Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 4
N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur Michelsen_255x50_A_1110.indd 1 02.11.10 10:06 Ragna M. Þorsteins við sumarhúsið sitt sem hefur verið í eigu fjölskyld- unnar í rúma sjö áratugi. Nú þarf hún að rífa upp ræturnar og fara með allt af lóðinni fyrir árslok. Mynd/Hari  Skipulag Orkuveitan víSar SumarhúSaeigendum burt Áfall að missa bústaðinn eftir 73 ár Rúmlega tuttugu sumarhúsaeigendum í landi Elliðavatns hefur verið tilkynnt að lóðarleigu- samningar verði ekki endurnýjaðir. Þeim er gert að fjarlægja öll mannvirki fyrir árslok. Sumarbú- staðirnir hafa staðið þar í tugi ára og gengið milli kynslóða. Orkuveitan ber við vatnsverndar- sjónarmiðum og að bústaðirnir gangi gegn gildandi deiliskipulagi. m jög mikið áfall,“ segir Ragna M. Þorsteins sem er meðal þeirra 21 sumarbústaðaeiganda við Elliða- vatn og Helluvatn sem hefur verið tilkynnt að samningur um lóðaleigu verður ekki endur- nýjaður. Foreldrar Rögnu keyptu 92 fermetra sumarhúsið við Helluvatn þegar hún var á fyrsta aldursári, árið 1939. Bústaður Rögnu er tvílyftur. Hann var fluttur inn frá Noregi á sínum tíma. „Eftir að pabbi dó tókum við maður minn við. Við höfum ráðist í endurbætur og kostað miklu til við lóðina. Systir mín, sem er móðir Sollu í Grænum kosti og Karls Eiríksbarna, er þarna með einn fallegasta grænmetisgarð- inn við borgina,“ segir Ragna. „Það liggur mikil vinna í kringum þetta allt saman. Og endalausar minningar,“ segir hún. Þarna á hún sínar rætur: „Ég fékk nú bréfið í nóvem- ber og lagði það til hliðar. Nú verður ekki lengur litið undan, því sumrin eru býsna stutt og við þurfum fjarlægja hús og girðingar fyrir næstu áramót.“ Orkuveitan á landið og segir upplýsinga- fulltrúinn í skriflegu svari að samningarnir hafi ekki verið endurnýjaðir þar sem það gangi gegn gildandi aðalskipulagi Reykja- víkur. „Svæðið er vatnsverndarsvæði í næsta nágrenni við vatnsból um helmings lands- manna,“ segir Eiríkur Hjálmarsson upp- lýsingafulltrúi í tölvupósti við fyrirspurn Fréttatímans. Hann vísar til vatnsbóla við Myllulækjartjarnir og Gvendarbrunna. „Þetta er ekki sumarhúsabyggð, heldur að verulegu leyti heilsársbyggð, það er íbúða- byggð. Það fer illa saman við vatnsverndina.“ Ragna hefur litla trú á þeim skýringum. Allir sumarhúsaeigendurnir hafi verið skikk- aðir til þess að setja niður stórar rotþrær fyrir um sjö árum síðan. „Mín kostaði þá á bilinu sex hundruð þúsund til milljón.“ Því finnst henni erfitt að sjá að vatnsbólunum stafi meiri hætta af þessum bústöðum en til dæmis Vatnsendabyggðinni. Í bréfi til sumarhúsaeigandanna er þeim bent á að í leigusamningi standi að við lok leigutíma geti leigusali „vísað leigutaka burt af landinu með mannvirki og girðingar, sem skuli rífa eða fjarlægja, leigusala að kostnað- arlausu, þegar þess er krafist.“ Eiríkur vildi ekki ræða til hvaða aðgerða verði gripið verði sumarhúsaeigendurnir ekki við því. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður á næsta sumarhús við Rögnu og kannast ekki við að hafa fengið bréf um að leigu- samningi um lóðina verði ekki endurnýjaður. „Ég hef alla pappíra upp á það að þetta er erfðafestuland,“ segir hann. Land hans er listað upp meðal þeirra sem fá ekki endurnýjaðan samning. Erfðafesta á landi er óuppsegjanleg leiga. Þá hefur einstaklingi verið veittur réttur til að nýta land og rétturinn erfist eins og aðrar eignir. Slíkir samningar voru algengir framyfir miðja 20. öld en eru ekki