Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 13.04.2012, Qupperneq 8
Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO Einnig er hægt að hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. Hjálpum heima www.help.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 20 74 4 Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar. Batnandi staða Akureyrarbæjar Rekstur Akureyrarbæjar gekk heldur betur en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2011. Sjóðsstreymi var einnig ágætt, að því er Vikudagur greinir frá. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.100 milljónir króna en var neikvæð um 419 milljónir króna eftir fjár- magnsliði og skatta. Er það liðlega 226 milljóna króna betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir - jh S öfnun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, fyrir börn í lífshættu á Sahel-svæðinu hef- ur gengið vonum framar að sögn Stef- áns Inga Stefánssonar, framkvæmda- stjóra UNICEF á Íslandi. Alls hafa 14 milljónir króna safnast hjá UNICEF á Íslandi og söfnunin er enn í fullum gangi en UNICEF er á staðnum í öll- um átta ríkjunum á Sahel-svæðinu þar sem þurrkar og uppskerubrestur hafa valdið neyðarástandi. Stefán Ingi segir að framlögin frá Íslandi verði meðal annars notuð til að meðhöndla börn sem þjást af alvar- legri bráðavannæringu. Meðal þess sem börnin fá er vítamínbætt jarð- hnetumauk, svokallað plumpy-nut, sem er sérstaklega þróað fyrir bráða- vannærð börn og er fullt af próteinum og nauðsynlegum snefilefnum. Börn- in fá þrjá skammta á dag í fáeinar vik- ur eða þar til þau ná sér. Einn pakki kostar 56 krónur. Með framlögunum frá Íslandi getur UNICEF, sem dæmi, útvegað 214.000 skammta af þessari kraftaverkafæðu. Styrkja má neyðarsjóð UNICEF á Íslandi á með því að hringja í söfnun- arsímanúmerin: 908-1000 (1.000 krónur) 908-3000 (3.000 krónur) 908-5000 (5.000 krónur) Einnig má styrkja neyðarstarfið á Sahel-svæðinu í gegnum heimasíðu UNICEF á Íslandi (www.unicef.is) eða með því að leggja inn á neyðar- reikning samtakanna: 701-26-102040 (kt. 481203-2950).  UNICEF SaFNað FyrIr börN á SahEl SvæðINU Yfir milljón barna í bráðri hættu UNICEF hringdi í síðustu vikum viðvörunarbjöllum á sama tíma um allan heim og bað fólk að beina sjónum að Sahel-svæðinu og grípa inn í þegar í stað. Þurrkar og uppskerubrestur ógna lífi barna á þessu harðbýla svæði í Afríku. Sahel er arabíska og þýðir bókstaflega strönd. Nafnið er dregið af því hvernig gróður svæðisins mætir sandauðn Sahara líkt og strönd hafi á þessum 5.400 kílómetrum sem teygja sig frá Atlants- hafsströnd Senegal í vestri til Rauðahafsstrandar Súdans og Eretríu í austri. Þar á milli liggur Sahel um Mauritaníu, Malí, Burkína Faso, Alsír, Níger, Nígería, Tjsad og Kamerún. Að minnsta kosti 50 milljónir draga fram lífið á þessu harðbýla svæði þar sem tilveran verður óbærileg þegar regntíminn bregst. Yfirleitt kemur ekki dropi úr lofti frá október til maí og hitinn getur farið í um 50 °C. Neyðarástand ríkir ekki á Sahel svæðum Alsírs, Súdans og Eríetreu. Moustapha 22 mánaða og er frá Tsjad. Hann fékk næringarmjólk frá UNICEF í æð. Binda þurfti um hendur hans svo hann tæki ekki af sér slönguna, en hún heldur í honum lífinu. Moustapha er enn mjög veikburða en hefur þó þegar náð miklum bata síðan hann kom á miðstöðina fyrir átta dögum. Ljósmynd/UNICEF/ Duvillier Nana er átta mánaða og býr í Níger. Hún er alvarlega vannærð og hér er móðir hennar að gefa henni vítamínbætt jarðhnetumauk á heilsugæslu sem UNICEF styður í bænum Mirriah. Með maukinu binda menn vonir við að Nana nái fullum styrk á ný. Reynslan sýnir að 95 prósent vannærðra barna á Sahel-svæðinu sem fá meðhöndl- un lifa af og flest barnanna ná sér á fáeinum vikum. Ljósmynd/UNICEF/ Asselin Borgar fyrir að fá að reka tjaldsvæðið Fjögur einkahlutafélög buðust til að reka tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal í Skutulsfirði. Reksturinn var boðinn út fyrir skömmu. Mikill munur var á þeim tilboðum sem bárust, að því er fram kemur í héraðsblaðinu Skutli en G. I. Halldórsson bauðst til að taka að sér reksturinn og borga bænum 300.000 krónur fyrir. Það var lægsta boð og bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti að ganga til samninga við fyrirtækið um rekstur tjaldsvæðisins í sumar. Næsta tilboð var frá Kagrafelli ehf, sem rekur tjaldvagnastæði í Neðsta á Ísafirði, sem bauðst til að taka að sér reksturinn fyrir ekki neitt, 0 krónur. Önnur tvö tilboð bárust, frá Stóli ehf sem vildi fá 980.000 krónur í meðgjöf með rekstrinum og Kaldasker ehf sem vildi fá 5.600.000 krónur fyrir að taka að sér reksturinn. - jh Rætt um örlög kúttersins Á fundi Akranes- stofu nýverið voru á dagskrá málefni Kútters Sigurfara sem legið hefur undir skemmdum á Safnasvæðinu í Görðum um árabil. Á fundinum kom fram, að því er segir í Skessuhorni, að um það væri að velja að koma kútternum í skjól, hefja viðgerðir á honum eða fjarlægja hann af svæðinu. Á fundinum var forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum falið að gera áætlun um það hvernig standa megi að því að fjarlægja kútterinn af Safnasvæðinu. - jh/ Ljósmynd Safnasvæðið á Akranesi www.rokkurhaedir.is Föstudaginn 13. apríl? Haltu þér fast! Þriðja bókin í bókaflokknum um krakkana í Rökkurhæðum er væntanleg. Ekki fyrir myrkfælna! ...Engin tilviljun! www.noatun.is H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Nú eru AllAr VerSlANIr NÓATúNS OPNAr FrÁ 08:00 TIl 24:00 AllA DAGA. 8 fréttir Helgin 13.-15. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.