Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 05.04.2012, Qupperneq 48
Ógnir ofurtilboðanna Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL V Te ik ni ng /H ar i Veturinn er formlega búinn og vorið geng- ið í garð. Svo segir almanakið að minnsta kosti en mars mun vera síðasti vetrarmán- uðurinn hér á landi, að því er veðurfræð- ingar segja. Ekki er þar með sagt að við taki stanslaus hlýindi og stuttbuxnaveður. Íslenskt vor er stundum talsverðan tíma að koma sér í gírinn. Það þekkja þeir sem far- ið hafa í skrúðgöngur sumardaginn fyrsta. Flestir eru þá kappklæddir, að skátum undanskildum. Þeir marsera ótrauðir þótt lærin séu blá og talsverð hætta á blöðru- bólgu. Eflaust munu þeir ekki draga af sér að þessu sinni, á aldarafmæli skátastarfs á Íslandi, en hinn fyrsti sumardagur er 19. þessa mánaðar. Apríl byrjar á páskum og rétt er að slaka vel á, ef mögulegt er, alveg frá skírdegi fram á annan páskadag því þá taka vor- og sumarverkin við. Ég hef trú að því að þau verði með meira móti að þessu sinni. Ekki vegna þess að ég sé framtaksamari en verið hefur, nema síður sé, heldur hitt að það stefnir í slag á byggingavörumarkaði. Byggingavörurisinn Bauhaus auglýsir þessa dagana að hann opni bráðum stór- verslun sína á 21 þúsund fermetra gólf- plássi. Bændur hefðu væntanlega talað um 2,1 hektara ef um ræktartún sömu stærðar væri að ræða. Keppinautarnir mæta til- búnir í slaginn, Húsasmiðjan, sem gengin er til samstarfs við danska verslunarkeðju, og Byko sem fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Múrbúðin er svo á sínum stað, auk annarra sérverslana. Aukin samkeppni á þessum markaði kemur sér væntanlega vel fyrir neytendur, bæði vegna almennrar verðlækkunar og einstakra tilboða sem víst má telja að fyrirtækin bjóði í þeirri baráttu sem fram undan er, jafnvel ofurtilboða. Það eru einmitt ofurtilboðin sem ég óttast. Flestir þeir sem eiga fasteign, garð- holu eða jafnvel sumarbústaðaland vita að talsverða vinnu þarf að leggja í viðhald og umhirðu alla. Lengi má þó humma slíkt fram af sér, hvað sem líður hvatningarorð- um eiginkonu, og bera við að allt of dýrt sé að ráðast í þessa framkvæmdina eða hina, þótt einföld leti sé hin raunverulega ástæða. Komi byggingavöruverslanirnar, í sínum harða slag, aftan að værukærum mönnum með tilboðum sem ekki er hægt að hafna getur hins vegar orðið fátt um varnir. Ég veit innra með mér að ýmislegt þarf að mála, bæði úti og inni. Það hefur dregist óþarflega lengi. Þá þarf að pússa veggi í garðinum og setja upp hillur í bílskúrnum. Ég sé það fyrir mér að Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan munu bjóða inni- og útimáln- ingu á ofurtilboði, sennilega öll fyrirtækin sömu helgina. Þá má vænta þess að mín ágæta kona reki augun í þær auglýsingar. Hún er glögg á slíkt og ekki eins verkfælin og eiginmaðurinn. „Notum tækifærið og málum, það er löngu tímabært,“ segir hún eflaust, full bjartsýni og vorvítamína, um svipað leyti og ég læt kaffið renna í bollann þann helgarmorguninn og plana að teygja úr tánum og kíkja í blöð dagsins. Það veit ég líka af gamalli reynslu að ég tipla á eftir frúnni þessa tilboðshelgi í byggingavöruverslanirnar, kannski ekki tindilfættur, en fer samt í málningarleið- angur. Vissulega þarf að skrapa, sparsla og mála en það getur verið gott að hafa of hátt verð sem afsökun. Hið sama mun að öllum líkindum gerast þegar áðurnefndar versl- anir bjóða múrefni á ofurtilboðum viku síðar, eða svo. Þá verður ekki undan því vikist að nota tækifærið, holufylla og pússa veggina. Ég geri mér grein fyrir því, ekki síður en konan, að ópússaðir veggirnir í garðinum eru ekkert augnayndi – en það kostar talsvert átak að koma sér í verkið. Efni selt á ofurtilboði mun óhjákvæmilega ýta undir verklegar framkvæmdir. Þá er ótalið það sem að garðinum snýr. Garðholan okkar er kannski ekki merki- leg, að mestu steinsteypt og grjóti hulin, en öðru gegnir með skikann í sveitinni. Þar hefur jarðargróður fengið að athafna sig lítt áreittur og löngu tímabært að grisja. Saklausar örplöntur eru furðufljótar að verða að ófreskjum sem byrgja sýn til fjalls og fljóts. Smágerðar handklippur duga lítt á greinar þeirra, svo ekki sé minnst á stofna. Því brá konan við fljótt þegar hún sá rafknúnar greinaklippur auglýstar á tilboði um síðustu helgi, bæði í Byko og Húsasmiðjunni. Á þeim bæjum bíða menn ekki báhásir – ef svo má segja. Heim fórum við með klippurnar og þeirra bíður ærið verk. Runnar verða vel snyrtir fyrir sumarið, ef að líkum lætur. Svo er ofurtilboðunum fyrir að þakka. Það er því alveg óvíst hvort færi gefst á að hanga í koju langt fram eftir degi, gera síðan lítið eða ekki neitt yfir bládaginn og afreka það helst að kveldi, hvort heldur er á skírdag, föstudaginn langa, laugardaginn eða páskdagana báða, að opna bauk. Ég kemst varla upp með það að snið- ganga rafklippurnar, svona nýkeyptar á til- boði. Tækjaskortur er ekki lengur afsökun og veðurspáin eftir atvikum bærileg. Í fljótu bragði sýnist mér þetta ástand komið til með að vera. Í tilkynningu frá Bauhaus kemur fram að verslunin státar af um það bil 120 þúsund vörunúmerum. Ég gef mér að hið sama eigi við um Byko og Húsa- smiðjuna. Ofurtilboðum, sem sagt þeim sem ekki er hægt að hafna, mun því fjölga ógurlega. Hvíldartíminn er liðinn. Ballið er byrjað. Gleðilega páska – og vinnusama! 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 36 viðhorf Helgin 5.-8. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.