Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 20
með appelsínulíkjör með sólþurrkuðum tómötum með hvítlauk með svörtum pipar hreinnmeð kryddblöndu Mikið úrval rjómaosta við öll tækifæri H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 0 8 -2 3 8 6 ms.is I ngibjörg Ólafsdóttir hótelstýra segir að haldið verði upp á hálfrar aldar afmæli Hótels Sögu með ýmsum viðburðum. „Í dag (föstudag) er einn þeirra sem við hlökkum mest til; að hóa saman fyrrverandi og núverandi starfsmönnum og rifja upp góða tíma. Það eru svo mikil tengsl ennþá og sterk bönd milli starfsfólks. Líklega er það þessi 24 tíma viðvera ásamt miklu álagi sem þjapp- ar fólki saman. Til margra hjónabanda hefur verið stofnað hér á hótelinu og mikil fjölskyldutengsl – systkini, foreldrar og börn starfsmanna. Til dæmis vann mamma mín hér, systur mínar báðar, dóttir mín og systursynir. Við vonumst til að fá í kring um 200 manns, við höfum reynt að dreifa þessu eins og hægt er, Facebook er aðalsamskiptamiðill- inn í þessu en við höfum beðið alla að bera út boð- skapinn og láta vita,“ segir Ingibjörg. Tvær fráteknar hæðir í upphafi Ingibjörg var tvítug að aldri þegar hún byrjaði að vinna á Hótel Sögu, þá í gestamóttökunni. „Fyrir utan tveggja ára hlé, þegar ég kenndi á Ísafirði, vann ég þar með háskólanámi, en ég lagði stund á dönsku og þýsku. Árið 1991 tók ég við Hótel Ís- landi þar sem ég starfaði í fimmtán ár. Þá lá leiðin til Leeds þar sem ég tók við stjórnun Radisson SAS þar. Eftir fimm ára dásamlega dvöl í ensku sveitasælunni komum við aftur og ég var svo lánsöm að fá að taka við Hótel Sögu núna um áramótin. Við hjónin eigum þrjú börn, 28 ára dóttur sem er í mastersnámi í New York, 26 ára son sem er sölustjóri hjá Rezidor í Hollandi og 18 ára son sem er í Kvennaskólanum, en maðurinn minn heitir Helgi Jósteinsson og er kennari. Börnin hafa alist upp við langa vinnudaga og lítinn fyrirvara á fríum og þess háttar en okkur hefur tekist að púsla öllu saman alveg ágætlega og börnin okkar virðast ekki hafa borið skaða af. Ingibjörg segir að Hótel Saga sé og hafi alltaf verið í eigu Bændasamtakanna og þegar hótelið var opnað voru þar sextíu herbergi. „Ein hæð var frátekin fyrir Bændasamtök Íslands og önnur fyrir Flugfélag Íslands. Árið 1977 voru Flugfélags- herbergin hins vegar tekin í almenna notkun og stækkaði þá hótelið sem slíkt í 106 herbergi.“ Grillið er gourmet veitingastaður Eins og mörgum góðum sögum fylgir framhalds- saga og Hótel Sögu fylgir ein slík. „Árni 1986 var svo „Framhaldssagan“ byggð og fjölgaði þá her- bergjum í 216 og einnig jókst til muna aðstaða til funda- og ráðstefnuhalds. Undanfarin ár hafa verið gerðar breytingar – herbergi voru meðal annars sameinuð, og núna er hótelið með 209 her- bergi; tíu funda- og veislusalir eru í húsinu, tveir veitingastaðir auk þess sem á Hótel sögu er boðið upp á margvíslega þjónustu sem hótelgestir geta nýtt sér svo sem Mecca Spa, hárgreiðslustofu, rakarastofu, minjagripaverslun og fleira. Grillið var alltaf aðalstaðurinn, þar var öll matarþjónustan og opið frá morgni til kvölds. Það var svo ekki fyrr en árið 1986, með opnun viðbyggingarinnar, að morgunverðurinn fluttist, fyrst