Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 28
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. I Icesave er enn á ný komið á dagskrá og áfram heldur stærsti hluti umræðunnar að snúast um flest annað en efnisatriði þessarar langvinnu milliríkjadeilu. Í stað þess að vinna saman að því leysa málið með sem minnstum skaða fyrir land og þjóð halda stjórnmálafylkingar áfram að nota það sem eldsmat í átökum milli flokka og innan flokka. Þannig hefur það verið allt frá því að Icesave lenti í fanginu á stjórnvöldum við fall Landsbankans haustið 2008. Á meðan Sjálfstæðisflokk- urinn var í ríkisstjórn voru þar innanborðs helstu talsmenn samningaleiðarinnar. „Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi,“ skrifaði til dæmis þáverandi dómsmálaráðherra en skipti svo snarlega um skoðun nokkrum mánuðum síðar þegar flokkur hans var kominn í stjórnar- andstöðu. Um leið og ábyrgðin á því að leysa Icesave var orðin annarra varð deilan að vígtóli í klassískri valdabaráttu, jafnvel þó miklir möguleikar væru á því að þau átök gætu haft verulega slæm áhrif á efnahag landsins. Andstæðingar Icesave-samningaleiðar- innar hafa löngum haldið því fram að með því að fella síðasta Icesave-samning í þjóð- aratkvæðagreiðslu hafi þjóðarbúinu verið forðað frá tugmilljarða kostnaði. Á það mun reyna frammi fyrir dómstóli EFTA. Töluverð áhætta er á því að íslenska ríkið verði dæmt til að ábyrgjast mun hærri fjárhæð heldur en hefði orðið raunin ef samningurinn hefði verið samþykkur. Sú áhætta hefur alltaf legið ljóst fyrir. Það er hins vegar mikil einföldun að líta eingöngu til mögulegs beins kostnað- ar af Icesave út af fyrir sig, sama á hvaða veg dómsmálið fer, þegar efnahagsleg áhrif deilunnar er metin. Málið er öllu flóknara en svo. Það er kristalstært að ef stjórnvöld landsins hefðu ekki sýnt eindreginn samningsvilja eftir að hafa dregið lapp- irnar í nokkra daga haustið 2008, þá hefði áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins aldrei farið af stað. Hér hefði ekki orðið nein endurreisn. Ísland hefði einangrast efna- hagslega eins og kom skýrast fram þegar Norðurlöndin settu sem skilyrði að samið yrði um Icesave áður en lán til landsins yrðu afgreidd. Sú afstaða varð til þess að fyrsta endurskoðun áætlunarinnar AGS tafðist um marga mánuði. Og líka að hver endurskoðun þar á eftir gekk brösuglega, enda hélt Icesave áfram að þvælast fyrir. Það kom í hlut Steingríms J. Sigfús- sonar umfram aðra að berjast bæði fyrir samningum um Icesave og halda utan um samskiptin við AGS. Sama hvaða skoðun maður hefur á stjórnmálaskoðunum Steingríms til eða frá, er full ástæða til að rifja upp þau orð Lee Buchheits, eins af sjóuðustu samningamönnum heims, að frammistaða Steingríms á fundi með sjóðnum í Washington sé með þeim merkilegri sem hann hafi orðið vitni að. Eina ástæðan fyrir því áætlun AGS gekk allt til enda var sú skýra stefna allra þriggja ríkisstjórna frá hruni að samið yrði um Icesave. Um það fylktu sér á end- anum ríkisstjórnarflokkarnir og meiri- hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins og líka forsvarsmenn stærstu aðildarfélaga á vinnumarkaði, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Allt þetta fólk gerði sér grein fyrir því að endurreisn efnahagsins hvíldi á þeirri áætlun. Það er staðreynd sem er nauðsyn- legt að hafa bak við eyrað frammi fyrir ósæmilegum ásökunum um að eitthvað annað hafi verið að baki samningsviljan- um en að ljúka deilunni að hætti siðaðra þjóða. Efnisatriði áfram víðsfjarri Icesave-umræðu Að hætti siðaðra þjóða Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is