gerðir í dag. „Ef að á að leita um að losa erfðafestu þurfa þeir að kaupa allt sem er á eigninni á fullu verði,“ segir Hrafn en foreldrar hans áttu húsið á undan honum. Sumarhúsið brann fyrir um tíu árum og byggði Hrafn þá annað. Hann segir að lóðina hafi Þórður Sveinsson yfirlæknir keypt af Einari Ben. - gag Hrafn stikkfrí á erfðafestulandi Frumvarp um lán til Vaðlaheiðarganga Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild til að undirrita lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. Kostnaður við gangaframkvæmdina er áætlaður um 8,7 milljarðar króna, án virðisaukaskatts. Samkvæmt frumvarpinu skulu Vaðla- heiðargöng hf, eignir þess og tekjustreymi, vera fullnægjandi tryggingar fyrir láninu. Vaðlaheiðargöng eru á samgönguáætlun þeirri sem innanríkisráðherra mælti nýverið fyrir á Alþingi. Verði frumvarp þetta ekki að lögum, segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins, mun ríkissjóður kosta Vaðlaheiðargöng að fullu þegar að þeim kemur á samgönguáætlun. - jh Íslendingum fjölgaði um 0,4 prósent á síð- asta ári Íslendingum fjölgaði um 0,4 prósent á síðasta ári, eða um 1.123 einstaklinga. Hinn 1. janúar voru þeir 319.575, að því er fram kemur í Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands gefur út. Árið 2011 fæddust 4.496 börn, 2.327 drengir og 2.169 stúlkur, en 1.985 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 2.511. Í fyrra fluttust 6.982 utan en 5.578 til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 1.404 árið 2011. Drengir sem fæddust í fyrra geta vænst þess að ná 79,9 ára aldri en stúlkur eiga hins vegar von á að ná að meðaltali 83,6 ára aldri. - jh Grand Hótel Reykjavík Svansvottað Stærsta ráðstefnuhótel landsins, Grand Hótel Reykjavík, hefur hlotið vottun Norræna umhverfismerkisins samkvæmt viðmiðunarreglum fyrir hótel, að því er fram kemur í tilkynningu hótelsins. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, afhenti Ólafi Torfasyni, stjórnarformanni hótelsins, leyfið síðastliðinn föstudag. Í umhverfisstefnu hótelsins segir að unnið sé markvisst að því að draga úr orku- og vatnsnotkun. Ávallt sé leitast við að kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu þegar það er mögulegt og bjóða upp á lífrænt ræktaðar vörur, meðal annars lífrænt vottaðan morgunverð. Allt sorp er flokkað og sent til endur- vinnslu. - jh veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur SuðveStlæG átt, Súld oG ÞokuMóðA S- oG v-lAndS en bjARtviðRi AnnARS StAðAR. Milt. HöfuðboRGARSvæðið: HæG SuðVEStLæG ÁTT og SúlD eðA ÞokUmÓðA HæG veStlæG átt oG Súld eðA Þoku- MóðA en noRðAuStlæG átt noRðAntil oG SkýjAð. HöfuðboRGARSvæði : HæG VEStLæG Átt OG RiGNiNG HelduR vAxAndi SunnAnátt oG RiGninG uM Allt lAnd, HlýnAndi veðuR. HöfuðboRGARSvæðið: SuNNANÁtt OG RiGNiNG Suðvestlægar áttir og fremur milt. Það lítur út fyrir fremur milt veður þessa páskana. Suðvestlægar áttir og súld eða þokuloft S- og V-til og eins með norðurströndinni a.m.k. á skírdag og föstudaginn langa, en á laugardag snýst í norðaustlæga og síðar austlæga átt NA-lands. Hiti verður yfirleitt talsvert yfir frostmarki, og nær hiti jafnvel 10-12 stigum sunnanlands, en það kólnar væntanlega heldur á laugardag. Á laugardagskvöld og páskadag gengur í sunnanátt með rigningu um mest allt land, og veður vindur á bilinu 8-15 m/s, hvassast á Austfjörðum 7 7 9 9 8 6 5 4 3 7 9 8 8 6 9 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 5.-8. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.