á aðra hæðina og svo seinna í Skrúð. Nú er Grillið gourmet kvöld- staður með einstöku útsýni og sem betur fer hefur ýmsum sérkennum verið haldið frá upphafi, eins og stjörnumerkjunum í loftinu og fleiru. Mímisbar var bar þar sem tónlist var flutt, hann var afmark- aður frá gestamóttökunni svo hægt var að dansa þar og mikið fjör oft á tíðum. Eftir breytingar var hann opnaður og er meiri hótelbar þar sem gott er að sitja og horfa á hótellífið. Skrúður er okkar aðal veitingastaður, opinn allan daginn og þar er líka notalegt að skoða mannlífið og á veturna að ylja sér við arineld.“ Að jafnaði eru um 100 starfsmenn sem starfa á Hótel Sögu og Ingibjörg segir að margir frábærir starfmenn annarra hótela og veitingahúsa hafi hafið feril sinn á Sögu: „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í þjón- ustu og það sýnir sig að þeir sem hér lærðu hafa aldeilis komið sér vel áfram í lífi og starfi.“ Mörg fyrirmenni gist á Sögu Hún segir töluverða endurnýjun hafa átt sér stað á Sögu og svo muni verða á allra næstu mánuðum og árum: „Draumur okkar er að Saga sé aðalhótelið í hug- um fólks. Við erum að fara í miklar endurbætur en viljum halda í gamla sjarmann og einblína áfram á frábæra þjónustu og framúrskarandi mat. Það hefði verið gaman að halda aðeins meira í „sixties“ Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstýra Hótels Sögu. „Við erum að fara í miklar endurbætur en viljum halda í gamla sjarmann.” Ljósmynd/Hari Hótel Saga í hálfa öld Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Það verður mikið um dýrðir á Hótel Sögu í dag, föstudag, þegar núverandi og fyrrverandi starfsmenn hótelsins fagna því að Saga er orðin fimmtug. Hótelstjóri Hótels Sögu var ekki fædd þegar hótelið tók til starfa, en hún er tveimur árum yngri en það. Anna Kristine ræddi við Ingibjörgu Ólafsdóttur hótelstýru. Nú er Grillið gourmet kvöld- staður með einstöku útsýni og sem betur fer hefur ýmsum sérkennum verið haldið frá upp- hafi, eins og stjörnu- merkjunum í loftinu og fleiru. Frá árdögum Hótels Sögu. Þegar hótelið opn- aði árið 1962 voru þar sextíu herbergi. Nú er hótelið með 209 herbergi og þar eru tíu funda- og veislusalir. útlitið en það eru enn nokkrir staðir sem halda sér og verður vonandi ekki breytt,“ segir hún brosandi, greini- lega hrifin af þeirri tísku sem þá ríkti. „Viðskiptahópur Sögu er stór og fólk kemur hvaðanæva að úr heim- inum. Hér hafa mörg fyrirmenni gist í forsetasvítunni okkar, kóngafólk hvaðanæva að; Hillary Clinton, Leon- ard Cohen, Louis Armstrong, Vacláv Havel fyrrum Tékklandsforseti og miklu fleiri. Flestir viðskiptavina okkar koma frá Norðurlöndunum og Norður-Evrópu, og svo eigum við auðvitað dyggan hóp Íslendinga, þar á meðal bændur, eigendur hótelsins, sem sumir hverjir hafa verið viðloð- andi hótelið í mörg ár.“ Að mæta þörfum gestanna Hótelstjórastarf virðist ákaflega heillandi – í það minnsta þegar maður sér það í kvikmyndum – en er raun- veruleikinn eins? „Já, það sem heillar mig við hótel- stjórastarfið er þjónustuþátturinn og fólkið. Eins og ég nefndi fyrr hef ég unnið með fjöldanum öllum af frá- 20 viðtal Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.