Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 29
Fært til bókar Helgin 13.-15. apríl 2012 viðhorf 29 Bloggarar í hár saman Björn Bjarnason bloggari og fyrrum ráðherra hefur tekið illa vangaveltum Teits Atlasonar, kollega síns í rafheimum, um hvernig netmiðillinn Evrópuvakt- in hefur varið 4,5 milljón króna styrk frá Alþingi. Björn veitir Evrópuvaktinni forstöðu ásamt öðrum eftir- launaþega, Styrmi Gunnarssyni fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, en styrkinn fengu þeir félagar til að leggja sitt af mörkum við umræður um að- ildarumsókn Íslands að ESB. Áhugi Teits á ráðstöfun milljónanna vaknaði í kjölfar þess að Björn sakaði Gísla Einarsson og fólk hans í fréttaskýringaþættinum Land- anum á RÚV um að vera á mála hjá ESB þegar fjallað var um landsbyggðastyrki innan sambandsins. Farið með fleipur Sú ásökun Björns reyndist alröng, eins og Gísli var snöggur að benda á, en Teitur kom hins vegar auga á að Björn sjálfur var á mála við að fjalla um ýmsa þætti aðildarviðræðnanna við ESB. Lék Teiti forvitni á að vita hvernig Björn hefði upp- fyllt tiltekið skilyrði þess að styrkurinn var veittur og lagði fram fyrirspurn þess efnis. Sendi Björn honum í framhaldinu lista yfir 14 bloggpistla. Og tóku þá leikar mjög að æsast. Teitur deildi umsvifalaust tölu pistl- ana í upphæð styrksins og fékk út að hver og einn hefði kostað 320 þúsund krónur. Það reyndist skot yfir markið því eins og Björn benti á hafði aðeins hluti milljónanna verið nýttur fyrir þessi skrif og lagði hann fram yfirlit því til sönnunar. Komið við í Kaufhaus? Bloggpistlarnir 14 voru sem sagt afrakst- ur um það bil eins mánaðar rannsóknar- reisu Björns bakvið víglínur óvinarins í ESB. Kom hann við í Brussel, Berlín og Frankfurt á ferð sinni sem kostaði alls 911 þúsund krónur en þar að auki hefur Evr- ópuvaktin bókfært 300 þúsund krónur vegna skrifa greinanna 14. Samkvæmt yfirliti Björns voru útgjaldafrekustu liðir ferðalagsins flug, gisting og dagpeningar. Sérstaka athygli vekur að Alþingi greiddi líka kostnað vegna „aukakílóa sem höfðu bæst í töskurnar á ferðlaginu“, eins og Björn orðar það á heimasíðu sinni, alls 30.132 krónur. Björn hefur ekki útskýrt af hverju öll þessi aukakíló hrönnuðust upp á ferðalaginu en ef miðað er við gjald- skrá Icelandair fyrir yfirvigt þá hafa þau verið um það bil 21 talsins. Hitt er þekkt að vöruúrval er gott í þeim borgum sem Björn heimsótti. Verslunarmiðstöðin Ka- DeWe (Kaufhaus des Westens) í Berlín er til dæmis ein sú glæsilegasta í gjörvallri Evrópu. Evrópuvigtin Uppljóstrun Björns um aukakílóin sem bættust við í töskurnar á ferðalaginu og hann lét Alþingi borga undir heim til Ís- lands varð tilefni fyrir Ingmar Karl Helga- son, blaðamann og bloggara á Smugunni, til að slá í eina færslu undir fyrirsögninni Verslunarferð Evrópuvigtarinnar þar sem hann leggur til að Evrópuvaktin verði hér eftir kölluð Evrópuvigtin. Er Ingimar þar í stellingum sem Björn á að þekkja vel hjá vinum sínum á vefnum AMX þar sem fimmaurabrandarar og uppnefningar þykja það allra fyndnasta. N ý frumvörp um fiskveiði-stjórnun hafa þrjú megin-markmið. Í fyrsta lagi eru gefin út nýtingarleyfi til kvótahafa. Þannig er skerpt á þeim skilningi að þjóðin eigi auðlindina en að gef- in séu út leyfi til nýtingar hennar. Leyfið gildir til 15 ára og þannig er útgerðarmönnum veitt miklu meira rekstraröryggi en þeir búa við í dag. Í öðru lagi er settur upp pottur af aflaheimildum sem eiga að nýtast byggðunum og nýliðum sem vilja leigja kvóta. Þannig er reynt að mæta sjónarmiðum um jafnt aðgengi að auðlindinni. Í þriðja lagi er svo kynnt útfærsla á veiðigjaldi sem tekur mið af rekstrarafgangi útgerðarfyrirtækja. Hugmyndin að útfærslunni í frumvarpinu kemur frá útgerðarmönnunum sjálfum. Þegar þeir hafa staðið skil á kostnaði (laun, olía og fleira) og tekið til sín eðlilegan hagnað, ( 8 til 10 prósent af starfseminni), mun í góðu ári eitthvað standa eftir og þeim sérstaka hagnaði er skipt með þjóðinni. Þannig verður aukaarðin- um af nýtingu auðlindar deilt á milli þess sem á auðlindina og þess sem nýtir auðlindina. Gríðarlegur hagnaður sjávarút- vegsfyrirtækja undan- farin ár er fyrst og fremst tilkominn vegna lækkun- ar á gengi krónunnar og hækkunar á verði afurða. Á sama tíma hefur al- menningur þurft að taka á sig auknar byrðar vegna gengisfallsins sem hefur lýst sér í verðbólgu og minni kaupmætti. Það er því ekki nema sjálfsagt að arður auðlindar létti undir með heimilum landsins og skapi grund- völl viðspyrnu í atvinnu- og efna- hagsmálum. Ný frumvörp tryggja að arður af auðlindum renni meðal annars til eflingar rannsóknar- sjóða, mannaflsfrekra byggingarverkefna og til alvöru byggða- stefnu. Þess vegna vill stjórnarmeirihlutinn samþykkja lög um fisk- veiðistjórnun á þessu þingi. Þau lög tryggja jafnræði, nýliðun, rekstraröryggi útgerðar og ekki síst – munu þau í góðu árferði gefa þjóðinni hlutdeild í arði sem hlýst af nýtingu auðlinda í eigu hennar. Nýtt fiskiveiðistjórnarkerfi Kvótafrumvarpið í hnotskurn Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingarinnar nýtum tækifærið og ráðumst í framkvæmdir með allt uppi á borðinu Framkvæmdir sem þola dagsljósið Allir vinna hefur verið framlengt til 1. janúar 2013. Það þýðir að þeir sem grípa tækifærið og ráðast í framkvæmdir núna, geta fengið 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af keyptri vinnu á byggingarstað. Með allt uppi á borðinu getur þ ú fengið 100% end urgreiðslu á virðisaukaskatt i af keyptri vinnu . H VÍ TA H Ú SI Ð - SÍ A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.