Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 36
36 bílar og dekk Helgin 13.-15. apríl 2012 Hjólbarðaþjónusta sumardekkin fyrir bílinn þinn fást Hjá PitstoP! mundu að tími nagladekkja er til 15. aPríl. dugguvogi rvk austurvegi selfoss PitstoP.is www HelluHrauni HfjrauðHellu Hfj 568 2020 sími fólksbíladekk Frá Continental gæðadekkjum til traustra sumar– dekkja frá Wanli. Úrvalið er hjá okkur. jePPadekk Mastercraft dekkin eru þekkt fyrir gæði, endingu og gott verð. Míkróskerum! sendibíladekk Fyrir allar gerðir smærri og stærri sendibíla.  Hjólbarðar Að hámArkA ánægju og gæði Gott að eiga sum- ar- og vetrardekkE ggert B. Eggertsson hjá Kletti hefur starfað í rúman aldar-fjórðung við sölu á hjólbörð- um. Hann segir heilsársdekkin vera að sækja í sig veðrið. „Munurinn á sumar- og vetrar- dekkjum er í grófum dráttum sá að gúmmíið í sumardekkjunum er stífara og harðara en í vetrardekkjun- um. Harða gúmmíið hentar betur á sumrin þegar lofthitinn er hærri því að dekk slitna hraðar í hita. Hitinn er helsti óvinurinn. Mjúku dekkin eyð- ast fyrr í heitu loftslagi og þá strokast mynstrið út. En til að vetrardekk geti verið gott í kulda þarf mýkra gúmmí. Erfitt getur reynst að finna þennan gullna meðalveg. Í sumardekkjum er mikið gert út á grip í vatni og að þau séu hljóðlát og því eru þau með langar vatnsraufar en heilsársdekkin eru grófmynstraðari og með svoköll- uðum míkróskurði til þess að grípa í hálku og snjó.“ Að mati Eggerts er í ströngustu merkingu orðsins ekki til neitt sem heitir heilsársdekk heldur aðeins ónegld vetrardekk. Hann bætir því þó við að sífellt sé verið að fikra sig nær sumardekkjunum með sérstök- um gúmmíblöndum sem sameina eiga eiginleika sumar- og vetrar- dekkja og stuðla að því að mynstrið strokist ekki út yfir heitari tíma árs- ins. „Heilsársdekk eru í raun hugsuð þannig að þau eigi að duga manni innanbæjar á veturna. Miðað við þessa venjulegu fjölskyldubíla hérna í Reykjavík og miðað við hvernig veðurfarið er orðið þá duga heils- ársdekkin vel. Oftast er nú byrjað að salta áður en maður er vaknaður og stundum er ennþá verið að salta þegar maður fer að sofa.“ Gæðamunurinn felst í öryggi og endingu Aðspurður segir Eggert að gæðamunur dekkja felist í því að gúmmíið sé misgott. Lélegri dekk séu blönduð með aukaefnum sem minnki endinguna. „Við erum með mjög góðar tegundir svo sem Goo- dyear sem eru úrvalshjólbarðar en svo bjóðum við líka upp á ódýrari týpur. Að sjálfsögðu getur verið töluverður gæðamunur á milli tegunda en framfarirnar eru svo miklar í hjólbörðum í dag að það er varla til neitt sem heita léleg dekk lengur. Munurinn felst aðallega í öryggi og endingu en það er ekki hægt að segja að þú finnir mikinn mun á akstrinum, nema þú sért þeim mun næmari bílakall,“ segir Eggert og hlær. „Framþróunin í tækninni er samt sem áður þannig en þú er klárlega að fá meira fyrir peninginn ef þú kaupir dýrari merkin.“ Heilsársdekk eða sumar- og vetrardekk? „Ef þú ert bara að nota bílinn þinn á höfuðborgarsvæðinu eru heils- ársdekk klárlega málið. En ef þú ert mikið að fara út fyrir bæinn myndi ég kjósa góð vetrar- og sum- ardekk. Það sem er að hrjá okkur mest er saltið og tjörusöfnunin sem verður í dekkinu og þá er al- veg sama hversu mikið munstruð dekkin eru. Ef þau eru full af tjöru og salti duga þau illa. Það þarf að þvo þau reglulega til að viðhalda gripinu. Þegar komið er út á land þar sem búast má við mikilli hálku og ekki er saltað þá eru naglarnir mjög mikilvægir.“ S igurður Ævarsson, sölustjóri hjá Pitstop, segir þá sem eiga góð vetrardekk eigi skil- yrðislaust að fá sér góð sumardekk frekar en heilsársdekk. Það sé lang skynsamlegast. „Svo er líka miklu skemmtilegra að keyra á sumar- dekkjum en heilsársdekkjum, en fyrir þá sem nota bílinn minna, eiga ekki vetrarumgang og ætla aðallega að keyra í borginni henta heilsárs- dekkin samt sem áður ágætlega. Munurinn á því að keyra á sumar- dekkjum og heilsársdekkjum á sumrin er sá að það er meiri ending í sumardekkjunum, þau eru hljóð- látari og svo er bætist líka við örlítill bensínsparnaður, en eins og verðið á bensíni er í dag þá skiptir það ansi miklu máli.“ Sigurður bætir því við að heilsársdekkin séu meira skorin og þar af leiðandi séu þau opnari dekk og grófari. „En þetta fer samt sem áður langmest eftir því hvað fólk er að keyra bílana mikið. Heils- ársdekkin eru ágætiskostur ef þú ert ekki að keyra mjög mikið eða bara við innanbæjarakstur. Þau duga ágætlega í hálku og snjó en þegar allt kemur til alls þá eru vetrardekkin samt alltaf betri á veturna. Heilsársdekk eru ákveðin málamiðlun, þau eru hvorki frábær á sumrin né veturna. En hins vegar eru komin dekk af ýmsum tegundum sem nálgast það að upp- fylla allar þarfir. Þetta eru mikið skorin klassadekk eins og til dæmis Continental sem eru að mínu mati yfirburðardekk.“  Hjólbarðar koStir SumAr- og vEtrArdEkkjA SAmEinAðir Hinn gullni meðalvegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.