Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Page 11

Fréttatíminn - 05.04.2012, Page 11
Sigurður Óli Hákonarson • MSc í fjármálum fyrirtækja frá HR • Sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka „Helsti kostur meistaranáms í fjármálum fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík eru kennararnir sem hafa mikla og haldgóða reynslu á viðkomandi sviði, bæði af innlendum og erlendum markaði. Kennslufyrirkomulagið byggði á skynsamlegri blöndu fræðilegrar kennslu og raunhæfra verkefna,   nemendahópurinn var öflugur og aðstaðan í HR til fyrirmyndar.“ Velkomin í framsækinn alþjóðlegan háskóla Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl Heimilin svartsýn á verðlagsþróun Heimili landsins eru ekki bjartsýn á að verðbólgan hér á landi hjaðni næsta árið. Þau væntu þess á fyrsta ársfjórðungi að verðbólgan á næstu 12 mánuðum yrði 6,5 prósent, en verðbólgan var að meðaltali 6,4 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á fjórðungnum. Hafa verðbólguvænt- ingar þeirra jafnframt aukist nokkuð frá síðasta ársfjórðungi liðins árs en þá væntu heimilin þess að verðbólgan yrði 6,0 prósent á næstu 12 mánuðum. Eru þau jafnframt töluvert svartsýnni á verðlagsþróunina hér á landi en þau voru fyrir ári. Þetta sést í niður- stöðum könnunar Capacent Gallup sem Seðlabanki Íslands birtir í Hagvísum bankans fyrir mars. Það að heimilin séu orðin svartsýnni á verðbólguhorfur er í takti við sýn stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins. - jh Íbúðalánasjóður eignast æ fleiri íbúðir Íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs heldur áfram að fjölga og í lok síðasta árs átti sjóðurinn samtals 1.606 fasteignir og fjölgaði þeim um 537 á árinu. Fasteign- um í eigu sjóðsins hefur fjölgað verulega undanfarin tvö ár en í byrjun árs 2010 átti sjóðurinn 347 íbúðir og hefur þeim því fjölgað um 1.259 á aðeins tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi Íbúðalánasjóðs, sem Greining Íslands- banka vitnar til. Þessi mikla aukning er tilkomin vegna greiðsluerfiðleika lántak- enda hjá sjóðnum en á árinu 2010 leysti Íbúðalánasjóður til sín 854 fasteignir til fullnustu krafna og á síðasta ári voru 691 fasteignir innleystar. 80 prósent fasteigna sjóðsins eru á landsbyggðinni. Flestar íbúðir á sjóðurinn á Suður- nesjum eða 401 íbúð. Á höfuðborgar- svæðinu eru 336 í eigu sjóðsins. Í árslok 2011 voru 642 fasteignir í útleigu eða 40,2 prósent af heildarfjölda fasteigna í umsjón sjóðsins. - jh Íslensk fyrirtæki mjög skuldsett Þrátt fyrir að aukin hreyfing hafi komist á fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja á síðasta ári og fjárhags- staða íslenskra fyrirtækja fari almennt batnandi er mikil skuldsetning þeirra áhyggjuefni. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem telur að margvíslegar hættur stafi af mikilli skuldsetningu atvinnulífsins, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslands- banka. Skýrslan byggir á könnun meðal stjórnenda 120 stórra fyrirtækja á völdum samkeppnismörkuðum en þessi fyrirtæki standa undir helmingi af veltu allra íslenskra fyrirtækja. Það er Sam- keppniseftirlitinu áhyggjuefni hversu skuldsett íslensk fyrirtæki, sem þó hafa lokið endurskipulagningu, eru ennþá. Þannig telur um þriðjungur stjórn- enda stærri íslenskra fyrirtækja, sem hafa verið seld eða gengið í gegnum endurskipulagningu, að fyrirtækið geti ekki staðið undir núverandi skuldabyrði eða að óvíst sé að það geti staðið undir henni. - jh Gylfi Þór leikmaður mars í ensku úrvalsdeildinni Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, var valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni en hann spilaði frábærlega með nýliðunum. Þetta er mikill heiður fyrir íslenska landsliðsmanninn sem er fyrsti Ís- lendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun, sagði í Vísisfrétt í gær. Sérstök nefnd ensku úrvalsdeildarinnar velur besta leikmanninn. „Gylfi kemst í flottan hóp með því að hljóta þessi verðlaun,“ sagði í fréttinni, „en menn eins og David Silva, Robin van Persie, Gareth Bale og Scott Parker hafa allir hlotið þau í vetur.“ - jh Fjórðungur í skuldavanda Eitt af hverjum fimm skuldsettra heimila í landinu var í greiðsluvanda í lok árs 2010. Eru þetta 21 þúsund heimili. Þá voru 37,5% skuldsettra húseigenda með neikvætt eigið fé í húsnæði sínu í lok ársins 2010 eða sem nemur um 27% allra húseigenda. Hlutfall skuldsettra heimila í greiðsluvanda nær tvöfaldaðist frá ársbyrjun 2007 og fram að hruni og fór úr 12,5% í 23,5% á tímabilinu. Hlutfall heimila í greiðsluvanda náði svo hámarki í 27,5% haustið 2009 en lækkaði svo niður í 20% í lok árs 2010 í kjölfar greiðslujöfnunar, hækkunar launa og endurútreiknings ólöglegra lána. Greining Íslandsbanka segir að 25% væru í greiðsluvanda í stað 20% ef ekki hefði komið til þessara aðgerða. - jh Mikil fjölgun hótelgesta Gistinætur á hótelum í febrúar voru 102.600 samanborið við 79.900 í febrúar 2011. Gisti- nætur erlendra gesta voru um 78% af heildar- fjölda gistinátta í febrúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 33% samanborið við febrúar 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 13%. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum, að því er Hag- stofa Íslands greinir frá. Á höfuðborgar- svæðinu voru tæplega 80 þúsund gistinætur í febrúar og fjölgaði um ríflega 30% frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vest- fjarða fjölgaði gistinóttum mikið á milli ára, voru 2.800 samanborið við 1.200 í febrúar 2011. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum einnig mikið, voru 1.600 samanborið 1.000. Á Norðurlandi voru 4.900 gistinætur á hótelum í febrúar sem er um 25% aukning. Á Suður- nesjum voru gistinætur 4.400 í febrúar sem er 13% aukning. Á Suðurlandi voru 9.000 gistinætur á hótelum í febrúar sem er 6% aukning. - jh Söluskáli ónýtur Söluskálinn Blái turninn við Háaleitisbraut í Reykjavík eyðilagðist í bruna í gær, miðviku- dag. Eldurinn kom upp um klukkan ellefu. Talið er að kviknað hafi í út frá steikarpotti og á örskotsstundu varð söluskálinn alelda. Kona, sem var í skálanum þegar eldurinn kviknaði, komst út af sjálfsdáðum og sakaði ekki. Mikill viðbúnaður var vegna brunans. Loka þurfti Háaleitisbraut fyrir umferð milli Miklubrautar og Listabrautar. Slökkviliðs- menn létu rífa þak skálans með aðstoð vinnuvéla. - jh fréttir 11 Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.