Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 18
Sigurvissir Svíar
Hvert sem litið er í Eurovision-veröldinni, þar sem spennan eykst dag frá degi, eru Svíar taldir
sigurstranglegir. „Þeir gætu þurft áfallahjálp vinni þeir ekki keppnina í ár, svo sigurvissir eru þeir,“
segir Haukur Johnson áhangandi keppninnar sem býr í Stokkhólmi. Haukur, ásamt Hrafnhildi
Halldórsdóttur, Eurovision-kynni, spáir í spilin með Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur.
Serbía
Željko Joksimovic snýr aftur, fertugur
að aldri. Hann varð í öðru sæti árið
2004 með lagið Lane Moje. Samdi
lagið um Leylu sem varð í þriðja sæti
í keppninni 2006 og einnig lagið Oro
sem varð sjötta árið 2008.
670 þúsund Svíar af þeim fjórum milljónum sem
kusu í Melodifestivalen völdu lagið Euphoria sem
Loreen syngur. Það er met í keppninni þar á bæ.
Loreen er 28 ára gömul.
Sv
íþ
jó
ð
Jú, jú. Það er rétt. Jedward’s
bræður mæta aftur til leiks.
Írland
England
Hver kannast ekki
við Engelbert
Humperdinck?
Hann hefur selt
yfir 150 millj-
ónir platna allt
frá sjöunda
áratugnum
og freistar
þess að vinna
Eurovision með
angurværri
ballöðu.
Frakkland
Anggun hefur þegar selt tvær
milljónir platna í Evrópu. Hún
var þekkt í austurlöndum áður
en hún fluttist til Frakklands í
leit að heimsfrægð. Hún hefur
verið með franskan ríkisborg-
ararétt í fimmtán ár. Kunnug-
legt blístur einkennir lagið.
Kýpur
Kýpurbúar senda sænskuskotið lag með afar einföldum texta, La La Love.
Lagið er þegar farið að hljóma á dansstöðum borgarinnar. Hin gullfallega Ivi
Adamou flytur lagið fyrir Kýpur.
Rússnesku ömmunum hefði hugsanlega gengið betur í
keppni án dómnefnda. En hver veit? Ömmurnar koma frá
Udmurtia í Rússlandi og hafa verið þekktar frá 2008 í
heimalandinu. Lagið heitir Party For Everybody. Þær
eru ekkert að grínast og lögðu Dima Bilan, sem vann
Eurovision árið 2008, í rússnesku undankeppninniRússland
Íslenski hópurinn
ferðast lengst allra
Flogið út: Að morgni 12. maí
Flugið: Keflavík-Frankfurt, Frankfurt-Istan-
búl, Istanbúl-Bakú.
Lenda: Um klukkan 01.30 að morgni 13. maí.
Flogið heim: Baku-Istanbúl, Istanbúl-London,
London-Keflavík.
Með þeim Grétu og Jónsa fer fólkið sem
annast hár, förðun, sviðsfatnað, sviðshreyf-
ingar og söngþjálfun, ásamt fjölmiðlafulltrúa
flytjenda.
Frá RÚV fara sex: Liðsstjóri, aðstoðarliðs-
stjóri, myndpródúsent, myndatökumaður,
fréttakona og kynnir. Allt í allt: 18.
Noregur
Flottasta lagið hvað varðar
dansatriði í keppninni í ár,
segir Eurovision-Haukur.
Heldur ekki út lagið, segir
útvarps-Hrafnhildur. Þá
er bara fyrir áhugasama
að lækka í tækinu og
njóta ;-)
J á, Ísland komst áfram. Ég verð ekki eldri. Vá. Til hamingju.“ Hver gleymir þessum ummælum? Hrafnhildur Halldórsdóttir var kynnir RÚV á
Eurovision í fyrra, hún varð eldri og telur að sænska
lagið muni gera það gott í ár. „Það hefur allt til að bera,“
segir hún og staðfestir um leið að hún kynni einnig
keppnina fyrir hönd Ríkissjónvarpsins í Bakú í Aserba-
ídsjan í lok maí í ár.
Hrafnhildur er ekki ein um að telja sænska lagið
sigurstranglegt í ár. Haukur Johnson, Eurovision-
aðdáandi, kolféll fyrir laginu í undankeppni Svía. Hann
fagnaði ógurlega þegar ljóst varð að Euphoria yrði fram-
lag þeirra í ár, þar sem hann stóð í yfirfullum salnum á
úrslitakvöldi Melodifestivalen í Stokkhólmi í ár, en
þar býr Haukur.
