Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 24
Þóra hlær. „Þetta er dálítið góð spurning. Ég á síður von á því. Við erum ekki sérlega mikið í samkvæmislífinu. Við vinnum mikið og erum með stóra fjölskyldu. Ef ég er ekki í vinnunni þá er ég heima hjá mér.“ Talandi um vini. Hverjir eru þínir helstu ráðgjafar? „Við höfum verið heppin því í kringum okkur hefur myndast sterkur hópur fólks sem hefur mikla reynslu af kosningum og sjálfboðaliðastarfi. Fólk sem hefur til dæmis unnið með Rauða krossinum og í ýmsu félags- starfi. Þetta er ekki endilega fólk sem vill hafa sig mikið í frammi eða flagga því að það sé að vinna með okkur. Ég ætla ekki að telja upp nöfn, því þá byrjar strax greiningin og flokk- unin. Ég held að það þjóni engum tilgangi en ég get sagt þér að þetta er afar góður hópur. Foreldrar okkar, systkini og tengdafólk eru öll með okkur í þessu. Ég á fjóra bræður og Svavar á tvær systur og einn bróður. Allir eru boðnir og búnir.“ Undir sjónvarpinu eru staflar af DVD- teiknimyndum fyrir börn. Á borðinu liggur bæklingur um öryggi barna. Bros og hlátur skín af fjölskyldumyndum sem raðað hefur verið upp á gömlum skenk í stofunni. Hér búa börn. Tvö þeirra standa hæstánægð við stofu- borðið og laumast í myndarlegan pönnu- kökustaflann frá ömmu sinni. Stundum eru börnin tvö, stundum fimm – og eitt í viðbót er á leiðinni. Verður ekki að teljast dálítið djarft af þér að demba þér í framboð, eigandi von á barni í maí? „Já, það var eitthvað sem ég þurfti að hugsa mjög vel. Hvað ef eitthvað kemur fyrir? En það getur alltaf eitthvað komið fyrir. Ég get alltaf lent í umferðarslysi. Það að eignast börn er það eðlilegasta í heimi. Barneignir eiga ekki að útiloka konur frá því að sækjast eftir ábyrgðarmiklum störfum. Við Svavar eigum tvö börn. Fyrir átti Svavar þrjár dætur, sem búa hjá móður sinni, en þær eru líka stundum hjá okkur. Barnið kemur í maí. Þá fer ég í fæð- ingarorlof, tek mér hlé frá kosningaskyldum og safna kröftum. Svo komum við aftur í þetta af fullum krafti í júní. Ef ég næ kjöri þá tek ég við embætti 1. ágúst og sinni því. Ég geri ekki ráð fyrir að taka lengra orlof en það sem mér gefst í sumar. Svavar lætur svo af störfum sem fréttamaður og verður heimavinnandi, að minnsta kosti til að byrja með. Svo er það líka að fólk í ábyrgðarstörfum eignast börn. Það eru börn í Hvíta húsinu og í Downingsstræti 10. Bjarni Ben var að eignast barn. Katrín Jakobsdóttir. Katrín Júlíusdóttir. Allir ráða sem betur fer vel við þetta. Auðvitað ætla ég ekki að draga úr því að það er álag að eignast barn í miðri kosninga- baráttu. En það er líka skemmtileg áskorun. Margar konur ganga í gegnum erfiða með- göngu og fæðingar. Ég hef verið svo heppin að allt hefur gengið vel hjá mér. Ég hlakka bara til!“ Ástfangin á RÚV Þóra og Svavar kynntust í gegnum vinnuna árið 2004. Hún var nýkomin heim frá námi í alþjóðasamskiptum og hagfræði í Banda- ríkjunum og starfaði á fréttastofu Sjónvarps. Hann var í mastersnámi í stjórnsýslufræðum við Háskólann og vann á fréttastofu útvarps. Það var glæpamál með sænsku ívafi sem leiddi þau saman. „Við vorum stundum að vinna sömu mál, ég fyrir sjónvarp og hann fyrir útvarp. Fyrst velti ég honum ekkert fyrir mér. Mér fannst hann stundum svo æstur. „Hvaða náungi er þetta,“ hugsaði ég í mesta lagi,“ rifjar Þóra upp. En Svavar var ekki lengi að vinna hug hennar. „Hann er lífsglaðasta manneskja sem ég þekki. