Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 14
D raumalíf. Það er ekki hægt að segja annað en að Hulda Þórey Garð- arsdóttir og Steindór Sigurgeirsson haf i skapað sér og börnum sínum fjórum óhefðbundna umgjörð um sitt dag- lega amstur. Reyndar má frekar segja að þau hafi bolað hversdagslífinu burt og breytt því í stöðugt ævintýri. Þau Hulda, Steindór, Starri (15 ára), Freyja (14 ára), Saga (þriggja) og Vaka (eins ár) búa á 23 metra langri tvíbytnu í Pak Sha Wan flóa í austur- hluta Hong Kong. Í bátnum hefur fjöl- skyldan búið í þrjú ár af þeim ellefu árum sem hún hefur dvalið þarna ytra. Þótt Steindór sé nú meira sem gestur hjá eigin fjölskyldu, enda alltaf með annan fótinn hér á klakanum, þar sem þau halda því einnig heimili. Hulda er nýjasti ræðismaður Íslands, ein af fáum konum sem gegna því hlutverki. Hún er konsúll Íslendinga í Hong Kong og Macau. Uppalin á Kópaskeri og býr í Hong Kong. Hver hefði trúað því? „Ég fór meira og minna að heiman þrettán, fjórtán ára gömul í alls konar vistir. Fyrst í sveit, svo heimavist að Lundi í Öxar- firði og Laugaskóla og svo í Mennta- skólann við Hamrahlíð. En ég var allt- af hjá mömmu og pabba með annan fótinn.“ Hún kaus hjúkrunarnám við Háskólann á Akureyri, vann í tvö ár og sérmenntaði sig svo sem ljósmóð- ir. Við útskrift var hún flogin út. „Steindór, maðurinn minn, sá möguleikann í því að vinna í Kína. Hann var á þessum tíma að vinna fyrir Sæplast og vildi vera nær þeim markaði sem hann sá möguleika á. Hann opnaði skrifstofuna sjálfur og byggði upp og stýrði í nokkur ár þar til Bjarki bróðir minn tók við taum- unum.“ Og þannig er það. Hulda er um- vafin fjölskyldu sinni í þessu ríflega sjö milljóna manna sjálfsstjórnar- héraði í Kína. Nú síðast flutti faðir hennar, Garðar Eggertsson, út á eftir þeim Steindóri. Yngri systir hennar, Rebekka Kristín, og bróðir, Bjarki, höfðu fyrr fylgt í fótspor þeirra. Sam- tals eru þau fjórtán af tæplega fimm- tíu Íslendingum sem búa í borginni um þessar mundir. Yngsta systirin, Petra, býr svo í Danmörku og móðir hennar, Iðunn Antonsdóttir, er því ein bundin skerinu; ekki Kópa- Hulda Þórey Garðars- dóttir er ein örfárra kvenna sem gegnir stöðu ræðismanns Ís- lands. Hún er fjögurra barna móðir, rekur fæðingarþjónustu í Hong Kong, stefnir á að opna fæðingarheimili í stórborginni en fyrst verður að fá lögum breytt. Hulda býður gjarnan Íslendingum að skyggnast inn í líf sitt og á heimili fjölskyldunnar sem er um borð í ríflega tuttugu metra tvíbytnu í Pak Sha Wan flóa á nýja yfirráðasvæði Hong Kong eftir samrunann við Kína. Konsúll á lystisnekkju í Hong Kong Við höfum það ósköp gott. Hér er lífið afslapp- að, notalegt og rólegt. Við búum á þessum báti sem er ágætis heimili. Við vit- um aldrei í hvaða átt við snúum þegar við vöknum á morgnana. Við erum frjáls og ekki bundin rútínu annarra. skeri þó, heldur Íslandi. Ætlar að opna fæðingarheimili Hulda segir draum um líf í Hong Kong hafa verið fjarri á uppvaxtar- árunum. „Ég ætlaði að vera tamn- ingamaður – temja hesta,“ segir hún hressilega. Sældarlífið snýst þó ekki um að sötra kokteil með sól- ina í andlitinu á snekkju í Asíu. Auk þess að vera fjögurra barna móðir og konsúll á hún og rekur fæðingar- þjónustuna Annerley, ásamt mág- konu sinni, Kristrúnu Lind Birgis- dóttur. Kristrún fjárfesti nýlega í fyrir- tæki Huldu. Hún er ekki aðeins hennar hægri hönd í fyrirtækinu heldur ætla þær að dreifa álaginu af störfum konsúls sín á milli og nýta starfsmenn fyrirtækis síns í þágu þeirra sem til þeirra leita þegar á þarf að halda. Þá verður Rebekka þeim innan handar þegar leita þarf að vinnu fyrir nýflutta Íslendinga. Fyrir Huldu er þetta svo sem ekk- ert nýtt verklag sem þarf að hrinda í framkvæmd. Þau hjónin hafa hjálpað mörgum sem sest hafa að í Hong Kong og heimili þeirra oft verið sem gistiheimili. „Við Steindór höfum staðið í alls Ísland togar í og fjölskyldan kemur oft heim frá Hong Kong. Hún er einnig með heimili hér á landi, enda rekur maður hennar Steindór fiskvinnslu hér og er alltaf með annan fótinn á klakanum. Sólon Íslandus á siglingu. Þau Hulda og Steindór keyptu bátinn, lengdu og gerðu upp eftir eigin höfði. Snekkjan er 23 metrar á lengd og útbúin til hnattsigl- ingar. 14 viðtal Helgin 5.-8. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.