Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 30
G ünter Grass heitir maður. Hann er rithöfundur, fæddur árið 1927 og fékk Nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 1999. Frægasta bókin hans heitir Blikktromman og er til í prýðilegri íslenskri þýðingu. Skáldskap- ur hans er stundum kallaður upp á þýsku „Vergangenheitsbewältigung“ sem merk- ir í lauslegri þýðingu: Baráttan við að sætta sig við fortíðina. Günter Grass birti nýverið eitt og sama ljóðið samdægurs í nokkrum af stærstu dagblöðum heims- ins, Süddeutsche Zeitung, The New York Times, La Repubblica og El país. Ljóðið heitir: „Það sem verður að segja“ (þ. „Was gesagt werden muss“) og fjallar um yfirvofandi innrás Ísraelsmanna í Íran. Það hefst svona, í lauslegri þýðingu: Hvers vegna þegi ég, hef þagað of lengi, yfir því sem blasir við og var æft á hernaðaræfingum og að þeim loknum enduðum við, eftirlifendur, í besta falli sem neðanmálsgreinar. Það er hinn yfirlýsti réttur til árásar í forvarnarskyni gegn kokhraustum undirokandi kjaftaski sem kynni að útrýma írönsku þjóðinni Nú verður því ekki neitað að mér þykir ljóðið frekar vont. Mér finnst sem sé varla að það geti kallast ljóð heldur frekar pistill með óreglulegri línuskiptingu. Orðin hafa að vísu hljómlist á þýsku og eru að sönnu ekki valin af handahófi en til þess að vera gott ljóð skortir ljóðið, allavega í þýðingum á þeim málum sem ég kann betur en þýsku, eiginlega allt - nema persónu- lega nálægð. Nokkurn veginn þannig líta þau stund- um út, ljóðin sem miklir skáldsagnahöfundar yrkja, ljóð full af abstrakt hugmyndum og skáldsagnalegri hugsun. Og Grass er góður skáldsagnahöfundur, það veit hver sem hefur lesið Blikktrommuna. Eða kannski er efnið ekki hentugt í lýrík. Ég man að rétt áður en Íraksstríðið skall á birti spænski rit- höfundurinn Manuel Rivas ljóð í einu útbreiddasta dagblaðinu á Spáni um það sem við blasti. Það ljóð þótti mér eiginlega ekki nógu gott heldur, þó er Rivas talsvert lýrískari höfundur en Grass og þó var getið í ljóðinu bæði Íslands og lóunnar og mér er hlýtt til beggja. Günter Grass hefur af því áhyggjur, er raunar sannfærður um, að Ísraelsmenn hyggist ráðast inn í Íran undir því yfirvarpi að Íranir séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum sem ógni öryggi Ísraels. Hann hefur til þess góðar ástæður og áhyggjur af vopnabún- aði Íran eru heldur ekki nýjar: Íran auðgar úran og úran auðgar Íran er mantra sem hefur dunið á okkur svo árum skiptir. Eitt af því sérstaka við samhengi þessa ljóðs er að nýverið, eða árið 2006, ljóstr- aði Günter Grass því upp að hann hefði sem ungur maður gengið til liðs við Waf- fen-SS, sérsveit í þýska nasistahernum. Grass veit því mætavel að það fyrsta sem hann fær að heyra eftir birtingu ljóðs með slíku innihaldi er að þar fari maður sem þvert á allar væntingar og öndvert við samfélagsrýni hans um áratuga skeið hafi reynst gamall nasisti og sé þar með gyðingahatari sem tortryggi Ísrael. Það varð enda raunin, þýski dálkahöfundur- inn Henryk M. Broder var ekki seinn á sér að lýsa Grass erkitýpu hins hámennt- aða gyðingahatara, velmeinandi gagnvart gyðingum og þjakaðan af sektarkennd. Ljóðið sjálft segir fyrir um viðtökur sínar því þar segir: „„Gyðingahatur“ nefnist dómurinn.“ Það skiptir máli hver talar. Það skiptir máli hver segir hlutina. Það skiptir máli hvernig þeir eru sagðir og af hvaða ástæðum. En var það rétt sem ýmsir gerðu eftir árið 2006 að afskrifa alla samfélagsgagn- rýni Günters Grass á þeim forsendum að hann hefði tilheyrt Waffen-SS þegar hann var sautján ára? Ég veit það ekki. Sá gjörningur að greina frá þeirri ósvinnu seint og um síðir er kannski flóknari en hann virðist í fyrstu en varla er nokkur maður stoltur af þvílíkri fortíð. Þvert á alla ramma sem stjórnmálahugsunin leitast við að setja okkur mætti segja mér að þarna fari frekar vont ljóð eftir kannski dálítið vafasaman mann - en með réttu innihaldi og góðum málsstað. Það