Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 22

Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 22
S jö bóka flokkurinn um Harry Potter fór frekar rólega af stað og þrátt fyrir yfir- þyrmandi ógnina sem fylgdi þeim sem ekki mátti nefna var áhyggjulaus ævin- týraandi bernskunnar ríkjandi en eftir því sem Harry varð eldri stigmagnaðist ógnin og myrkr- ið færðist yfir. Það má því vel ímynda sér að Harry hafi kennt ungum lesendum að meta skrímsli, hroll og lífsháska á prentuðum síðum og að þeir unglingar sem tæta þessi misserin í sig Ljósaskiptabækurnar og Hungurleikana hafi vaxið úr grasi með Harry. Allt eru þetta fantasíur, þótt ólíkar séu, og Hungur- leikarnir eru í raun jarðtengdastir og eiga sér stað einhvers staðar í nálægri framtíð. Harry Potter lifir í tveimur ólíkum heimum, þeim sem við þekkjum og töfraveröldinni og kærustuparið Edward og Bella eiga sitt ást- arævin- týri á okk- ar tímum í heiminum eins og við þekkjum hann fyrir utan auðvitað að þangað hafa leitað vampírur og varúlfar. Fyrirbæri sem eru sjálfsögð í galdraheimi Potters. Ófögur framtíðarsýn The Hunger Games kom fyrst út árið 2008 og er fyrsta bókin í þriggja bóka flokki en í kjölfarið komu Catching Fire (2009) og Mockingjay (2010). Höfund- urinn Suzanne Collins skrifar fyrir stálpaða unglinga en þó þannig að fólk á öllum aldri getur notið bókana, hafi það yfirleitt áhuga á þvi að stíga inn í drungalega framtíðarsýn hennar. Frá því The Hunger Games kom út hefur hún verið þýdd á 26 tungumál og útgáfurétturinn verið seldur til 38 landa. Vinsældir bókanna tóku síðan hressi- legan kipp þegar bíómyndin kom út en rétt eins og bókunum hefur myndinni verið gríðarlega vel tekið, bæði af áhorfendum og gagnrýnendum, og aðsókn- armetin féllu eins og unglingar í Hungurleikum. Söguheimur Collins er nokkuð dæmigerð dy- stópía, eða and-útópía þar sem 1984 Orwells er önd- vegisrit; þar sem ranglæti, fátækt, einræði og skoð- anakúgun ríkja. Bandaríkin heyra sögunni til eftir langvarandi borgarastríð og aðrar hörmungar en upp úr rústum þeirra reis ríkið Panem. Landinu er skipt í tólf svæði sem hverfast um höfuðborgina Capitol. Þeir sem byggja borgina lifa í vellysting- um í hátæknivæddu samfé- lagi og kúga bláfátækan lítilmagnann á svæð- unum tólf. Hungur- leikarnir eru gamalt kúgunartæki sem eru notaðir til þess að bæla allar uppreisnarhugmyndir hinna undirokuðu. Leikarnir festust í sessi eftir að löngu borgarastríð- inu lauk og eru bæði refsing og áminning til þegn- anna um að þeim sé hollast að halda sig á mottunni. Hverju svæði gert að senda eina stelpu og einn strák, á aldrinum tólf til átján ára, á Hungurleikana ár hvert. Þar berst unga fólkið upp á líf og dauða þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari sem fær að njóta lífsins í frægðarljóma við alsnægtir það sem eftir er. Þetta er ef til vill ekki ýkja frumlegt og Collins hefur verið legið á hálsi að taka ótæpilega hugmynd- ir frá japönsku kvikmyndinni Battle Royale auk þess sem greina má bergmál frá þekktum dystópíum á borð við 1984 áðurnefnda, THX 1138, The Running Man og svo mætti lengi telja. Í beinni frá Colosseum Bækur Collins virðast höfða mest til unglings- stúlkna sem lesa þær af ákafa og flykkjast þessa dagana í bíó til að sjá myndina sem byggir á fyrstu bókinni. Líklega ræður krafturinn í aðalsögupersón- unni Katniss Everdeen miklu um áhuga stelpna á The Hunger Games en hún er hörkutól með bein í nefinu sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna; huguð og sjálfstæð sem hefur til að bera tilfinningagreind í betra lagi og lætur hjartað ráða för. Og þar skilur á milli feigs og ófeigs þegar á vígvöllinn er komið. Faðir Katniss fórst í námuslysi nokkrum árum áður en sagan hefst og síðan þá hefur hún haldið móður sinni og systur gangandi en mamman er hálf- gert flak eftir að hafa misst eiginmann sinn. Katniss stundar meðal annars ólöglegar veiðar til þess að fæða fjölskylduna og er þekkt á svæðinu fyrir ótrú- lega bogfimi, sem vitaskuld kemur sér einnig