Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Síða 14

Fréttatíminn - 13.04.2012, Síða 14
Krabbamein, astmi, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, parkinsonveiki, umgangspestir ....... Lúpínuseyðið gæti hjálpað www.lupinuseydi.is s. 517 0110 Lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson gaf fólki í rúma tvo áratugi gerði mörgum gott eins og lesa má í æviminningum hans og á vefsíðunni www.lupinuseydi.is. Hér verður ekkert fullyrt, en það skaðar ekki að lesa sögurnar og meta það sjálf hvort seyðið gæti gert ykkur gott. Fæst í heilsubúðum V erð á bensíni og dísilolíu er hærra en nokkru sinni. Rekstur bíla setur því verulegt strik í heimilisreikn- inginn. Hið háa verð á olíu kemur ekki aðeins niður á Íslendingum. Heimsmark- aðsverðið er með þeim hætti að menn finna fyrir því í öllum löndum. „Við kaupum minnstu og ódýrustu bílana,“ sagði til dæmis í fyrirsögn í danska Jótlandspóst- inum nýverið. Þar var greint frá tíu sölu- hæstu nýjum bílum í Danmörku í febrúar. Allt voru það smábílar eða bílar í minni kantinum, utan einn sem er í hópi þokka- lega stórra fjölskyldubíla. Helmingur bílanna kostar undir 100 þúsund dönskum krónum, eða innan við 2,3 milljónir króna þar í landi. Söluhæsti bíllinn í Danmörku í febrúar var smábíllinn Chevrolet Spark, 609 seldir. Chevrolet Aveo kom næstur, 461 seldur, þá Toyota Aygo, 459 og Kia Picanto, 421. Fræg voru kaup Íslendinga á lúxus- jeppum á bólguárunum þegar Range Rover seldist meira hér en í nálægum löndum og var þá ekki litið til höfðatöluútreikninga. Þá settist jeppi Toyota, Land Cruiser, efst á sölulista og þótti nokkrum tíðinum sæta enda óneitanlega um dýran bíl að ræða. Því er fróðlegt að skoða sölutölur nýrra bíla á Íslandi nú, þegar bílasala er að glæð- ast á nýjan leik eftir langt stöðnunartíma- Bíltegund Fjöldi Verð Eyðsla seldra bíla 1. Chevrolet Spark 609 1.859.000 kr. 5,1 lítri 2. Chevrolet Aveo 461 2.890.000 kr. 5,1 lítri 3. Toyota Aygo 459 2,195.000 kr. 4,3 lítrar 4. Kia Picanto 421 2.067.000 kr. 4,2 lítrar 5. Kia Rio 386 386 2.585.777 kr. 3,2 lítrar 6. Hyundai i30 378 3.190.000 kr. 6,0 lítrar 7. Opel Corsa 295 Upplýsingar liggja ekki fyrir 8. Opel Insignia 293 Upplýsingar liggja ekki fyrir 9. Fiat 500 285 2.570.481 kr. 4,8 lítrar 10. Peugeot 107 284 Upplýsingar liggja ekki fyrir Smábílar einoka sölulista í Danmörku – Landkrúser á toppnum hér Toyota Land Cruiser var mest seldi bíllinn á Íslandi í nýliðnum mars, jeppi sem kostar frá 10,1 milljón til 14,1 milljónar króna. Þrátt fyrir hátt eldsneytisverð eru aðeins þrír smábílar meðal tíu söluhæstu hérlendis. Í Danmörku eru níu af tíu söluhæstu bílunum smábílar. Ljósmynd Toyota Níu af tíu söluhæstu nýjum bílum í Danmörku eru smábílar en þrír á Íslandi þar sem lúxusjepp- inn Toyota Land Cruiser selst best allra nýrra bíla. Tíu söluhæstu bílar í Danmörku Sala fólksbíla í Danmörku í febrúar. Miðað er við uppgefið verð á Íslandi. Alls staðar er miðað við ódýrustu gerð bílsins. Eyðsla er uppgefin af umboðum. Miðað er við blandaðan akstur. Bíltegund Fjöldi Verð Eyðsla seldra bíla 1. Toyota Land Cruiser 150 34 10.140.000 kr. 8,1 lítri 2.-3. Skoda Octavia 22 3.570.000 kr. 4,5 lítrar 2.-3. Toyota Yaris 22 2.670.000 kr. 4,8 lítrar 4. Toyota Avensis 16 4.420.000 kr. 6,5 lítrar 5. Suzuki Swift 14 2.450.000 kr. 5,0 lítrar 6.-7. Nissan Micra 13 2.390.000 kr. 5,0 lítrar 6.-7. Chevrolet Captiva 13 6.790.000 kr. 7,7 lítrar 8. Renault Megane 12 3.290.000 kr. 4,4 lítrar 9.-10. Volkswagen Passat 11 3,990.000 kr. 6,9 lítrar* 9.-10. Ford Focus 11 3.390.000 kr. 5,3 lítrar. Tíu söluhæstu bílar á Íslandi *Verð Volkswagen Passat er miðað við metanbíl. Sama á við um eyðsluna. Verð á sambærilegum dísilbíl sem er næstur í verði er 5.290.000 kr. og eyðslan 5,3 lítrar. Miðað er við selda bíla í mars. Alls staðar er miðað við ódýrustu gerð. Eyðsla er gefin upp af umboðum. Miðað er við blandaðan akstur. 14 fréttaskýring Helgin 13.-15. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.