Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 43
Helgin 5.-8. apríl 2012 viðhorf 41
Kemur!
Við verðum að strika þennan leik út.
Ólafur Stefánsson, landsliðsfyrirliði, var ekkert of
hress með jafntefli í vináttulandsleik í handbolta
gegn norska landsliðinu.
Besti vinur mannsins
Þetta eru rosalega góðir hundar.
Ásdís Kristjánsdóttir, dóttir skráðs eiganda tíkarinnar
Birnu sem drap kött, grípur til sígildrar varnar fyrir
hundinn.
En það er
bannað að horfa
á barma
Ef bæjarfulltrúar
fyrrverandi meiri-
hluta telja ámælis-
vert að samþykkt
bæjarráðs hafi verið
virt að vettugi verða
þeir að líta í sinn
eigin barm. Þetta
gerðist á þeirra vakt.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, kastar
funheitri kartöflu yfir til minnihlutans í þrætu um
hverjir beri ábyrgð á rekstrarleyfi súlustaðarins
Goldfinger.
Viltu örugglega vita það?
Ég vil vita við hverja
Björn talaði við. Mér
finnst það skipta
máli.
Bloggarinn
Teitur Atlason er
áhugasamur um
fjárstyrk alþingis
til Evrópuvaktar
Björns
Bjarnasonar.
Ef lífið væri svona einfalt
Ef markaðurinn tekur við sér og stækkar – þá er sjálf-
sagt nægilegt pláss fyrir alla.
Baldur Björnsson hjá Múrbúðinni spáir í plássið
fyrir Bauhaus á byggingavörumarkaði.
Nú, já. Við bíðum þá
bara
Við erum ekki þeirrar skoðun-
ar að skrifa þurfi nýja stjórnar-
skrá frá grunni.
Ólöf Nordal, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, upplýsir
að sjálfstæðismenn ætli
að skrifa stjórnarskrá
lýðveldisins.
Og ekki síður
gaman að lesa
Það er mjög gaman að
skrifa, ég geri það nánast
á hverjum degi.
Davíð Oddsson lofar
aðdáendum sínum
mörgum árum í viðbót
á Morgunblaðinu þar
sem hann fer oft mikinn
í leiðaraskrifum og
staksteinakasti.
Bloggari fimbulfambar
Það er með ólíkindum að fylgjast með skrifum Teits
Atlasonar, bloggara DV, um Evrópuvaktina og styrk
alþingis til síðunnar. Eftir að hann hafði fimbulfambað
um málið í nokkrum pistlum
tók Álfheiður Ingadóttir, þing-
maður VG, undir með honum
og gaf til kynna að Evrópu-
vaktin hefði ekki staðið alþingi
reikningsskil gerða sinna.
Björn Bjarnason
Evrópuvaktmaður lætur
Teit Atlason, bloggara, og
sporgöngufólk hans ekki eiga
neitt inni hjá sér.
Vikan sem Var
a nsi mikið af íslenskri markaðssetningu er frek-ar bitlaus til lengri tíma
litið og ansi oft verið að horfa á
skammtímasjónarmið eða ranga
hluti. Mörg fyrirtæki hafa lagt
mikla áherslu á tilboð og afslætti
síðustu misserin, oft á kostnað
þjónustu. Tilboðssíður geta verið
skynsamur kostur. Þetta á sér-
staklega við ný og lítil fyrirtæki
sem fá meira út úr því að setja
takmarkað fjármagn sitt í væna
afslætti til að reyna að brjóta upp
vanaföst mynstur neytenda. Það
skilar yfirleitt meiri árangri í stað
þess að setja pening í auglýsingar
sem neytendur reyna ómeðvitað
eða meðvitað að taka ekki eftir.
Facebook á að vera annar frelsari í íslensk-
um markaðsmálum, getur gert góða hluti sé
það notað rétt en er stórlega ofmetið eitt og
sér. Fyrirtæki eru almennt séð of upptekin við
að fá sem flesta „vini“ eða sem flest „like“, láta
sem flesta líka við vöruna eða þjónustuna, án
þess að vera með einhvers konar módel eða
hugsun um það hvernig eigi að breyta þessum
„vinum“ á endanum í viðskipti.