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt í lífinu, eignaðist sínar þrjár dætur og svo skildu hann og móðir þeirra. Það voru erfiðir tímar. Þegar við kynntumst var hann á kafi í námi og þurfti að leggja mikið á sig, en var samt alltaf í svo góðu skapi. Það var aldrei nein biturð eða tuð yfir liðinni tíð. Alltaf horfði hann fram á við. Ég held að það sé hluti af því af hverju ég féll fyrir honum upphaf- lega. Svo rann þetta upp fyrir mér. Að þetta væri líklega bara maðurinn minn! Það er svo merkilegt hvernig það gerist. Þá hugsaði ég: „Heyrðu, þetta er bara hann!“ Ég fór til mömmu og sagði henni að ég væri búin að hitta manninn minn. Hún hafði óttast að ég myndi ílengjast í útlöndum því ég hafði átt útlenska kærasta og svona. Mikið varð hún glöð þegar ég sagði henni frá Svavari,“ segir Þóra og brosir breitt. „Þess vegna er hún alltaf að koma með pönnukökur,“ skýtur Svavar inn í og bendir á pönnukökustaflann. Þóra hlær.„Svavar er eini tengdasonur hennar því ég á fjóra bræður,“ út- skýrir hún. „Hún elskar hann sem sinn eigin son. Maður verður stundum afbrýðisamur.“ Lífeyrissparnaður með trausta og góða ávöxtun landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur sjálfstæður líf- eyrissjóður sem tekur bæði við lögbundnum lífeyrissparn- aði og viðbótarlífeyrissparnaði almennings. Íslenski lífeyris- sjóðurinn býður sveigjanlegar leiðir til útgreiðslu lögbundins lífeyrissparnaðar og fjölbreytt- ar ávöxtunarleiðir. Innlánsreikningur fyrir líf- eyrissparnað sem hentar þeim sem vilja ávaxta sparnað sinn á einfaldan og gagnsæjan hátt. Landsbankinn býður fjölbreyttar leiðir í lífeyrissparnaði og er traustur bakhjarl. Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrisbók Landsbankans hafa skilað góðri ávöxtun undanfarin þrjú ár. Kynntu þér lífeyrissparnað Landsbankans í síma 410 4040, í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi þitt til enda á landsbankinn.is. J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Meðalávöxtun þriggja ára* Meðalávöxtun þriggja ára*Lífeyrisbók Landsbankans 1Líf Hentar þeim sem eiga 20 ár eða meira eftir af söfnunartíma. Verðtryggð Lífeyrisbók Óverðtryggð Lífeyrisbók 13,0% 2Líf Hentar þeim sem eiga meira en 5 ár eftir af starfsævi. 12,3% 3Líf Hentar þeim sem eiga skamman tíma eftir af söfnunartíma. 11,9% 4Líf Fyrir þá sem nálgast töku lífeyris eða eru þegar að taka hann út. 11,6% 9,7% Sameign Verðtryggt Óverðtryggt Fyrir þá sem vilja samtvinna ævi- langa sameign og séreignasparnað. 8,7% 6,7% Íslenski lífeyrissjóðurinn er almennur lífeyrissjóður sem starfar skv. lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Íslenski lífeyrissjóðurinn er með rekstrarsamning við Landsbankann hf. Nánari upplýsingar um sjóðinn og ávöxtun hans má finna á islif.is. Landsbankinn er rekstrar- og vörsluaðili Lífeyrisbókar Landsbankans samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari upplýsingar um Lífeyrisbók og ávöxtun hennar má finna á landsbankinn.is. * Meðaltal nafnávöxtunar á ári 01.01.2009 – 01.01.2012 Svavar er afskap- lega ánægður með konuna sína. „Hún tekur gáfurnar og setur þær í ein- hvern skynsemis- og mannúðarkokteil sem gerir hana að frábærri mann- eskju.“ 24 viðtal Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.