Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 15
Meistaranám í verkfræði Traust undirstaða til framtíðar Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl www.hr.is Guðríður Lilla Sigurðardóttir • MSc í verkfræði frá HR • BSc í fjármálaverkfræði frá HR • Sérfræðingur á fjármála- stöðuleikasviði Seðlabanka Íslands „Námið í HR gaf mér ekki bara góða þekkingu til að sinna fjölbreyttum störfum, heldur einnig aga og skipulagningu í vinnubrögðum og tengsl til að leita ráða og upplýsinga þegar á þarf að halda.“ Bíltegund Fjöldi Verð Eyðsla seldra bíla 1. Toyota Land Cruiser 150 34 10.140.000 kr. 8,1 lítri 2.-3. Skoda Octavia 22 3.570.000 kr. 4,5 lítrar 2.-3. Toyota Yaris 22 2.670.000 kr. 4,8 lítrar 4. Toyota Avensis 16 4.420.000 kr. 6,5 lítrar 5. Suzuki Swift 14 2.450.000 kr. 5,0 lítrar 6.-7. Nissan Micra 13 2.390.000 kr. 5,0 lítrar 6.-7. Chevrolet Captiva 13 6.790.000 kr. 7,7 lítrar 8. Renault Megane 12 3.290.000 kr. 4,4 lítrar 9.-10. Volkswagen Passat 11 3,990.000 kr. 6,9 lítrar* 9.-10. Ford Focus 11 3.390.000 kr. 5,3 lítrar. Tíu söluhæstu bílar á Íslandi *Verð Volkswagen Passat er miðað við metanbíl. Sama á við um eyðsluna. Verð á sambærilegum dísilbíl sem er næstur í verði er 5.290.000 kr. og eyðslan 5,3 lítrar. Miðað er við selda bíla í mars. Alls staðar er miðað við ódýrustu gerð. Eyðsla er gefin upp af umboðum. Miðað er við blandaðan akstur. bil í kjölfar efnahagshrunsins – og gleymum því ekki að eldsneytis- verð fer með himinskautum. Og hver ætli hafi þá setið efstur á sölulista nýrra bíla á Íslandi í nýliðnum mars? Jú, það var lúxus- jeppinn Toyota Land Cruiser 150, bíll sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við og láta hvorki kreppu né olíuverð hafa áhrif á sig. Sam- kvæmt upplýsingum umboðsins kostar slíkur vagn frá rúmlega 10,1 milljón til rúmlega 14,1 millj- ónar, eftir gerð og búnaði. Alls seldust 34 Land Cruiser jeppar af 150 gerðinni í mars. Miðl- ungsstærðarbíllinn Skoda Octavia og smábíllinn Toyota Yaris fylgdu í kjölfarið, 22 bílar seldir. Þar á eftir kom Toyota Avensis, nokkuð stór fjölskyldubíll, 16 seldir. Meðal tíu söluhæstu bíla á Ís- landi í mars er enginn sem telst meðal minnstu bíla en þrír eru í hópi smærri bíla, Toyota Yaris, Suzuki Swift og Nissan Micra. Fyrir utan Land Cruiser-jeppann er jepplingur í 6.-7. sæti listans, Chevrolet Captiva. Smábílar eru heldur ekki meðal þeirra sem koma næst á eftir topp-tíu lista- num, Hyundai IX 35, Nissan Qas- hqai, Volkswagen Polo og Toyota Rav 4. Af þeim tegundum seldust 9 bílar í mánuðinum, tveimur færri en af Volkswagen Passat og Ford Focus sem voru í 9.-10. sæti. Af Chevrolet Spark, söluhæsta bílnum í Danmöku í febrúar, seld- ust 6 bílar hér á landi í mars. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  Bílakaup landkrúserkaupendur eru ekki að derra sig Þeir sem kaupa bíla núna eiga peninga „Þegar kreppir að og fólk hef- ur aðeins minni fjárráð fer það gjarnan í fjárfestingu niður á næsta stig,“ segir Pétur Tyrf- ingsson sálfræðingur sem vill þó fremur líta á mismun bílakaupa Íslendinga og Dana frá neytendasjónarmiðum en sálfræði. „Fyrir hrun hefðum við hjónin til dæmis farið í tíu daga ferð til Barcelona en nú er líklegra, miðað við okkar fjárráð, að við kaupum okkur nýjan ísskáp í staðinn. Með sama hætti getum við velt því fyrir okkur hverj- ir kaupa Landkrúsera – og hverjir eru að kaupa nýja bíla. Lágtekju- og millitekjufólk er ekki að kaupa nýja bíla. Það er líklega fremur gamalt fólk og þeir sem áttu peninga fyrir og eru að endurnýja bíla sína núna. Það er líklegra en ein- hver sálfræðilega skýring, það er að segja að þetta fólk sé að derra sig. Við verðum að hafa í huga í hvað fólk eyðir peningum sem það hefur aflögu. Stóri breiði hópurinn sem var að kaupa nýja bíla fyrir hrun er ekki að því núna. Þeir sem kaupa bíla núna eiga peninga. Það skekkir myndina. Því er ekki rétt að bera ástandið nú saman við það sem var rétt fyrir hrun heldur frekar árin 2003 til 2004 en kaupmáttur launa er sagður svipaður nú og var þá. Hvernig bíla keypti fólk þá? Þetta er eins og var með verslunarferðirnar í fyrra til Boston. Þá var alhæft og sagt að nóg væri til af peningum en það verður að horfa á það hverjir fara í slíkar ferðir.“ -jh Lágtekju- og millitekjufólk er ekki að kaupa bíla nú eins og var fyrir hrun, að mati Péturs Tyrfingssonar sál- fræðings. Líklega er það frekar gamalt fólk og þeir sem áttu peninga fyrir og eru að endurnýja. Eðlilegra er að bera ástandið nú við árin 2003-2004 fremur en tímann rétt fyrir hrun. Þá var alhæft og sagt að nóg væri til af pen- ingum. fréttaskýring 15 Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.