Markaðssetning gengur út á það að setja
saman fyrirtæki og neytendur sem hafa áhuga
á vörunni eða að virkja þá sem fyrir eru og láta
virði samskiptana vaxa. Í því sambandi er vert
að huga að neytendagreind, þeim eiginleikum
starfsfólks eða fyrirtækis sem heild, að þekkja
og læra á þarfir og langanir neytenda. Fyrir-
tæki eða starfsfólk sem skorar hátt á kvörðum
neytendagreindar er meðvitað um bæði yrtar
og óyrtar þarfir neytenda og getur þannig
skapað framúrskarandi þjónustu. Hér er yfir-
leitt um að ræða vel skipulögð neytendakerfi
sem byggja á þekkingu á neytendum og gera
þannig starfsmönnum kleift að veita persónu-
lega þjónustu sem lætur neytendur spyrja sig
„hvernig gerði hún þetta“ eða
„hvernig vissi hann þetta“? Dæmi
um þetta eru þegar bestu við-
skiptavinir veitingastaðar mæta
og uppáhaldsvínflaskan bíður á
borðinu merkt viðkomandi. Eða
þegar herra kemur með nýja
dömu inn á veitingahús og þjónn-
inn fagnar herranum og ræðir
við hann eins og ef um sjálfan
forsetann væri að ræða. Allt sem
sagt vel skipulagt og virðissköp-
unin langt umfram matinn eða
grunnþjónustuna.
Fyrirtæki sem þessi þurfa ekki
auglýsa mikið, allavega ekki til
að fá kúnna. Þau þurfa ekki að
stunda ókeypis lottó á Facebook
eða notfæra sér tilboðssíður. Þó geta flott fyr-
irtæki vissulega fengið ýmislegt út úr kynn-
ingarstarfsemi, svo sem eins og enn meiri
aðgreiningu eða virði með svokölluðum um-
myndunarauglýsingum þar sem unnið er í því
að virkja ákveðnar tilfinningar og merkingar
með kynningarstarfseminni sem svo umbyltir
reynslu neytenda af vörunni/þjónustunni.
Ég spyr nemendur mína oft að því hver sé
besta reynsla sem þau hafa átt sem neytendur
og það er nær undantekningarlaust sem við-
komandi þarf að hugsa sig vel um. Svo eftir
langa íhugun kemur einn nemandinn með
jákvæða reynslu. Það sorglega er að þessi
reynsla er yfirleitt af viðskiptum erlendis. Við
erum stöðugt að kaupa og neyta og því er und-
arlegt að fyrirtæki hér heima hafi ekki nýtt
sér tækifærið og náð að skapa sér viðvarandi
samkeppnisforskot og aðgreiningu með því að
greina hegðun neytenda og móta umhverfið
þannig að það fari vel fram úr væntingum
kúnnans. Slík fyrirtæki gera verðlagninguna
hálf ómerkilega. Við hérna heima erum hins
vegar óttalega föst í verðum.
Íslensk markaðssetning
Neytendagreind og þjónusta
Dr. Valdimar Sigurðsson,
dósent í markaðsfræði við
viðskiptadeild HR
Arður í orku framtíðar
ÁRSFUNDUR LANDSVIRKJUNAR
Silfurbergi, Hörpu
Fimmtudagur 12. apríl 2012 kl. 14-16
Aukin eftirspurn eftir raforku úr endurnýjanlegum
orkugjöfum skapar margvísleg tækifæri sem
Landsvirkjun hefur að undanförnu unnið við að
greina. Niðurstöðurnar gefa til kynna áhugaverð
tækifæri með aukinni orkuvinnslu innan núverandi
kerfis, uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar og útflutningi
um sæstreng.
> Hver er sérstaða Íslands á alþjóðlegum
raforkumörkuðum?
> Hver yrðu áhrif sæstrengs á íslenskt samfélag?
> Hverjir eru fjármögnunarmöguleikar
Landsvirkjunar við breyttar markaðsaðstæður?
Landsvirkjun býður öllum til kynningar og opinnar
umræðu um þau tækifæri sem fyrirtækið stendur
frammi fyrir og árangur ársins 2011.
Oddný G. Harðardóttir
fjármálaráðherra
Ávarp
Bryndís Hlöðversdóttir
stjórnarformaður
Ábyrgir stjórnarhættir
Hörður Arnarson
forstjóri
Árangur og áskoranir
Rafnar Lárusson
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Rekstrarniðurstöður 2011
Spurningar og umræður
Fundarstjóri er Ragna Árnadóttir,
aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Allir velkomnir
Skráning:
landsvirkjun.is/skraning
Markmið opinna funda Lands virkjunar er
að stuðla að gagnsærri og faglegri umræðu
um málefni tengd starfsemi fyrirtækisins,
sem er í eigu íslensku þjóðarinnar.