Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 6
KAFFIVÉLAR Mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil. • Sjálfvirk kaffivél • Ketill úr ryðfríu stáli • Kvörn úr keramík • Panarello flóunarstútur • Baunahólf: 170 gr • Vatnstankur: 1 lítrar • Korgskúffa: 8 bollar • Þrýstingur: 15 bör • Til heimilisnotkunar • 1500 wött Saeco HD8743 TILBOÐ 49.990 VERÐ ÁÐUR 69.990 Drápsjárn fjarlægð af Rjúpnahæð Ríkisútvarpið lét fjarlægja hluta hættulegra járna sem voru í undirstöðum útvarpsmastra en enn er mikið eftir. Allt verður fjarlægt og gengið frá málum þannig að ekki stafi hætta af, segir talsmaður Ríkisútvarpsins. Járn og gaddavír er enn að finna þar sem útvarpsmöstrin voru á Rjúpnahæð. Allt á að fjarlægja. Ljósmynd Selma Olsen Þ eir hafa tekið niður járnin sem drápu Eldar og járn sem voru eins og þau á nokkrum stöðum en enn er hins vegar er enn mikið af járnum eftir og gaddavír sem ekki hefur verið gert neitt við,“ segir Selma Olsen, eigandi hund- ins Eldars, sem drapst eftir að hafa lent á hvössum járnum sem stóðu út úr fyrrum undirstöðum útvarps- mastra sem voru á Rjúpnahæð, ofan Seljahverfis í Reykjavík. Fréttatíminn greindi frá málinu í liðinni viku en iður hundsins lágu úti og bein og tennur brotnuðu. Dýralæknar gátu ekki bjargað lífi hans. Starfsmenn Ríkisútvarpsins brugðust skjótt við, eftir að Selma greindi þeim frá slysinu, og fjar- lægðu járnin sem urðu hundinum að aldurtila. Eyjólfur Valdimars- son, forstöðumaður þróunarsviðs Ríkisútvarpsins, segir að brugðist hafi verið við þegar slysið varð en hafi málið ekki verið klárað þurfi að fara betur yfir það. „Við ætlum að ganga þannig frá málum að ekki stafi hætta af, förum yfir þetta og gerum þetta sómasamlega. Svo verður girðing lögðuð en svæðið var afgirt en girðingin hefur vænt- anlega farið niður að hluta. Auðvit- að geta krakkar farið inn fyrir og þetta er slysagildra,“ segir Eyjólfur. Hann segir að annað útvarps- mastrið hafi fokið niður árið 1991 og hitt hafi verið sprengt niður í framhaldi af því. Sú er skýring þess að járnin standa út úr undir- stöðunum. Annars staðar á landinu hafi svipuð mannvirki verið tekin niður og seld, til dæmis í Skjald- arvík. Þá hafi mastur verið tekið niður á Hornafirði og gengið frá eftir það. Eyjólfur vill þó taka fram að varhugavert sé að fólk sé að viðra hunda og jafnvel sleppa þeim á svæðinu enda búi húsvörður eða staðarhaldari í húsi á Rjúpnahæð- inni með börn. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn  Rjúpnahæð hunduR dRapst á háskajáRnum F ótboltasíðan vinsæla Fótbolti.net heldur upp á tíu ára afmæli sitt um helgina. Vefurinn er stærsti fótboltavefur landsins og hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Magnús Már Einarsson, ann- ar ritstjóra vefsins, segir í samtali við Fréttatímann að vefurinn hafi vaxið jafnt og þétt og það sama megi segja um fjölda lesenda. „Ef maður horfir aftur í tíðina er ekki hægt að bera saman fréttirnar í árdaga síðunnar og fréttirnar okkar í dag, gæðin eru allt önnur í dag. Ég held að 99 pró- sent af viðbrögðum sem maður hef- ur fengið um síðuna séu jákvæð og það líður varla sá dagur að fólk komi ekki og hrósi fyrir okkar starf,“ segir Magnús Már en hann hefur starfað við vefinn nánast frá byrjun – byrjaði þegar hann var þrettán ára. Auk Magnúsar Más eru tveir starfsmenn í fullu starfi við vefinn; Elvar Geir Magnússon, meðritstjóri hans og Hafliði Breiðfjörð, stofn- andi og framkvæmdastjóri. „Sjálf- boðaliðar sem leggja okkur lið eru margir, sérstaklega á sumrin þegar við reynum að fjalla um allar deildir í íslenska boltanum sem best við get- um. Heilt yfir hafa örugglega vel yfir 100 manns komið að starfi síðunnar á einn eða annan hátt í gegnum tíðina og það góða fólk á mikið hrós skilið,“ segir Magnús Már og bætir því við að Hafliði Breiðfjörð hafi stofnað vefinn árið 2002 og upphaflega átti hann að vera einungis í kringum HM í Suður- Kóreu og Japan það árið. Áhuginn hafi hins vegar verið svo mikill að síðan hélt áfram. Og afmælisbarnið er enn fullt metnaðar. „Stefnan er að gera vefinn betri á hverjum degi. Vonandi verður hægt að horfa til baka eftir 10 ár í við- bót og sjá jafnmiklar framfarir á vefn- um og hafa verið á fyrstu 10 árunum,“ segir Magnús Már. -óhþ  aFmæli stæRsti FótboltaveFuR landsins Fótbolti.net tíu ára um helgina Elvar Geir Magnússon, Magnús Már Einarsson og Hafliði Breiðfjörð, for- sprakkar Fótbolta.net. Ljósmynd/Hari 6 fréttir Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.