Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 05.04.2012, Blaðsíða 70
 Magdalena dubik gúggluð í Hollandi Nemendur á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands hafa gert sköpunar- gáfu sína að söluvöru til að safna fé fyrir útskriftarferð sína haustið 2013. Þeir selja ýmsar nýstárlegar vörur í Grafíunni við Þverholt 11 en meðal þess sem þar er í boði er mynd af Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, sem Arnar Fells hefur farið höndum um. Hann tilfærir sígilda setningu Geir í hruninu: „Guð blessi Ísland“ og bætir svo við eða öllu heldur múlbindur Geir með „ég meina ða.“ Þeir sem vilja skreyta sig með þessum snúningi á fleygum og alræmdum orðum Geirs geta fengið myndina á bol. Ég meina’ða Ég hef alltaf verið mjög hrifin af íslenskri náttúru þótt ég hafi aldrei komið til landsins. Magdalena Dubik, ungfrú Reykjavík 2009, bíður spennt eftir ljósmyndatökunni í maí og ekki spillir fyrir að hún hefur áður unnið með ljósmyndaranum Arnold Björnssyni. „Hann er frábær ljósmyndari og ég hlakka mikið til.“ Mynd/Hari Hollenskt skart í íslenskri náttúru V ið vildum gera eitthvað mjög sérstakt. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af íslenskri náttúru þótt ég hafi aldrei komið til landsins,“ segir Dana Smit sem hefur í fimm ár hannað skartgripi undir merkjum Deriva. „Þótt ég hafi aldrei komið til Íslands þá hef ég séð ljósmyndir þaðan og myndir í sjónvarpinu og mér fannst að ég ætti að fara þangað til að mynda sumarlínuna okkar í íslenskri náttúru,“ segir Dana sem bíður spennt eftir því að sækja landið heim í maí. Dana segist hafa talið víst að á Íslandi yrði lítið mál að finna íslenska, ljóshærða fegurðar- dís til þess að bera skartgripina í ljósmyndatökunni. „Við notum mest ljóshærðar konur þar sem skartið okkar virðist klæða þær sérlega vel. Eftir stutta leit á google rakst Dana á myndir af Magdalenu Dubik, sem var valin Ungfrú Reykjavík árið 2009. „Ég vissi ekkert um hana. Ég gúgglaði bara „miss Iceland“ aðallega vegna þess að við höfum áður notað Ungfrú Holland í myndatökum. Ég hafði samband við Magdalenu, henni leist vel á skartið og var strax til í þetta sem gladdi mig mjög vegna þess að mér finnst hún alveg hafa til að bera útlitið sem hentar okkur.“ Og Magdalena, sem hafði ekki séð skartgripi Dönu áður, lýst mjög vel á: „Þetta verður spennandi og ég hlakka mikið til. Ég veit að þessir gripir eru útbreiddir í Hollandi og Þýskalandi og eru að ná vinsældum víðar í Evrópu þannig að það er bara heiður að fá að vera andlit sumarlínunnar.“ Dana segist koma með tvær nýjar línur á ári og að mikið verði gert með myndirnar af Magdalenu, ekki síst þar sem þær verða bæði notaðar til að kynna sumarlínuna sem og fagna fimm ára afmælinu. Myndirnar verði notaðar í auglýsingum auk þess sem þær muni skreyta veglegt glanstímarit sem verði dreift til viðskiptavina og heildsala. Magdalena er í námi og sinnir fiðluleiknum af sama kappi og áður en hefur samt nóg að gera sem fyrirsæta. „Jájá. Það er alltaf eitthvað. Þetta er fínt með skóla og fiðluleikn- um og það er gaman að fá tækifæri til þess að gera alls konar hluti. Ég veit að hönnuðir, skó- og undirfataframleiðendur koma að þessu verkefni þannig að ég held að þetta verði skemmtilegt.“ Dana er yfir sig ánægð með það viðmót sem hún mætir hjá Íslendingum en hún fékk ljósmyndarann Arnold Björnsson til þess að sjá um myndatökuna á Íslandi og Iðunn Jónasdóttir farðar. „Allir þeir Íslendingar sem ég hef verið í sambandi við vegna þessa verkefnis hafa verið einstaklega almennilegir. Ég hef aldrei mætt svona jákvæðu viðmóti og miklum samstarfsvilja. Þið eruð hlýtt og þægilegt fólk.