Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 52

Fréttatíminn - 05.04.2012, Side 52
40 heimili Helgin 5.-8. apríl 2012 KRAKKAJÓGA “Gaman gaman” 15. APRÍL - 27. MAÍ. Sunnudaga. kl 10-10.50 fyrir 4-6 ára Sunnudaga. kl. 11-12 fyrir 7-10 ára Kennt verður á leikskólanum Laufásborg Kennari: Álfrún Örnólfsdóttir 7 vikna námskeið kostar 9000 kr. Allur ágóði í krakkajóga rennur til “Sól í Tógó” Jóga fyrir Tógó www.jogasetrid.is - sími 846 1970 E nginn vafi leikur á um að ár-legur Hönnunarmars blæs lífi í landsmenn bæði leika og lærða. Bærinn bókstaf- lega fyllist af lífi og eru allir duglegir að heimsækja viðburði sem eru út um allan bæ. En það sem er minna rætt er viðskiptalegur ávinningur sem Hönnunarmars veitir. Þar ber að minnast á nokkra þætti. Heimsókn áhrifamikilla einstaklinga Fyrir það fyrsta þá býður íslenska hönnunarsamfélagið hingað heim góðum hópi áhrifaríkra einstaklinga. Þar ber að nefna formenn sænsku og norsku hönnunarsamtakanna, for- mann sænsku Hönnunarmiðstöðvar- innar, fjölda áhrifaríkra blaðamanna á þessu sviði víðs vegar að úr heim- inum og marga aðra. Umfjöllun sem verður vegna þessara heimsókna er ómetanleg og sérstaklega ef hún er jákvæð. Og sú hefur verið raunin. Margir þeirra sem komu hingað í ár sem fyrri ár voru ákaflega hrifnir af fyrir- bærinu Hönnunarmars og litu það jákvæðum augum. Formaður Svensk Form, Ewa Kumlin, ávítaði sjálfa sig á bloggi sínu fyrir að hafa ekki staðið fyrir álíka norrænu samstarfi undan- farin ár. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa kallað til svokallaðs DesignMatch eða Hönnunarstefnumóts í nánu sam- starfi við Norræna húsið þar sem stjórnendur þekktra hönnunarfyrir- tækja í Skandinavíu mæta til lands- ins og hitta sérvalda hönnuði. Allir hönnuðir sem tilheyra fagfélögunum hérlendis hafa tækifæri til þess að sækja um þessi stefnumót og sóttu tugir hönnuða um í ár að komast að. Enda eftir miklu að slæðast. Þeir sem eru virkir í hönnunargeiranum vita hversu erfitt það getur verið að komast í tæri við þá aðila sem virki- lega ráða framtíðarvali hönnuða hjá stóru fyrirtækjunum. Margir í mennt- unar og hönnnarmiðstöðvunum hafa mun greiðari aðgang að þessu fólki en hinn streðandi hönnuður sem lifir af hönnun sinni getur átt erfitt með að komast að. Þess vegna er Design- Match einstakt tækifæri fyrir alla í bransanum að láta á það reyna hvort krafta þeirra sé óskað hjá flottu fyrir- tækjunum. Í ár voru þau ekki af verri endanum. Aðilar frá Artek, Iittala, Design House Stockholm, One Col- lection og fleiri fyrirtækjum heim- sóttu Ísland og væri hver hönnuður stoltur af því að landa samningi við þessi skemmtilegu fyrirtæki. Framleiðsluferli lokatakmarkið Óskandi væri að þessi hluti muni vaxa og dafna með komandi árum. Það væri ekki úr vegi að fjalla meira um þessa viðskiptamöguleika og þroska þá enda er það draumur hvers hönnuðar að geta framfleytt sér á hönnun sinni. Það hlýtur að vera loka- takmark hönnunar að enda í fram- leiðsluferli þar sem það býðst á hinum almenna markaði. Það er að sjálf- sögðu takmark framleiðenda að finna hönnuði sem geta skapað nýjar sölu- vænar vörur. Og þá er ekki vitlaust að ýta sérstaklega undir þann metnað hjá ungum hönnuðum hér á landi. Þar þurfum við að taka okkur á, og ég hvet skipuleggjendur hátíðar- innar að gefa framleiðslumöguleikum meira vægi á komandi árum. Þar eru skandinavísku þjóðirnar skrefi á und- an okkur enda er vöruhönnun stór hluti viðskipta og virtur sem slíkur. Við höfum nokkur fyrirtæki sem standa sig ákaflega vel í þessum geira hérlendis svo sem Össur og Marel en íslenskir hönnuðir eiga einnig að vinna með og fyrir erlend fyrirtæki enda ekki hægt að framleiða allt hér- lendis Þetta var fjórða árið af Hönnunar- mars. Hann hefur vaxað og dafnað ótrúlega vel á þessum fáu árum og er ómæld vinna sem liggur á bakvið há- tíð sem þessa. Eiga skipuleggjendur hrós skilið en núna væri einnig ágæt- is tími að hrista upp og breyta eilítið til; skipta út fagráði með nýju fólki og huga að næstu árum enda Hönnunar- mars kominn til að vera og þarf að fá að vaxa og dafna um komandi ár. Hönnunarstefna Íslands Ráðuneyti iðnaðar og mennta á Íslandi tóku höndum saman og áttu frumkvæði að mótun hönnunarstefnu fyrir landið. Það var í byrjun árs 2011 og var nefnd sett á lagg- irnar. Í framhaldinu voru haldnir fundir og álit fólks víða leitað og hefur nú nefndin unnið úr þeim upplýsingum. Á vef iðnaðarráðuneytisins er greint frá því í lok janúar að von sé á lokaúrvinnslu stefnunnar á næstu vikum. Það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar enda um gríðarlega mikilvægt efni að ræða sem hefur áhrif á alla þróun hönnunar á Íslandi; allt frá menntun til framleiðslu. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með á vef iðnaðar- ráðuneytisins. Snagi úr íslensku fjörugrjóti Þessi snagi úr íslensku grjóti fór í fjöldaframleiðslu í kjölfar fyrsta Hönnunarmars, sem fór fram árið 2010. Snaginn er hönnun Helgu I. Sigurbjarnadóttur og framleiddur af Normann Copenhagen. Útsendarar danska fyrirtækisins kynntust Helgu, sem er innanhúsarkitekt, þegar þeir komu til landsins að fylgjast með Hönnunarmars. Helga tínir steinana sjálf hér heima og er búin að senda yfir 8.000 steina út til Danmerkur þar sem þeir eru boraðir og unnir, pakkaðir og svo seldir víðs vegar um heiminn. Frábært dæmi um þar sem íslensk hönnun og íslenskt hráefni nýtist sem best! -sh Hugleiðing um Hönnunarmars Hönnunarmars setur mikinn svip á mannlífið en hann getur einnig opnað dyr fyrir íslenska hönnuði. Stjórnendur erlendra hönnunarfyrirtækja fá þar einstaka yfirsýn yfir það sem er í deiglunni á Íslandi. Dagný Bjarnadóttir formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar Íslands á tali við Jan R. Stavik framkvæmdastjóra Norsk Design Council. Sigga Heimis sigga@siggaheimis.com HÖNNUN 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.