Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 44
44 bíó Helgin 13.-15. apríl 2012  Iron Sky GeImáráS naSISta Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Vondu karlarnir í tunglinu á rið er 2018. Bandaríkjamenn senda mannað geimfar til tunglsins. Geimfarið lendir illu heilli aðeins of nálægt höfuðstöðvum nasistanna og annar tveggja geimfaranna lendir í klóm illmenn- anna. Nasistalæknirinn Richter er kallaður til og látinn skoða fangann og uppgötvar snjallsíma geimfarans og kemst að því, sér til nokkurrar undrunar, að tækið er miklu fullkomnara en allar þær græjur sem tungl- herinn hefur yfir að ráða. Hann tengir sím- ann við flaggskip nasistaflotans en þegar hann ætlar að sýna yfirboðurum sínum, með nýja foringjann Wolfgang Kortzfleisch fremstan í flokki, verður síminn rafmagns- laus. Nasistarnir vilja ólmir komast yfir annað svona furðutæki og nýta sér tæknina sem síminn hefur að geyma í hernaðarlegum til- gangi. Tveir tunglnasistar eru því sendir til jarðar til þess að finna snjallsíma en blandast þar meðal annars í örvæntingarfulla baráttu forseta Bandaríkjanna fyrir endurkjöri. Kosn- ingabaráttan nær góðu flugi með nasískum áróðursráðum og forsetinn er nokkuð hress með aðstoðina, grunlaus um að ráðgjafarnir ætli sér að jafna Bandaríkin við jörðu. Útsendararnir sitja einnig á svikráðum við Foringjann á tunglinu sem áttar sig á að ekki er allt með felldu og heldur því sjálfur af stað til jarðar með allan innrásarflota sinn. Sameinuðu þjóðirnar eru kallaðar saman til þess að mæta ógninni utan úr geimnum og Bandaríkjaforseti er himinlifandi yfir því að fá nú loksins almennilegt stríð sem mun gulltryggja annað kjörtímabil í Hvíta húsinu. Forsetinn teflir fram geimskipinu George W. Bush fram en það er á sporbaug umhverfis jörðu hlaðið kjarnorkuvopnum. Þegar aðrar þjóðir heims átta sig á hættunni sem að steðj- ar kemur á daginn að flest ríki, að Finnum undanskildum, hafa yfir að ráða vopnuðum geimskipum sem fylkja sér að baki George W. Bush. Iron Sky er finnsk, þýsk og áströlsk fram- leiðsla. Timo Vuorensola leikstýrir mynd- inni en undirbúningur að gerð hennar hófst árið 2006. Tveimur árum síðar mætti fram- leiðsluliðið með sýnishorn úr myndinni á kvikmyndahátíðina í Cannes til þess að næla sér í meðframleiðendur. Eftir það komst al- mennilegur skriður á verkefnið og Iron Sky var frumsýnd í Finnlandi, Þýskalandi og víðar í Evrópu fyrr í þessum mánuði og nú eru nas- istarnir loks lentir á Íslandi. Þýski leikarinn Udo Kier er þekktasta nafnið í myndinni en hann hefur komið víða við á löngum ferli og meðal annars skotið upp kollinum í Melancholia, Grindhouse, Dancer in the Dark, Shadow of the Vampire og jafn ólíkum sjónvarpsþáttum og Chuck og The Borgias. Kier leikur nýja Foringjann Kortzf- leisch en í öðrum helstu hlutverkum eru Kym Jackson og Julia Dietze. Sameinuðu þjóðirnar eru kallað- ar saman til þess að mæta ógninni utan úr geimnum. Hópur nasista sem tókst að flýja til tunglsins skömmu fyrir stríðslok 1945 hreiðraði um sig á myrku hliðinni. Þar hafa þeir í 70 ár undirbúið árás á jörðina og eru nú til í tuskið. Neðansjávarorrusta um framtíð mannkyns Leikarinn (The Last Seduction) og leik- stjórinn (Very Bad Things) Peter Berg teflir fram leikurunum Liam Neeson, Alexander Skarsgård og Taylor Kitsch að ógleymdu söngstirninu Rihönnu í Batt- leship þar sem floti bandaríska hersins fer til móts við drápsóðan innrásarher utan úr geimnum. Skyndilega fellur vígahnöttur til jarðar og rústar öllu sem fyrir verður. Í kjölfarið fylgja fleiri slíkir með tilheyrandi hörmungum og manntjóni. Það liggur í augum uppi að árásin er ekki gerð af öflum af okkar heimi og við frekari eftir- grennslan kemur í ljós að innrásarher utan úr geimnum hefur komið sér fyrir undir yfirborði sjávar og að þar verði því fyrsta varnarlínan í stríðinu um framtíð mannkyns dregin. Töffarinn Liam Neeson mætir hér ferskur til leiks eftir að hafa glímt við blóðþyrsta úlfa í The Gray en hann leikur aðmírál sem stýrir aðgerðum gegn innrásarliðinu. Taylor Kitsch og Alex- ander Skarsgård leika bræður og sjóliða sem taka þátt í vörninni. Kitsch stóð síðast í ströngu á Mars í floppinu John Carter en Skarsgård hefur undanfarin ár farið á kostum í hlutverki hinnar kynþokkafullu víkingavampíru Eric Northman í sjónvarps- þáttunum True Blood. Hann hefur verið að fikra sig yfir í bandarískar bíómyndir en fór illa af stað í endurgerð Straw Dogs en fær nú tækifæri til þess að sanna sig í hressilegum vísindatrylli með reynslubolt- ann Neeson sér við hlið.  