrum, sýningum og opnum pallborðsumræðum um viðskipta- hlið tískuiðnaðarins með þátttöku gesta í salnum. Þar munu tíu inn- lendir hönnuður til viðbótar fá tæki- færi til að koma á framfæri sinni hönnun. Von er á stórum hópi erlendra gesta og segir Þórey að fulltrúar frá ítalska og þýska Vouge hafi þegar staðfest komu sína. „Við bjóðum, í samstarfi við Ice- landair, allt að 40 fagaðilum úr tískuiðnaðinum til lands- ins frá Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum. Þetta eru kaupendur, stílistar, búðar- eigendur, ritstjórar og blaða- menn. Auk þess er þetta árið lögð sérstök áhersla á skilgreina þarfir og stöðu ís- lenskra hönnuða og iðnaðar- ins í heild, sem þýðir að við bjóðum einnig einstaklingum með alhliða reynslu í smásölu, markaðssetningu, ráðgjöf og fjármögnun,“ segir Þórey og bætir við að reglulega berist fyrirspurnir frá útlendingum sem eru að skipuleggja ferð á eigin vegum á RFF og vilji tryggja sér miða. Prufur fyrir sýningastúlkur – reyndar og upprennandi Elite Model á Íslandi heldur prufur fyrir stúlkur sem hafa áhuga á að sýna föt íslenskra hönnuða á Reykjavík Fashion Festival. Óskað er eftir stúlkum sem eru að minnsta kosti 174 cm eða hærri og í góðu líkamlegu formi með áhuga á tísku og fyrirsætuheiminum, eins og það er orðað í fréttatilkynningu. Önnur skilyrði eru að vera á skrá hjá Elite Model á Íslandi eða hafa áhuga á að fá tækifæri til að komast þar á skrá og að treysta sér til að ganga á sýningarpöllum, en sérstakar gönguæfingar verða í febrúar og mars áður en RFF hefst. Prufurnar fara fram í dag (föstudag) í höfuðstöðvum Eltie Model við Ármúla 21 milli klukkan 17 og 19. ÚTHLUTUN ÚR HÖNNUNAR SJÓÐI AURORU Í APRÍL 2012 ��������������� FRESTUR TIL AÐ SKILA INN UMSÓKNUM RENNUR ÚT 21. FEBRÚAR HÖNNUNARSJÓÐUR Auroru hefur að mark miði að skjóta styrkum stoðum undir íslenska hönnun með því að veita hönnuðum og arkitektum fjárhags­ lega aðstoð� Nánari upplýsingar um út hlutaða styrki og leið beiningar vegna um sókna er að finna á www. honnunarsjodur.is� Umsóknir og fyrir­ spurnir sendist á info@honnunarsjodur. is�Hönnunarsjóður Auroru Demeter vottunin er ein strangasta lífræna vottun sem um getur og tryggir gæði og hreinleika vörunnar Fæst í öllum helstu matvöruverslunum Beutelsbacher eplaedikið inniheldur hið mikilvæga móðuredik sem hefur að geyma fjölda góðgerla sem bæði styður við og efl ir meltingar- fl óruna. Það er jafnframt ósíað og óunnið og því öfl ugt til heilsuefl ingar. Uppskrift að hollum drykk: 1-2 msk af Eplaediki blandað í volgt vatn eða eplasafa með 1 tsk af hunangi hrært út í. Kynntu þér kosti Beutelsbacher eplaediksins í næstu verslun Inniheldur engar erfðabreyttar afurðir, kemísk rotvarnar-, litar- eða sætuefni. Þú færð miða á Salurinn.is og Midi.is Söngfuglarnir Jana María og vinir ytja að þessu sinni lög sem urðu vinsæl í utningi Ragga Bjarna og Sigrúnar Jónsdóttur. 52 dægurmál Helgin 27.-29. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.