mætti jafnvel segja mér að þessi skilaboð komi einmitt úr mátulega rangri átt, úr ljóði eftir Günter Grass sem lesendur geta gúgglað á mörgum tungumálum. Hvernig er það, er Ísland enn á lista yfir viljugar þjóðir, eða hvar er sá listi eiginlega? Það veit enginn, þannig listar eru skrifaðir með uppgufandi bleki þótt ritmálið sitji hinsvegar fast í samvisku þjóða sem nú geta séð að Írak er ónýtt land eftir framgöngu hinna frelsisunnandi. Sök bítur sekan. Íslendingar viður- kenndu nýverið Sjálfstæði Palestínu. Í því er ekki endilega fólgin viðurkenning á óhæfuverkum sem framin hafa verið í nafni þess sjálfstæðis en vissulega kunna að felast í slíkri viðurkenningu nokkrar efa- semdir um athæfi Ísraels gagnvart Palestínu. Það hendir að fólk læri af reynslunni. Sá lægsti og efsti var að birta ljóð í helstu blöðum heimsins. Kann að hugsast að þar sé talað af nokkurri reynslu? Kann að vera að þjóð á ósýnilegum lista hæfði vel að taka réttan kúrs eftir vondu ljóði manns með vafasama for- tíð? Það er hægt að hafa nákvæmlega jafn mikla óbeit á gyðingahatri og herskárri utanríkisstefnu þjóða á borð við Ísrael og gereyðingarstefnu þess ríkis á að fordæma með fullu og öllu, algerlega og undanbragða- laust. Því það er rétt sem segir í ljóðinu vonda, það er ekki hægt að þegja yfir þessu. Ísrael og Íran Vont ljóð eftir vafasaman mann – eða útrýming írönsku þjóðarinnar Hermann Stefánsson rithöfundur Það er hægt að hafa nákvæmlega jafn mikla óbeit á gyðingahatri og her- skárri utanríkisstefnu þjóða á borð við Ísrael og gereyðingarstefnu þess ríkis á að fordæma með fullu og öllu, algerlega og undanbragðalaust. Því það er rétt sem segir í ljóðinu vonda, það er ekki hægt að þegja yfir þessu. Krumma Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is Börnin sem koma í heimsókn í Krumma-búðina fá sumarglaðning LikeAbike: 34.950 19.900 Standur: 19.950 17.900 18.900 52.290 139.800 Fært til bókar Sjónvarpsfrægðin aðgöngumiðinn Línur eru nokkuð farnar að skýrast varðandi forsetakosningarnar í sumar. Þegar hafa sex manns gefið kost á sér, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Jón Lárusson lögreglu- maður, Ástþór Magnússon athafnamaður, Hannes Bjarnason landfræðingur, Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður og Þóra Arnórs- dóttir fréttamaður. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor kynnir ákvörðun sína um framboð í þessari viku og Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur á sumar- daginn fyrsta. Þá efnir hann til blaðamanna- fundar svo meiri líkur en minni eru á því að gefi kost á sér. Elín Hirst, fyrrverandi sjónvarpsmaður, gaf framboðshugleiðingar frá sér á dögunum. Fyrr á árinu var talsvert rætt um Stefán Jón Hafstein, starfsmann Þróunarsamvinnustofnunar, sem hugsan- legan frambjóðanda. Afstaða hans liggur ekki fyrir. Sama gildir um Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Margir orðuðu hana við forseta- framboð en hún hefur hvorki játað slíku né neitað. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðla- maður veltir forsetakjöri fyrir sér á fés- bókarsíðu sinni og vitnar Smugan til skrifa hans þar: „Sjónvarpsfrægð hefur ráðið úrslitum í forsetakosningum á Íslandi síðan 1968. Kristján Eldjárn sló í gegn í þætt- inum Munir og minjar, Vigdís Finnboga- dóttir í frönskukennslu.“ Gunnar Smári bætir því við að Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, hafi fyrst vakið athygli í fréttaskýringarþáttum í sjónvarpi og sé af fyrstu kynslóð íslenska stjórnmálamanna sem sjónvarp hafi fleytt á þing. „Í raun,“ segir Gunnar Smári, „er erfitt að ímynda sér að nokkur frambjóðandi geti unnið sér nægt fylgi í forsetakosningum án þess að vera þegar landsþekktur af sjónvarpsskjánum. Forsetakosningar eru fyrir þá sem þegar eru þekktir; ekki vettvangur til að kynnast fólki. Þeir sem njóta ekki sjónvarpsfrægðar ættu að sækja um annað starf.“ 30 viðhorf Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.