Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 30
Verslað í Brussel Mikið hefur verið rætt, ritað og þrasað um styrk sem Alþingi veitti Evrópuvakt þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnars- sonar. Þeir hafa nú gert grein fyrir ráðstöfun peninganna en Björn er þó ekki sloppinn úr skot- línu gárunganna á Facebook. Sigurjón Egilsson Duga fínu eftirlaunin ekki? Bergsteinn Sigurðsson „Yfirvigt í flugi 30.132 kr.“ Björn hefur bara sleppt sér í búðunum. Þráinn Bertelsson Til allrar hamingju virðist BB ekki hafa skaðast neitt verulega í þessum viðskiptum sínum við Evrópusambandið. Sigurður G. Tómasson Það er ekki nema von að menn verði firrtir, þegar þeir geta fengið sérstaka styrki til utanferða og skrifa á bloggsíður auk tvöfaldra eftirlauna með réttindum sem verða til á margfalt styttri tíma en hjá almenningi. Við hin verðum að kosta utanferðir okkar sjálf og fáum ekki borgað fyrir bloggskrif. Við eigum líka bara einföld lífeyris- réttindi og er refsað sérstaklega ef við vinnum fyrir tekjum. Björn Birgisson Alþingi borgaði yfirvigt Evrópuvaktarinnar hans Björns Bjarnasonar! Ætli karlinn hafi nokkuð verið að smygla ein- hverju góðgæti frá Brussel? Þóra stígur í hringinn Þóra Arnórsdóttir lýsti yfir framboði sínu til embættis forseta Íslands á fimmtudag og var eðlilega áberandi á Facebook þar sem fjölmargir beindu kastljósinu að henni. Almenn ánægja er með framboðið en einhverjir óttast að stelpu- slagur muni gagnast sitjandi forseta best. Gunnar Larus Hjalmarsson Ég lýsi hér með yfir á STUÐningi við Þóru Arnórs- dóttur. Þóru á Bessastaði 2012!!! Líf Magneudóttir Já sveimér þá - ef eitthvað má marka fb þá verður Þóra Arnórsdóttir næsti forseti lýðveldisins. Valur Grettisson Ef læk við fréttir eru einhver vísbending um niðurstöðu kosninganna, þá er Þóra að fara rústa Herdísi. Sölvi Tryggvason Ólafur Ragnar fagnar því sennilega Þóra Arnórs- dóttir bjóði sig fram til forseta eftir að Herdís tilkynnti um sitt framboð. Nú munu þær skipta á milli sín atkvæðum andstæðinga hans. Árni Snævarr Nokkuð til í því, en Herdís gæti aldrei unnið ÓRG, en það getur hins vegar Þóra. Svanborg Sigmarsdóttir Þóra og Herdís þurfa ekki endilega að vera keppi- nautar um eitthvað fast fylgi sem Ólafur „fær ekki“ . Ég sé t.d. fyrir mér að sumir kjósendur Ólafs gætu hugsað sér að kjósa Herdísi. Hallgrímur Helgason Er síðdegisútvarp Rásar Tvö að lognast út af? Fyrsta alvöru forsetaframboðið gegn sitjandi forseta í sögu landsins er að koma fram as we speak... og þau kjósa að fjalla um eikarbáta, Öskjuvatn og páskaeggjagerð... Egill Helgason Er ekki meira og minna allt Rúv vanhæft til að fjalla um þessar kosningar? Ævar Örn Jósepsson Hm. Eini frambjóðandinn sem komið hefur fram og á raunverulega möguleika á að sigra Ólaf tryggir honum embættið áfram? Það þykir mér merkileg túlkun. mar Gudmundsson Þetta snýst að sjálfsögðu um jafnræði og reglur Rúv. Það er ekki hægt að gera Þóru hærra undir höfði en öðrum frambjóðendum í þáttum Rúv, en hún er sú sjötta sem býður sig fram. Gildir einu hvort menn túlka framboðin sem “alvöru” framboð eða ekki. Jónas Kristjánsson Þótt þær séu jafnar að kostum og báðar meira en hæfar, verð ég að styðja þá, sem höfðar betur til fólks. Þórkatla Snæbjörnsdóttir Jónas, hún Herdís er svo sannarleg vel að þessu verki komin, þó svo að hún hafi ekki alltaf verið brosandi fyrir framan fólk í heimahúsum síðustu 10 árin eða svo. Þóra vel menntuð kona en Herdís frábær. Ég vil nefnilega engin Hannibalstengsl á Bessastöðum. Ég vil konu sem að hefur þurft að koma sér áfram í lífinu sjálf eins og Herdís hefur þurft að gera. Vona svo nú að ég hafi hvorki verið ósvífin né frekja. 40 fréttir vikunnar Helgin 5.-8. apríl 2012 103 mörk hafa tveir bestu fótboltamenn heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, skorað á þessu keppnis- tímabili. Messi hefur skorað 56 mörk en Ronaldo 47. Góð Vika fyrir Kolbein Sigþórsson fótboltamann Slæm Vika fyrir Brynjólf Bjarnason, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands 1606 fasteignir voru í eigu Íbúða- lánasjóðs um síðustu áramót. Þeim hefur fjölgað um 1259 á síðustu tveimur árum samkvæmt Morgunkorni greiningardeildar Íslands- banka. Syndir úr fortíð Samkeppniseftirlitið lagði í vikunni metsekt á Símann. Annars vegar skal fyrirtækið greiða 390 milljónir króna vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og hins vegar 50 milljónir vegna rangra og misvísandi upplýsingagjafar við rannsókn eftirlitsins. Brot Símans áttu sér stað á árunum 2001 til ársloka 2007 og eru mjög alvarleg að mati Samkeppniseftirlitsins. Forstjóri Símans frá 2002 til 2007 var Brynjólfur Bjarnason sem síðar sat í stól forstjóra Skipta, móðurfélags Símans, til ársloka 2010. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað sektað Símann og Skipti vegna brota á því tímabili sem Brynjólfur var yfir starfsemi félaganna. Nú starfar Brynjólfur sem framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sem hefur fjárfest meðal annars í Voda- fone, Icelandair og N1, svo nefnd séu stór fyrirtæki á viðkvæmum samkeppnismörkuðum. Helstu eigendur Framtakssjóðsins eru stærstu lífeyrissjóðir landsins. Forráðamenn sjóðanna hljóta að vera hugsi yfir því hvort Brynjólfur sé á réttum stað. 2 Vikan í tölum HeituStu kolin á prósent er fylgi Evu Joly í könnunum þar sem fylgi framforsetaframbjóðanda í Frakklandi er kannað. Fagnaði endurkomu með marki Þetta var gleðileg vika í lífi fótboltamannsins Kolbeins Sigþórssonar. Hann steig í fyrsta skipti í fimm mánuði á fótboltavöll í leik á sunnudaginn þegar hann kom inn á sem varamaður hjá liði sínu Ajax á 75. mínútu. Kolbeinn gekk til liðs við stórliðið frá Amsterdam síðasta sumar og byrjaði leik- tímabilið frábærlega. Hann skoraði fimm mörk í fyrstu átta leikjum liðsins og var kominn í hóp heitustu framherja Evrópu þegar hann meiddist í byrjun októ- ber. Meiðslin reyndust alvarleg, álagsbrot á ökkla og ekkert annað að gera en að hvíla. Kolbeinn var óvænt á bekknum hjá Ajax um helgina í leik liðsins gegn Heracles og kórón- aði endurkomuna með marki í 6-0 stórsigri. Kolbeinn og félagar eru í efsta sæti deildarinnar og eiga því góða möguleika á að fagna hollenska titlinum í vor. Barnafjölskyldur í greiðsluvanda Þeir sem eru í mestum greiðsluvanda eru annars vegar barnafjölskyldur með miðlungstekjur, og margar hverjar með gengistryggð lán, og hins vegar tekjulágir einhleypingar. Solveig Lára býður sig fram til vígslubiskups Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal, hefur tilkynnt um framboð sitt til vígslubiskups á Hólum. 28 prósent styðja ríkisstjórnina Í Gallupkönnun kemur fram að 28 prósent kjósenda styðja ríkisstjórnina. Einu sinni áður hefur stuðningur við ríkisstjórn mælst minni. Það var í byrjun árs 2009 þegar stuðningur við ríkisstjórn Geirs H. Haarde mældist 26 prósent. Íbúðalánasjóður þarf 10 milljarða Ríkissjóður þarf að leggja Íbúðalánasjóði til 10 milljarða króna til að sjóðurinn uppfylli markmiðið um 5 prósenta eiginfjárhlutfall. Það er nú 2,3 prósent. Tekist á um fermetra og rúmmetra Tekist var á um fermetra og rúmmetra í hörðum umræðum í borgarstjórn á þriðjudaginn um deiliskipulag nýs Lands- spítala við Hringbraut. Hættir viðskiptum við Ísland Dótturfyrirtæki Samherja, DFFU í Þýska- landi, hefur ákveðið að hætta öllum við- skiptum við Ísland, tímabundið. Síbrotamanni stungið inn Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á þriðjudag karlmann í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir að brjóta skilorð ítrekað. Er hann dæmdur fyrir þjófnað, vörslu fíkniefna og fyrir að aka undir áhrifum vímuefna. Aukin Visa-kortanotkun Heildarvelta íslenskra Visa-kreditkorta- viðskipta í mars jókst í mars um 3 prósent frá sama mánuði í fyrra. Innanlands jókst notkunin um 2,6 prósent og erlendis um tæplega 5,4 prósent. Líkfundur rannsakaður Mannslík fannst í sjónum úti fyrir Tromsö í Noregi fyrir helgi. Ekki hefur verið borið kennsl á það og rannsakar lögreglan hvort það geti verið af skipverja af íslenska togar- anum Hallgrími sem fórst við strönd Noregs 25. janúar. 10 prósentustig er lækkun brottfluttra frá Íslandi milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt Hagtíðindum um mannfjöldaþróun frá Hagstofu Íslands. 87 prósent er hlutfall þeirra leikmanna U-21 árs lands- liðsins í fótbolta, sem tók þátt í EM í Danmörku síðasta sumar, sem eru komnir í atvinnumennsku. Aðeins þrír af 23 eru enn að spila á Íslandi. Það eru þeir Finnur Orri Margeirsson Breiðabliki, Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV og Almarr Ormarsson Fram. Þóra Arnórsdóttir fréttamaður býður sig fram til embættis forseta Íslands. Það tilkynnti hún á blaðamannafundi í Hafnarborg í gær. Þóra er sjötti fram- bjóðandinn. Aðrir eru: Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Ástþór Magnússon athafnamaður, Jón Lárusson lögreglu- maður, Hannes Bjarnason, búsettur í Noregi og Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Þóra er með BA-próf í heim- speki og framhaldspróf í alþjóðastjór- nmálum og þróunarhagfræði frá John Hopkins-háskólanum í Washington og Bologna. Hún hefur starfað við fjölmiðla í 15 ár, lengst af á Ríkisútvarpinu. Sam- býlismaður Þóru er Svavar Halldórsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann hefur tekið sér leyfi frá störfum. Ljós- mynd/Hari 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.