vel þegar á hólminn er komið. Hungurleikarnir eru ekki einungis grimmileg að- ferð til þess að ógna og kúga fjöldann þar sem þeir eru einnig helsta afþreying landsmanna ár hvert og er sjónvarpað beint um allt Panem þannig að leik- arnir sverja sig í ætt við hringleikhús Rómverja til forna þar sem skylmingaþrælar söxuðu hver ann- an niður og ljón gæddu sér á kristnum múgnum til ánægju og yndisauka. Sjálf segir Collins að hún hafi fengið hug- myndina að sögunni þegar hún var á sjón- varpsstöðvaflakki með fjarstýringuna á lofti. Á einni rásinni sá hún fólk keppa í raunveruleikasjónvarpsþætti og á annarri voru fréttamyndir frá innrásinni í Írak. Þetta tvennt rann saman í huga hennar á „ónotalegan hátt“ og hugmyndin að The Hunger Games varð til. Þegar drápsæðið grípur unglinglinginn Þegar fyrsta bókin um Harry Potter kom út árið 1997 greip magnað lestraræði börn og unglinga um allan heim. Töfrar Potters voru svo magnaðir að tölvuleikir og sjónvarpsgláp mátti víkja fyrir bókunum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá því fyrsta bókin um Harry Potter kom út hafa tveir aðrir bókaflokkar helst heillað unga fólkið: Twilight-serían, sem fjallar um ástir dauðlegrar stúlku og vampíru og hefur gert það gott og svo nýjasta æðið sem snýst um Hungurleikana. Allir eiga þessir bókaflokkar það sameiginlegt að yfir þeim hvílir ákveðinn drungi og háski með hryllingsívafi. Bækur Coll- ins virðast höfða mest til unglings- stúlkna sem lesa þær af ákafa. Persónutöfrar, kjarkur og uppreisnarandi Catniss gerir hana að helstu stjörnu Hungurleikanna og hún vinnur áhorfendur á sitt band en með hjálp styrktaraðila má komast langt á blóðvellinum. Raunverulegar limlestingar og dauði eru engin nýjung þegar kemur að afþreyingu og hringleikarnir í Róm eru sjálfsagt þekktasta dæmið um samruna ofbeldis og afþreyingar. Eitthvað á mannkynið víst að hafa þroskast siðferðislega í gegnum aldirnar og „allt í plati“ ofbeldi leysti hringleika og opinberar aftökur af en í kjölfar raunveruleikasjónvarpsbyltingarinnar þar sem fólk er látið éta pöddur, stofna sér í alls kyns hættu og svíkja og ljúga sig áfram í keppni um milljón dollara hefur sú spurning vaknað hvort ekki styttist í að hringnum verði lokað með því að flytja rómverskt hringleikahús heim í stofu. Slíkur er veruleiki Catniss Everdeen í The Hunger Games en hugmyndin um raunveruleikasjónvarp upp á líf og dauða er síður en svo ný af nálinni. Löngu áður en raunveruleikasjónvarpsfroðan skall á heims- byggðinni skrifaði hrollvekjuhöfundurinn Stephen King-söguna The Running Man árið 1982. Þar segir frá samnefndum sjónvarpsþætti sem gengur út á það að þátttakendur, aðallega fangar, eða einhverjir sem eru komnir á útjaðra samfélagsins, eiga að reyna að komast lífs af hundeltir af þraut- þjálfuðum morðingjum. Myndavélar eru út um allar trissur þannig að ekkert fer fram hjá blóðþyrstum áhorfendum og áhorfið eykst jafnt og þétt eftir því sem hringurinn þrengist utan um dauðadæmdan flóttamanninn. Árið 1987, þegar Arnold Schwarzenegger var á hraðri og öruggri uppleið á stjörnuhiminn harðhausanna, var gerð bíómynd eftir sögu Kings. Þar lék Arnold mann sem endar sem bráð þjálfaðra morðingja fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Enginn keppandi hafði vitaskuld komist lifandi í gegnum þáttinn en Arnold er enginn venjulegur maður og skyndilega urðu veiðimennirnir bráðin. Þótt The Running Man sé komin til ára sinna minn- ir umgjörð sjónvarpsþáttarins í myndinni um margt á sambærilegan þátt í The Hunger Games þar sem mik- ið er gert út á glamúr, glens og skrautlega búninga. Banvænt raunveruleikasjónvarp Arnold hitar upp fyrir The Running Man þar sem honum er ætlað að deyja í beinni útsendingu. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Catniss er sýnd veiði en ekki gefin og býður unglingunum frá hinum svæðunum ellefu birginn í Hungurleikunum og heillar um leið lesendur bókanna og ekki síður bíógesti. 22 ævintýri Helgin 5.-8. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.