Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 14

Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 14
D raumalíf. Það er ekki hægt að segja annað en að Hulda Þórey Garð- arsdóttir og Steindór Sigurgeirsson haf i skapað sér og börnum sínum fjórum óhefðbundna umgjörð um sitt dag- lega amstur. Reyndar má frekar segja að þau hafi bolað hversdagslífinu burt og breytt því í stöðugt ævintýri. Þau Hulda, Steindór, Starri (15 ára), Freyja (14 ára), Saga (þriggja) og Vaka (eins ár) búa á 23 metra langri tvíbytnu í Pak Sha Wan flóa í austur- hluta Hong Kong. Í bátnum hefur fjöl- skyldan búið í þrjú ár af þeim ellefu árum sem hún hefur dvalið þarna ytra. Þótt Steindór sé nú meira sem gestur hjá eigin fjölskyldu, enda alltaf með annan fótinn hér á klakanum, þar sem þau halda því einnig heimili. Hulda er nýjasti ræðismaður Íslands, ein af fáum konum sem gegna því hlutverki. Hún er konsúll Íslendinga í Hong Kong og Macau. Uppalin á Kópaskeri og býr í Hong Kong. Hver hefði trúað því? „Ég fór meira og minna að heiman þrettán, fjórtán ára gömul í alls konar vistir. Fyrst í sveit, svo heimavist að Lundi í Öxar- firði og Laugaskóla og svo í Mennta- skólann við Hamrahlíð. En ég var allt- af hjá mömmu og pabba með annan fótinn.“ Hún kaus hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri, vann í tvö ár og sérmenntaði sig svo sem ljósmóð- ir. Við útskrift var hún flogin út. „Steindór, maðurinn minn, sá möguleikann í því að vinna í Kína. Hann var á þessum tíma að vinna fyrir Sæplast og vildi vera nær þeim markaði sem hann sá möguleika á. Hann opnaði skrifstofuna sjálfur og byggði upp og stýrði í nokkur ár þar til Bjarki bróðir minn tók við taum- unum.“ Og þannig er það. Hulda er um- vafin fjölskyldu sinni í þessu ríflega sjö milljóna manna sjálfsstjórnar- héraði í Kína. Nú síðast flutti faðir hennar, Garðar Eggertsson, út á eftir þeim Steindóri. Yngri systir hennar, Rebekka Kristín, og bróðir, Bjarki, höfðu fyrr fylgt í fótspor þeirra. Sam- tals eru þau fjórtán af tæplega fimm- tíu Íslendingum sem búa í borginni um þessar mundir. Yngsta systirin, Petra, býr svo í Danmörku og móðir hennar, Iðunn Antonsdóttir, er því ein bundin skerinu; ekki Kópa- Hulda Þórey Garðars- dóttir er ein örfárra kvenna sem gegnir stöðu ræðismanns Ís- lands. Hún er fjögurra barna móðir, rekur fæðingarþjónustu í Hong Kong, stefnir á að opna fæðingarheimili í stórborginni en fyrst verður að fá lögum breytt. Hulda býður gjarnan Íslendingum að skyggnast inn í líf sitt og á heimili fjölskyldunnar sem er um borð í ríflega tuttugu metra tvíbytnu í Pak Sha Wan flóa á nýja yfirráðasvæði Hong Kong eftir samrunann við Kína. Konsúll á lystisnekkju í Hong Kong Við höfum það ósköp gott. Hér er lífið afslapp- að, notalegt og rólegt. Við búum á þessum báti sem er ágætis heimili. Við vit- um aldrei í hvaða átt við snúum þegar við vöknum á morgnana. Við erum frjáls og ekki bundin rútínu annarra. skeri þó, heldur Íslandi. Ætlar að opna fæðingarheimili Hulda segir draum um líf í Hong Kong hafa verið fjarri á uppvaxtar- árunum. „Ég ætlaði að vera tamn- ingamaður – temja hesta,“ segir hún hressilega. Sældarlífið snýst þó ekki um að sötra kokteil með sól- ina í andlitinu á snekkju í Asíu. Auk þess að vera fjögurra barna móðir og konsúll á hún og rekur fæðingar- þjónustuna Annerley, ásamt mág- konu sinni, Kristrúnu Lind Birgis- dóttur. Kristrún fjárfesti nýlega í fyrir- tæki Huldu. Hún er ekki aðeins hennar hægri hönd í fyrirtækinu heldur ætla þær að dreifa álaginu af störfum konsúls sín á milli og nýta starfsmenn fyrirtækis síns í þágu þeirra sem til þeirra leita þegar á þarf að halda. Þá verður Rebekka þeim innan handar þegar leita þarf að vinnu fyrir nýflutta Íslendinga. Fyrir Huldu er þetta svo sem ekk- ert nýtt verklag sem þarf að hrinda í framkvæmd. Þau hjónin hafa hjálpað mörgum sem sest hafa að í Hong Kong og heimili þeirra oft verið sem gistiheimili. „Við Steindór höfum staðið í alls Ísland togar í og fjölskyldan kemur oft heim frá Hong Kong. Hún er einnig með heimili hér á landi, enda rekur maður hennar Steindór fiskvinnslu hér og er alltaf með annan fótinn á klakanum. Sólon Íslandus á siglingu. Þau Hulda og Steindór keyptu bátinn, lengdu og gerðu upp eftir eigin höfði. Snekkjan er 23 metrar á lengd og útbúin til hnattsigl- ingar. 14 viðtal Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.