„Þetta lag er algjört „breakthrough“. Allur
fókusinn er á söngkonunni. Mér finnst líka
eins og hún sé að syngja um eitthvað magn-
að; eins og hún sé að uppgötva eldinn eða
eitthvað álíka. En svo er lagið víst bara um
ástina! Með hárið fyrir augunum, svo tætt,
já bara eins og hellisbúi,“ segir hann.
Íslendingar fara lengst
Íslensku flytjendurnir gætu ekki farið
lengra til að taka þátt í Euro-
vision. Reyndar er það svo,
samkvæmt vefnum bigthink.
com að engin þjóð þarf að
fara lengra. Íslenska sendi-
nefndin; sex frá RÚV og 12
frá flytjendunum sjálfum,
eftir því sem Frétta-
tíminn
kemst
næst,
flýg-
ur
4.827
kíló-
metra
leið, sé loftlínan
mæld. Lagið tekur
þátt í fyrri undan-
keppninni 22. maí.
Flytjendurnir Gréta Mjöll
og Jónsi eru önnur á svið
og með fimmtíu prósent líkur á
því að komast í aðalkeppnina.
Báðum, Hrafnhildi og Hauki,
finnst lagið líklegt til að ná ár-
angri. „Ég spái því góðu
gengi,“ segir Hrafn-
hildur.
„Já,“ samsinnir
Haukur. „Lagið gæti
gert hvað sem er. Það
er nógu kraftmikið og
öðruvísi, íslenskt og
flott. Það gæti unnið. Við erum í það minnsta örugg upp
í aðalkeppnina,“ segir hann og slær á væntingarnar um
sigur, hann sé frátekinn fyrir Svía, og þeir þurfi líkast til
áfallahjálp ef sigurinn verður ekki þeirra.
Rétt eins og þau tali daglega saman í síma eða sitji
hlið við hlið á miðju trúnó nefna þau sigurstranglegustu
lögin einni röddu – svo sammála eru þau: Hrafnhildur í
Fossvogi og Haukur í Svíþjóð og þekkjast líklegast bara
ekki neitt.
Sammála um topplögin
Hrafnhildur: „Svíþjóð: Flott. Ítalska lagið: Flott,
en ég er þó óánægð með að þeir skyldu ekki syngja
það á ítölsku. Það var flottara þannig. Kýpur er flott
og þar er dóttir mín tvítug sammála enda lagið komið
að hennar sögn á fullt í spilun á skemmtistaðnum
Austur. Þá finnst mér Engelbert Humperdinck, sem
flytur breska lagið, flottur. Þýska lagið venst. Það er lag
sem mér fannst ekkert til koma fyrst en heyri nú að það
er húkkur í því.“
Haukur: „Svíþjóð, og vonandi er ég ekki bara með-
virkur þar sem ég bý hér úti. Margir nefna Rússland og
ömmurnar þeirra, en ég held að dómnefndirnar komi í
veg fyrir það. Ég held að bæði Ítalía og Bretland eigi eftir
að koma á óvart. Í báðum tilvikum eru flottir flytjendur
og þessi breski er víst eitthvað þekktur, þótt ég hafi ekki
þekkt hann. Það virðist engum líka illa við þetta lag og
ég þykist viss um að dómnefndirnar eigi eftir að gefa
því lagið mörg stig. Ef að áhorfendur fíla hann, tel ég að
hann eigi hreinlega möguleika á að koma öllum á óvart og
vinna.“
En hvernig er keppnin í ár í samanburði við
fyrri ár? „Í fyrra fannst mér fólk ekki hópast
í kringum einn keppanda eins og þann
sænska nú,“ segir Haukur. Hrafnhildur
telur gæðin síðri en í fyrra: „Já, ég er
á því að lögin séu slakari.“
Um það geta Eurovision-nördar
nú rifist en þó mest um það hvort
til sé eitthvað sem kallist Eurovision-
formúla.
„Já, hún er til,“ segir Haukur. „Það
er í raun sænska formúlan. Í
keppninni í ár eru fimm
lög samin af Svíum, þeir
fylgja þessari formúlu, en
það er ekki til formúla að
sigri. Það verður að heilla
fólk með því að koma því
á óvart og alls ekki víst
hvernig það er gert. Það
þýðir ekki að koma með
Carolu einu sinni enn
með upphækkun í lokin
til að tryggja sigur. Það er
bara ekki nóg.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
4.287 km loftlína til Bakú
18 eurovision Helgin 5.-8. apríl 2012