“ g læpasögur Svíans Henn-ing Mankell um þunglynda rannsóknarlögreglumann- inn Kurt Wallander hafa notið mik- illa vinsælda á Íslandi og líklega hefur mörgum íslenskum aðdáend- um Wallanders brugðið í brún við lestur síðustu bókarinnar um lög- reglumanninn en þar fá Íslendingar kaldar kveðjur. Á blaðsíðu 238 ræðir Wallander við dóttur sína um eiginmann henn- ar, Hans, en tengdasonurinn er önn- um kafinn í viðskiptum. „– Það er mikill órói í kauphöllum heimsins. Hans hefur áhyggjur. Það er þess vegna sem hann er alltaf að vinna. – Með Íslendingum? Hún beið átekta og horfði á hann. Ertu að reyna að vera kaldhæð- inn? Mundu að þú ert að tala um föður barnsins míns!“ Ekki er annað á dóttur Walland- ers að heyra en Íslendingar séu síðasta sort og það stappi nærri mannsmorði að starfa með þeim í viðskiptum. Halldór Guðmundsson bók- menntafræðingur kannast ekki við að Mankell beri sérstakan kala til Íslendinga en einna helst mætti ætla að Mankell hafi ekki fyrirgefið mál sem kom upp árið 2004 þegar hann var vændur um að hafa nýtt sér atriði úr Grafarþögn Arnaldar Indriðasonar í bók sinni Atburðir að hausti. „Ég minnist þess ekki að þetta hafi haft neinar afleiðingar,“ segir Halldór. Halldór segist ekki hafa lesið Órólega manninn og hafi því ekki velt þessu fyrir sér en bendir á að Mankell hefur sótt land- ann heim. „Hennig Mankell kom hér einu sinni á bókmenntahátíð og þá var hann hinn viðræðubesti og kynnti hér verk sín. Hann hefði nú varla komið ef honum væri sérlega illa við landið. Norðurlandabúar voru hins vegar alveg sérstaklega gagnrýnir á okkur á þessum útrás- artíma. Ég man það bara frá vinum mínum í útgáfubransanum að menn höfðu aldrei neina trú á því að þessi auður Íslendinga væri annað en svindl og þeir sögðu það bara alveg beint í opið geðið á manni og ég hugsa að Mankell sé nú bara á svip- uðum slóðum og veit ekki til þess að hann hafi neina sérstaka andúð á Ís- lendingum. Við skulum ekki koma okkur upp komplexum yfir því, nóg er nú samt.“ -þþ  kurt Wallander Hæðist að íslendinguM Kaldar kveðjur frá Mankell Hollenski skartgripahönnuðurinn Dana Smit segir gripina sína ekki enn fáanlega á Íslandi en vonist til þess að það breytist fljótlega. Mynd/Nickolas Schot 1 1 -0 5 6 8 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA www.ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Friðrik Ómar fjölmiðla- fulltrúi í Baku Friðrik Ómar Hjörleifs- son söngvari verður í eld- línunni í Eurovision-söngva- keppninni 2012, sem haldin verður í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, dagana 22. til 24. maí næstkomandi. Frið- rik Ómar verður þó ekki á sviðinu heldur utan þess. Gréta Mjöll Stefánsdóttir, annar flytjanda og lagahöf- undur íslenska lagsins í ár, hefur valið hann sem sér- legan fjölmiðlafulltrúa sinn meðan á keppninni stendur. Friðrik Ómar er eldheitur Eurovision-áhugamaður og fyrrum keppandi. Hann tók þátt í aðalkeppninni árið 2008, þegar keppnin var haldin í Serbíu, með Eurobandinu þegar hann og Regína Ósk sungu lagið This Is My Life með glæsibrag og höfnuðu í 14. sæti. - gag Fegurðardrottningin og fiðluleikarinn Magdalena Dubik verður andlit hollenska skart- gripaframleiðand- ans Deriva Jewels. Skartgripahönn- uðurinn Dana Smit vildi gera eitthvað sérstakt í tilefni af fimm ára afmæli fyrirtækisins. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hennig Mankell lætur íslenska við- skiptamenn fá það óþvegið í Órólega manninum, síðustu bók sinni um Kurt Wallander. Jónsi á kafi í prófum Jónsi, Jón Jósep Snæbjörnsson, ligg- ur ekki á netinu að kynna sér keppinaut- ana í Eurovision þessa dagana. Hann er á kafi í prófum í Háskólanum og setur námið í forgang fram yfir páska. Jónsi, sem syngur íslenska framlagið með Grétu Mjöll Stefánsdóttur, fer án fjölskyldumeðlima á vit ævintýranna í Bakú í Aserbaídsjan. Enda er dag- skráin fullbókuð þegar út er komið. Ef allar áætlanir standast lendir hópurinn í Bakú einni og hálfri klukkustund eftir miðnætti og á þá eftir að skríða upp á hótelherbergi, henda töskum út í horn og hola sér niður í rúm – ef tími gefst, því fyrsta æfing íslenska hópsins er snemma morguns. 58 dægurmál Helgin 5.-8. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.