Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 60
48 bíó Helgin 5.-8. apríl 2012  Bíó Paradís Indversk kvIkmyndahátíð Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Bollywood og indverskur Bond Þ etta verður í fyrsta sinn sem indversk kvik-myndahátíð er haldin á Íslandi. Indverska sendiráðið styður við þetta framtak Vina Indlands og Bíó Paradís sem bjóða upp á fimm myndir á há- tíðinni sem er í senn ætlað að kynna Indland og indverska kvikmyndagerð en allur ágóði af hátíðinni rennur til styrktar barnaheimila á Indlandi. Á kvikmyndahátíðinni er reynt að gera öllum stærstu mál- og menningarsvæðum Indlands ein- hver skil, en stærstu kvikmynda- svæðin hafa fengið gælunafn eftir því tungumáli sem leikið er á svæðinu eða svæðinu sjálfu. Helstu fram- leiðslusvæðin eru; hindi (Bollywood), tamil (Kollywood), malaylam (Mollywood) og te- lugu (Tollywood). Dhoom 2 er gaman- og spennumynd í anda James Bond. Lögreglumaður eltist við alþjóð- legan glæpamann sem notar nýjustu tækni við að fremja afbrot sín. Litið er á leikara sem stórstjörnur og þeir sem skara framúr gera margar myndir á hverju ári. Eitt fremsta leikarapar Indlands, þau Hrit- hik Roshan og Aishwarya Rai, fara með aðal- hlutverkin í Dhoom 2 og Aishwarya Rai fer auk þess með annað aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Robot. Robot er vísinda-Bollywoodmynd fyrir alla aldurshópa. Vísindamaður skapar vélmenni í sinni mynd en málin flækjast þegar vélmennið fær tilfinningar og hrífst af ástkonu skapara síns. Tæknibrellurnar í myndinni þykja sérlega flottar og myndin er sú aðsóknarmesta í Asíu og var frumsýnd í 3000 bíóhúsum samdægurs. Annar aðalleikar- inn í Robot heitir Rajinikanth og er svo frægur á Indlandi að leik- stjórar þora ekki að láta persónu hans deyja í kvikmyndum af ótta við borgarastyrjöld. Hann er næst- launahæsti leikari í Asíu. Madrasapattinam er ástarsaga frá Chennai. Myndin var kölluð Tit- anic Indlands og segir frá ástum breskrar yfirstéttarstúlku og ind- verja af lægri stigum. Myndin ger- ist á þeim tíma þegar Indland var að berjast fyrir sjálfstæði við Breta og þar krauma ástin og pólitíkin. Band Baaja Baara er lýst sem yndislegri litaglaðri nútíma Bol- lywoodmynd með mikilli gleði og tónlist. Ungt par stofnar fyrirtæki sem aðstoðar fólk við að undirbúa og halda brúðkaup. Þau samþykkja að halda einkalífinu og vinnunni aðskildu en það reynist erfiðara en þau héldu. Bol er dramatísk mynd frá Pakistan og vin- sælasta myndin þar í landi frá upphafi og hef- ur verið verðlaunuð í ýmsum heimshornum. Myndin segir frá ungri konu sem taka á af lífi fyrir morð á föður sínum. Hinsta ósk hennar er að fá að útskýra ástæðuna fyrir glæpnum. Myndin segir frá kvenréttindabaráttu í Pak- istan og hefur haft gífurleg áhrif. Litið er á leikara sem stórstjörn- ur og þeir sem skara framúr gera margar myndir á hverju ári. Dohm 2 býður upp á kostulega James Bond-stemningu. Gone Jill Parish verður skelfingu lostin þegar hún kemst að því að systir hennar hefur horfið úr herbergi sínu að næturlagi. Hún er sannfærð um að morðingi hafi numið systurina á brott og hún hefur svosem ágæta ástæðu til þess að ætla það þar sem brjálæðingurinn sem hún hefur grunaðan hafði rænt henni tveimur árum áður. Hann kom henni fyrir ofan í holu í skógi þar sem henni var ætlað að deyja. Einhvern veginn tekst Jill þó að sleppa og er þess fullviss að morðinginn hafi snúið aftur til að ljúka verki sínu en tekið systurina í misgripum. Lögreglan trúir Jill ekki og aðhefst ekkert þannig að hún tekur málin í sínar hendur. Aðrir miðlar: Imdb: 5.8, Rotten Tomatoes: 11%, Metadritic: 36% American Reunion Árið 1999 sló unglingagreddugrínið American Pie hressilega í gegn þannig að í kjölfarið fylgdu framhaldsmyndir eins og lög gera ráð fyrir. Og nú er allt gengið úr fyrstu myndinni mætt til leiks á ný. Þau eru að vísu eldri og eitthvað lífsreyndari en 1999 en samt enn lygilega vitlaus, kynóð og klaufaleg. Tilefni endurfundanna er tíu ára út- skriftarafmæli hópsins en fólk virðist hafa einhverja undarlega löngun til þess að hitta aftur lið sem það eyddi tíma með á menntaskólaárunum með reglulegu millibili. Hér lætur enginn sig vanta þannig að allir lúðarnir; Jim, Kevin, Oz, Steve og Finch sem og gellurnar; Michelle, Heather, Vicky og Nadia, koma saman á ný.  