FrumSýndar Henry Cavill leikur í The Cold Light of Day ungan Banda- ríkjamann sem heldur til Spánar til fundar við fjölskyldu sína. Harðjaxlinn Bruce Willis leikur föður hans sem tekur á móti honum á flugvellinum. Samband feðganna er stirt og eftir að þeim lendir saman á skemmtisiglingu stingur ungi maðurinn sér í sjóinn og syndir í land. Þegar honum rennur reiðin syndir hann aftur út í bát fjölskyldunnar. Báturinn er mannlaus og ljóst að mikil átök hafa farið fram áður en fjölskylda hans var numin á brott. Okkar maður kemst fljótt að raun um að lögreglunni er ekki treystandi í þessu dularfulla máli og hann flækist í margslungið samsæri og lendir í kapphlaupi við tímann og illmenni þar sem líf hans og allrar fjölskyldunnar eru undir. Samsæri á Spáni e in af fjölmörgum rósum í troðfullu hnappagati meistara Martin Scor- sese er hnefaleikamyndin Rag- ing Bull sem var frumsýnd fyrir rúmum þremur áratugum. Þá var Robert De Niro upp á sitt besta og fór hamförum í hlut- verki boxarans Jake LaMotta, dyggilega studdur Joe Pesci og Cathy Moriarty. Fljótt á litið er vandséð að eitthvað sé enn ósagt á filmu um feril LaMotta en engu að síður er nú verið að hita upp í Raging Bull II sem verður að vísu forleikur að mynd Scorsese og greinir frá fyrstu skrefum LaMotta í hnefaleikahringnum. Martin Guigui leikstýrir myndinni eftir eigin hand- riti en William Forsythe hefur tekið að sér það vandasama verk að feta í fótspor De Niro. Scorsese sjálfur kemur hvergi nærri þessu brölti og hefur látið hafa eftir sér að verkefnið sé til- gangslaust. Robert De Niro var frábær í Raging Bull árið 1980.  FurðuleGt Framhald raGInG Bull II Forsaga LaMotta Það reynir á fjölskylduböndin og samband fúlla feðga þegar ill samsærisöfl ógna lífi og limum fjölskyldumeðlima. – fyrst og fre mst ódýr! 1 – fyrs t og fr emst – fyrs t og fr emst ódýr! KjúKl inga- Blaðið gildir til 29. apríl HELGA RTILBO Ð 12.– 16. apríl veisl a 1978kr.kg Ísl. matvæ li, kjúkling abringur 398kr.kg Ísl. matvæ li, kjúkling avængirNýtt KRÓNUBLAÐ Skoðiðblaðið ákronan.is – fullt af góðum tilboðum Söguþráður Iron Sky er svo geggjaður að myndin hefur eðlilega vakið bæði athygli og eftirvænt- ingu. Rétt fyrir stríðslok tókst hópi nasista sem unnu að geimferðaáætlun Þriðja ríkisins að forða sér til tunglsins þar sem þeir hreiðruðu um sig á skuggahlið tunglsins. Sjötíu árum síðar telja þeir sig tilbúna til þess að uppfylla draum Hitlers og leggja heiminn að fótum sér og beina geimskipa- flota sínum að jörðinni. Mark Whalberg er rétt nógu massaður til þess að standa við hlið Dwayne Johnson.  mIchael Bay PaIn and GaIn Bræðir saman Fargo og Pulp Fiction Stórmynda- og sumarsmella leikstjórinn Michael Bay ætlar sér að halda áfram með Transformers-delluna með fjórðu myndinni í flokknum. Megan Fox yfirgaf partíið eftir tvær myndir og Shia LaBeouf lauk leik í þriðju myndinni þannig að Bay mun tefla fram nýjum mannskap í mynd fjögur. Áður en hann snýr sér að því verkefni sendir hann frá sér hasargrínið Pain and Gain. Þar leika Mark Whalberg og Dwayne Johnson tvo líkamsræktarbola sem ætla að hasla sér völl á dópmarkaðnum á Miami. Þeir hyggjast verða sér út um stofnfé með því að ræna forríkum viðskipajöfri sem Tony Shaloub (Monk) leikur. Áætlunin fer síðan öll úr böndunum og kapparnir tveir lenda í meiri og hættulegri vandræðum en þá óraði fyrir. Hermt er að söguþráður myndarinnar sé einhvers konar samsuða úr Tarantinio-myndinni Pulp Fiction og Coen-snilldinni Fargo. Auk þremenninganna koma Ed Harris, Rebel Wilson og Ken Jeong við sögu í myndinni. Flotinn á við ofurefli að etja í viðureign sinni við innrásarher utan úr geimnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.