É g horfði á kvikmynd í síðustu viku sem er byggð á metsölu-bókinni The Help eftir Kathryn Stockett. Sögusviðið er Missisippi árið 1962 og umfjöllunarefnið staða svartra kvenna sem unnu við barnauppeldi og heimilishjálp á heimilum hvítra. Ein hús- móðirin í sögunni leggur allt í sölurnar til þess að fá samþykktar reglur um að hvítir kúki ekki í sama klósett og svartir. Röksemdir hvítu húsmóðurinnar eru margvíslegar og þó hún grípi ekki samkvæmt orðanna hljóðan til samvisku sinnar þá eru slík sjónarmið undirliggj- andi. Nú er árið 2012 og við erum stödd á Íslandi í aðdraganda biskupskjörs. Verið er að fjalla um samviskufrelsi þjóna þjóðkirkjunnar í tengslum við framkvæmd kirkjulegrar hjónavígslu. Takið eftir, við erum að tala um þjóðkirkjuna. Hér á landi gilda ein hjúskaparlög (nr. 31/1993 með síðar breytingum). Í fyrstu grein laganna kemur fram að þau gildi um hjúskap tveggja einstaklinga, óháð kyni. Í 16.gr. laganna kemur fram að stofna megi til hjúskapar fyrir presti og forstöðumanni skráðs trú- félags sem hefur sérstaka vígsluheimild samkvæmt lögunum eða svokölluðum borgaralegum vígslumanni (sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra). Í 1. mgr. 22. gr. sömu laga kemur fram að hjónaefni eigi rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslu- manni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjóna- vígslu eða ekki. Af þessu ákvæði hefur verið leitt svokallað samviskufrelsi presta og forstöðumanna trúfélaga að geta neitað að framkvæma kirkjulega hjónavígslu, til dæmis þegar um er að ræða hjónaefni af sama kyni. Fyrir þá kaldhæðnustu er auðvitað aug- ljóst að löglærðir sýslumenn fulltrúar þeirra hafa ekki sama frelsi til samvisku og þjónar trúar- bragðanna. Eðlilega. Réttur til friðhelgi heimilis og fjöl- skyldu er staðfestur í 1. mgr. 71. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Þó þar sé ekki berum orðum rætt um rétt ein- staklinga til að ganga í hjúskap má leiða slíkan rétt af ákvæðinu og fjölda mann- réttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland hefur staðfest. Í þessu samhengi má einnig benda á jafnræðisreglu sem er orðuð í 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þar birtast ekki einungis sjónarmið um bann við mismunun einstaklinga heldur boð um að gæta almennt jafnræðis í sam- félaginu og bera virðingu fyrir mann- eskjum. Samt sem áður telur þjóðkirkjan ástæðu til þess að hanga á því að til staðar þurfi að vera sérreglur fyrir samvisku þjóna hennar til að neita að framkvæma hjónavígslu einstaklinga sem hafa lagalegan rétt til að ganga í hjúskap. Löggjafinn tekur undir þetta með umræddu ákvæði 1. mgr. 22. gr. hjú- skaparlaga og viðheldur með því hugsun sem erfitt er að sjá að sé í samræmi við mannréttindaákvæði þau sem hér voru rakin. Þetta ákvæði segir nefnilega að tilteknir embættismenn landsins (prestar) geti mis- munað öðrum einstaklingum á grundvelli kynhneigð- ar en það geti borgaralegir vígslumenn ekki gert. Margir þykjast sjá mun á kúk og skít. Það skyldi þó ekki vera að skíturinn á Íslandi árið 2012 sé eitthvað svipaður kúknum í Missisippi 1962. Getur verið að þjóðkirkjan og löggjafinn sem fylgir hennar sjónar- miðum séu jafn rökþrota og húsmóðirin suður í Miss- isippi? Ef við viljum hafa samviskufrelsi þá verðum við líka að bera samviskuábyrgð og virða mannréttindi allra óháð kynhneigð. Við þurfum ekkert sérstakt prestaklósett. Kirkjuleg hjónavígsla Samviskufrelsi og samviskuábyrgð Þóra Hallgrímsdóttir, stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 28 viðhorf Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.