Frumsýndar Leikstjórinn og mikil- mennskubrjálæðingurinn James Cameron setti heims- byggðina á hliðina fyrir fimmtán árum með stórmynd sinni um fyrstu og síðustu ferð risafleysins Titanic. Myndin sló öll aðsóknarmet, sópaði til sín Óskarsverðlaunum og ástaróðurinn My Heart Will Go On, sem Celine Dion kyrjaði í myndinni, var ofspilaður svo svakalega á útvarpsstöðvum um víða veröld að margir mega enn ekki heyra fyrstu tónana án þess að kasta upp. Cameron tókst að gera siglingu sem allir vissu hvernig endar að spennandi og magnaðri bíómynd með því að flétta saman við hana fallega ástarsögu þar sem Leonardo DiCaprio og Kate Winslet bræddu hjörtu áhorfenda og með því að sleppa þeim undurfagra leikara Billy Zane lausum um borð í hlutverki hættulegs skúrks. Cameron leiðist þrívídd ekkert sérstaklega, eins og Avatar ber skýrt vitni, og nú hefur hann fínpússað Titanic og skellt henni í þrívídd þannig að gamlir og nýir áhorfendur fá tækifæri til þess að upplifa Titanic aftur í bíó og fylgjast með þessu mannskæða sjóslysi í þrívídd. Aðrir miðlar. Imdb: 7.5, Rotten Tomatoes: 83%, Metacritic: 74%. Titanic sekkur aftur a mma Lo-fi er ný íslensk tón-listarheimildarmynd sem Bíó Paradís frumsýndi um síðustu helgi og verður til sýninga í kvikmyndahúsinu næstu vikurnar. Myndin hefur nú þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða og hlot- ið nokkur verðlaun. Amma Lo-fi kemur næst við á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Buenos Aires í Argentínu sem er haldin dagana 11.-22. apríl. Amma Lo-fi er frumraun þriggja tónlistarmanna á kvikmyndasvið- inu. Kvikmyndin er portrett af Sig- ríði Níelsdóttur sem fór að taka upp og gefa út sína eigin tónlist á áttræð- isaldri. Á 7 árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins. Á CPH:DOX heimildarmynda- hátíðinni í Kaupmannahöfn hlaut Amma Lo-f i Sound & Vision- verðlaunin og á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Rotterdam var hún valin á topp 10 lista áhorfenda hátíðarinnar. Á South by Southwest kvik- myndahátíðinni í Austin var Amma Lo-fi valin í flokkinn 24 beats per Second sem beinir sjónum sínum að tónlistartengdum myndum og fjallaði bandaríska tónlistartíma- ritið Rolling Stone fjallaði þá um Ömmu Lo-fi í yfirliti sínu um helstu tónlistarkvikmyndir hátíðarinnar. Kvikmyndavefurinn Cine-Vue fer einnig mjög lofsamlegum orðum um myndina í gagnrýni sinni á hana í kjölfar sýningar á Flatpack hátíð- inni í Birmingham. Amma Lo-fi var í lok febrúar sýnd á kvikmyndahátíð MOMA í New York þar sem hún gekk fyrir fullum sal í Nitehawk Cinema í Williamsburg.  amma Lo-FI Fer víða Á Hverfisgötu og í Argentínu Kate Winslet og Leonardo DiCaprio fundu ástina í feigðarflani um borð í Titanic. Þótt indverskar bíómyndir séu vægast sagt sjaldséðar í íslenskum kvikmyndahúsum eru Indverjar öflugir þegar kemur að kvikmyndagerð. Vinir Indlands og Bíó Paradís hafa nú sameinast um að kynna indverska kvikmyndahefð fyrir íslenskum bíógestum og blása til kvikmyndahátíðar dagana 11. - 20. apríl í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Rajinikanth er svo vin- sæll að ekki þykir óhætt að láta persónur hans deyja af ótta við að út brjótist borgarastyrjöld. Jim Carrey og Jeff Dani- els fóru á kostum í Dumb & Dumber. Carrey til í meira Peter Farrelly lýsti því yfir nýlega á Twitter að tökur muni hefjast á nýrri mynd um vitleysingana og vinina Lloyd Christmas og Harry Dunne í september. Jim Carrey og Jeff Daniels fóru á kostum í hlutverkum bjánanna í mynd Farrelly- bræðra Dumb and Dumber árið 1994. Nú virðist draumurinn um framhald vera að rætast þar sem Carrey og Dani- els ætla báðir að vera með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.